Byggðaráð

891. fundur 20. desember 2018 kl. 13:00 - 16:05 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201812066Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201811146Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

3.Frá 232. fundi fræðsluráðs; Ráðning stuðnings/sérkennslu í 62,5% stöðu við Árskógarskóla

Málsnúmer 201812025Vakta málsnúmer

Á 232. fundi fræðsluráðs þann 12.12.2018 var eftirfarandi bókað:
"Ósk um ráðningu vegna stuðnings/sérkennslu í 62,5% stöðu við Kötlukot. Með fundarboði fylgdi minnisblað frá Jónínu Garðarsdóttur skólastjóra Árskógarskóla, niðurstaða ráðningarnefndar og fylgiskjal með minnisblaði bókað í trúnaðarmálabók.
Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að vísa málinu til byggðaráðs í byrjun janúar 2019. Fræðsluráð þakkar öllum aðilum máls fyrir góða vinnu. "

Á 308. fundi sveitarstjórnar þann 18. desember 2018 var samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum sú tillaga að vísa þessum til strax til byggðaráðs til umfjöllunar.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila skólastjóra Árskógarskóla að auglýsa sem fyrst á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga allt að 62,5% stöðugildi við Árskógarskóla tímabundið fram að lokun Kötlukots vori 2019. Óskað er eftir erindi frá Árskógarskóla sem fyrst um ráðningu og viðauka sem hægt væri að taka fyrir í byggðaráði í upphafi nýs ár.

4.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Vinnumansal og kjör erlends starfsfólks

Málsnúmer 201812067Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 13. desember 2018, þar sem fram kemur hvatnig stjórnar Sambandsins um að sveitarstjórnir setji í samninga um opinber innkaup kröfur um keðjuábyrgð sem tryggi réttindi verkafólks og sporni gegn mögulegri misnotkun á erlendu vinnuafli.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð tekur jákvætt í ofangreind tilmæli.

5.Til umsagnar tillögu til þingsályktunar um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi, 443. mál.

Málsnúmer 201812071Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 13. desember 2018, þar sem Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi, 443. mál. Óskað er umsagnar eigi síðar en 14. janúar n.k.



Lagt fram til kynningar.

6.Frá 308. fundi sveitarstjórnar þann 18.12.2018; Samningur um afnot, umráð og útleigu á Ungó

Málsnúmer 201709109Vakta málsnúmer

Á 308. fundi sveitarstjórnar þann 18.12. 2018 var eftirfarandi vísað til byggðarráðs frá fundi menningarráðs þann 6. desember s.l.:
"Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kynnti greinargerðir frá Leikfélagi Dalvíkur og Gísla,Eirík,Helga um afnot á Ungó 2018 til 2019.
Lagt fram til kynningar. Sviðsstjóra falið að framlengja leigusamninga við Leikfélag Dalvíkur og Gísla,Eirík,Helga ehf. til eins árs."

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir fundi með menningarráði og Leikfélagi Dalvíkur til að ræða um afnot af Ungó.

7.Tilnefning fulltrúa í umsjónarnefnd Friðlands Svarfdæla

Málsnúmer 201812083Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Umhverfisstofnun, dagsett þann 10. desember 2018, þar sem óskað er tilnefningar frá Dalvíkurbyggð á einum fulltrúa í þriggja manna nefnd umsjónar með Friðlandi Svarfdæla. Forstjóri Umhverfisstofnunar skipar í nefndina og velur út tilnefningum. Einn fulltrúi er frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar og formaðurinn kemur frá Umhverfisstofnun. Tilnefningaraðili ber kostnað af setu fulltrúa sinna í nefndinni.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að tilnefna Val Þór Hilmarsson, umhverfisstjóra, sem fulltrúa Dalvíkurbyggðar í umsjónarnefnd með Friðlandi Svarfdæla.

Fundi slitið - kl. 16:05.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs