Málsnúmer 201704005Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá Degi Óskarssyni.
Dagur Óskarsson
Þverá í Skíðadal
21. júní 2017
Erindi til Menningarráðs og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar.
(Ó.E. að verða fært til bókar)
v. styrkveitinga úr Menningar- og viðurkenningarsjóði menningarráðs Dalvíkurbyggðar
Mig langar að koma á framfæri athugasemd við eftirfarandi bókun Menningarráðs í fundargerð 63. fundar þann 08. júní 2017, þar sem erindi mínu er svarað svohljóðandi:
„Menningarráð þakkar Degi Óskarssyni fyrir innsent erindi. Menningarráð bendir á að við úthlutun úr menningarsjóði hefur Menningarráð til hliðsjónar úthlutunarreglur Menningarsjóðs sem eru óháðar stefnuskrá sveitastjórnar. Menningarráð vill ítreka að hér er um áhugavert verkefni að ræða en að það falli ekki undir úthlutundarreglur Menningar og viðurkenningarsjóðs. Í ljósi þess sem fram kemur í innsendu erindi um stefnuskrá sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar leggur Menningarráð til að umsækjandi sæki beint um styrkveitingu til byggðarráðs.“
Samkvæmt opinberum vinnureglum menningarráðs vegna úthlutunar styrkja af framlagi til menningarmála segir orðrétt:
„5. gr. Við afgreiðslu umsókna um styrki úr sjóðnum og hverjir teljast styrkhæfir skal Menningarstefna Dalvíkurbyggðar höfð til hliðsjónar.“
Mér þykir því einkennileg þversögn í áliti nefndar að afsala menningarstefnu Dalvíkurbyggðar út í vindinn og ganga í berhögg við 5. gr. vinnureglna menningarráðs vegna úthlutunar styrkja þar sem skýrt er á það kveðið að Menningarstefna Dalvíkurbyggðar skuli höfð til hliðsjónar. Til að setja hlutina í samhengi við síðasta erindi, sem varðar ósætti mitt við mat á hæfni/vanhæfni til úthlutunar styrkja þá vísaði ég beint í Menningarstefnu Dalvíkurbyggðar, en ekki í neitt sem kalla mætti stefnuskrá sveitastjórnar (mér ber að skilja að um ræði sama skjal í huga sviðsstjóra).
Skjölin sem ég vísa til eru: „Vinnureglur menningarráðs vegna úthlutunar styrkja af framlagi til menningarmála“ og „Menningarstefna Dalvíkurbyggðar“(sem sviðsstjóri hefur bókað undir nafni „stefnuskrá sveitarstjórnar“). Bæði skjölin má nálgast í hlekkjum á heimasíðu Dalvíkurbyggðar og hvet ég nefndarmenn og sviðstjóra eindregið til að kynna sér þau vel.
Kv.
Dagur Ó
Sameiginlegur kostnaður - 3.000.000
Menningarráð - 594.935
Bókasafn - 30.528.739
Héraðsskjalasafn - 11.460.605
Hvoll Byggðasafn - 12.151.622
Húsafriðun og fornminjar - 100.001
Menningarhús - 23.138.623
Félagsheimilið Árskógi - 5.401.575
Hátíðahöld - 1.099.072
Fiskidagurinn Mikli - 10.000.000
Styrkir og framlög - 6.188.144
Heildar fjárhagsáætlun er því kr. 103.663.316,- eða kr. 4.633.875,- umfram útgefinn fjárhagsramma 2018 fyrir málaflokk 05, sem er kr. 99.029.440,- Því er farið fram á hækkun á núverandi fjárhagsramma sem þessu nemur.