Frá Skíðafélagi Dalvíkur; Ósk um fund vegna viðvarandi rekstrarvanda Skíðafélagsins

Málsnúmer 201906017

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 910. fundur - 13.06.2019

Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, bréf dagsett þann 11.júní 2019. Erindið er í þremur liðum og er óskað eftir umfjöllun um þá:

Liður A: Rekstrarvandinn í dag og lausn hans.
Liður B: Nýr samningur
Liður C: Viðhald og framkvæmdir í fólkvanginum, á skíðasvæðinu og nærumhverfi Brekkusels.

Þá eru lögð fram með erindinu fjögur fylgiskjöl með upplýsingum um stöðu mála ásamt aðsóknartölum og framlögum í samanburði við önnur skíðasvæði á landinu af sambærilegri stærð.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sem hún átti ásamt sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs með Snæþóri Arnþórssyni, Elísu Rún Ingvarsdóttur og Gerði Olofsson frá Skíðafélagi Dalvíkur.

Til umræðu ofangreint.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa þessum lið til sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa þessum lið til íþrótta- og æskulýðsráðs.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa þessum lið til umhverfis- og tæknisviðs.

Byggðaráð - 912. fundur - 11.07.2019

Á 910. fundi byggðaráðs þann 13. júní 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, bréf dagsett þann 11.júní 2019. Erindið er í þremur liðum og er óskað eftir umfjöllun um þá:

Liður A: Rekstrarvandinn í dag og lausn hans.
Liður B: Nýr samningur
Liður C: Viðhald og framkvæmdir í fólkvanginum, á skíðasvæðinu og nærumhverfi Brekkusels.

Þá eru lögð fram með erindinu fjögur fylgiskjöl með upplýsingum um stöðu mála ásamt aðsóknartölum og framlögum í samanburði við önnur skíðasvæði á landinu af sambærilegri stærð.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sem hún átti ásamt sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs með Snæþóri Arnþórssyni, Elísu Rún Ingvarsdóttur og Gerði Olofsson frá Skíðafélagi Dalvíkur.

Til umræðu ofangreint.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa þessum lið til sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa þessum lið til íþrótta- og æskulýðsráðs.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa þessum lið til umhverfis- og tæknisviðs."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi viðaukabeiðni frá sveitarstjóra fyrir hönd sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagett þann 8. júlí 2019, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 12.000.000 á lið 06800-9145 vegna rekstrarvanda Skíðafélags Dalvíkur. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Til umræðu ofangreint.


Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 18 við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 12.000.000 þannig að liður 06800-9145 verði kr. 57.346.054 í stað 45.346.054.Byggðaráð samþykkir jafnframt samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé þar sem ekki er metið svigrúm til að mæta honum með öðrum hætti.