Byggðaráð

925. fundur 21. október 2019 kl. 16:00 - 18:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Jón Ingi Sveinsson, aðalmaður, boðaði forföll.
Þórhalla Karlsdóttir, varamaður, sat fundinn í hans stað.

1.Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2020

Málsnúmer 201909038Vakta málsnúmer

Á 87. fundi veitu- og hafnaráðs þann 11. september 2019 samþykkti ráðið samhljóða með fimm atkvæðum eftirfarandi bókun. "Með hliðsjón af framkvæmdaþörf og fjárhagsstöðu Hitaveitu Dalvíkur telur veitu- og hafnaráð ekki ástæðu til breytinga á gjaldskrá."

Sveitarstjórn var búin að vísa gjaldskránni til heildarumræðu um gjaldskrár en þar sem gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur þarf tvær umræður í sveitarstjórn er ofangreint nú á dagskrá.

Málið rætt.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu veitu- og hafnaráðs og vísar gjaldskránni óbreyttri til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

2.Endurnýjun á slökkvibíl

Málsnúmer 201905117Vakta málsnúmer

Á 919.fundi byggðaráðs þann 19. september 2019 var til umfjöllunar endurnýjun á slökkvibíl sem vísað var til gerðar fjárhagsáætlunar 2020-2023 og var m.a. þetta bókað:

"Slökkviliðsstjóri fór yfir kosti og galla hinna ýmsu leiða við kaup á nýjum slökkvibíl.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela slökkviliðsstjóra að vinna áfram í málinu. Einnig samþykkir byggðaráð að fara í heimsókn á Slökkvistöð Dalvíkur og skoða búnað og aðstæður."
Byggðaráð fór í heimsókn á Slökkvistöðina í Gunnarsbraut í lok fundar.

3.Starfs- og fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023

Málsnúmer 201905027Vakta málsnúmer

Yfirferð byggðaráðs á ýmsum atriðum er varða vinnu við fjárhagsáætlun 2020 og 2021-2023:
Viðhaldsáætlun Eignasjóðs, heildarlista yfir búnaðarkaup, áætlun fyrir fjárfestingar og samantekt frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa á framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja.

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir umfjöllun um málefni Golfklúbbsins Hamars.
Lagt fram til kynningar og frekari vinnslu fram að næsta fundi.

Byggðaráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að fara yfir framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja og leggja uppfærða tillögu fyrir næsta byggðaráðsfund.

4.Aðalfundur Eyþings 15.-16. nóv. 2019

Málsnúmer 201910116Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Eyþingi dagsettur 17. október 2019, þar sem boðað er til aðalfundar Eyþings 15.- 16. nóvember nk. á Dalvík.

Sveitarstjóri upplýsti að verið er að vinna að skipulagningu á fundinum og fyrirkomulagi hans.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri