Frá slökkviliðsstjóra; Endurnýjun á slökkvibíl

Málsnúmer 201905117

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 908. fundur - 23.05.2019

Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 21. maí 2019, þar sem fram kemur að í gildandi brunavarnaráætlun fyrir Dalvíkurbyggð fyrir árin 2016-2020 er fyrirhugað að endurnýja 64-132 Ford slökkviliðsbifreið liðsins árið 2018, en bifreiðin er 27 ára. Óskað er eftir að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 verði gert ráð fyrir fjármagni til endurnýjunar á slökkvibíl, ekki liggur fyrir endanlegur kostnaður en kostnaður liggur á verðbilinu 35 -55 m.kr. án vsk.

Til umræðu ofangreint.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2020-2023.

Byggðaráð - 917. fundur - 05.09.2019

Á 908.fundi byggðaráðs þann 23.maí 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 21. maí 2019, þar sem fram kemur að í gildandi brunavarnaráætlun fyrir Dalvíkurbyggð fyrir árin 2016-2020 er fyrirhugað að endurnýja 64-132 Ford slökkviliðsbifreið liðsins árið 2018, en bifreiðin er 27 ára. Óskað er eftir að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 verði gert ráð fyrir fjármagni til endurnýjunar á slökkvibíl, ekki liggur fyrir endanlegur kostnaður en kostnaður liggur á verðbilinu 35 -55 m.kr. án vsk.
Til umræðu ofangreint.Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2020-2023."

Slökkviliðsstjóra hafa borist óformleg tilboð vegna verðkönnunar sem hann sendi út og voru þau kynnt á fundinum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá slökkviliðsstjóra á fund byggðaráðs til að fara yfir málið.

Byggðaráð - 919. fundur - 19.09.2019

Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri, kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 08:42.

Á 917.fundi byggðaráðs þann 5. september 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað vegna endurnýjunar á slökkvibíl sem vísað var til gerðar fjárhagsáætlunar 2020-2023:
"Slökkviliðsstjóra hafa borist óformleg tilboð vegna verðkönnunar sem hann sendi út og voru þau kynnt á fundinum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá slökkviliðsstjóra á fund byggðaráðs til að fara yfir málið."

Slökkviliðsstjóri fór yfir kosti og galla hinna ýmsu leiða við kaup á nýjum slökkvibíl.

Börkur og Vilhelm viku af fundi kl. 09:10.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela slökkviliðsstjóra að vinna áfram í málinu. Einnig samþykkir byggðaráð að fara í heimsókn á Slökkvistöð Dalvíkur og skoða búnað og aðstæður.

Byggðaráð - 925. fundur - 21.10.2019

Á 919.fundi byggðaráðs þann 19. september 2019 var til umfjöllunar endurnýjun á slökkvibíl sem vísað var til gerðar fjárhagsáætlunar 2020-2023 og var m.a. þetta bókað:

"Slökkviliðsstjóri fór yfir kosti og galla hinna ýmsu leiða við kaup á nýjum slökkvibíl.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela slökkviliðsstjóra að vinna áfram í málinu. Einnig samþykkir byggðaráð að fara í heimsókn á Slökkvistöð Dalvíkur og skoða búnað og aðstæður."
Byggðaráð fór í heimsókn á Slökkvistöðina í Gunnarsbraut í lok fundar.