Málsnúmer 201905117Vakta málsnúmer
Á 908.fundi byggðaráðs þann 23.maí 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 21. maí 2019, þar sem fram kemur að í gildandi brunavarnaráætlun fyrir Dalvíkurbyggð fyrir árin 2016-2020 er fyrirhugað að endurnýja 64-132 Ford slökkviliðsbifreið liðsins árið 2018, en bifreiðin er 27 ára. Óskað er eftir að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 verði gert ráð fyrir fjármagni til endurnýjunar á slökkvibíl, ekki liggur fyrir endanlegur kostnaður en kostnaður liggur á verðbilinu 35 -55 m.kr. án vsk.
Til umræðu ofangreint.Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2020-2023."
Slökkviliðsstjóra hafa borist óformleg tilboð vegna verðkönnunar sem hann sendi út og voru þau kynnt á fundinum.