Byggðaráð

917. fundur 05. september 2019 kl. 08:00 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201901070Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

2.Endurnýjun á slökkvibíl

Málsnúmer 201905117Vakta málsnúmer

Á 908.fundi byggðaráðs þann 23.maí 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 21. maí 2019, þar sem fram kemur að í gildandi brunavarnaráætlun fyrir Dalvíkurbyggð fyrir árin 2016-2020 er fyrirhugað að endurnýja 64-132 Ford slökkviliðsbifreið liðsins árið 2018, en bifreiðin er 27 ára. Óskað er eftir að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 verði gert ráð fyrir fjármagni til endurnýjunar á slökkvibíl, ekki liggur fyrir endanlegur kostnaður en kostnaður liggur á verðbilinu 35 -55 m.kr. án vsk.
Til umræðu ofangreint.Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2020-2023."

Slökkviliðsstjóra hafa borist óformleg tilboð vegna verðkönnunar sem hann sendi út og voru þau kynnt á fundinum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá slökkviliðsstjóra á fund byggðaráðs til að fara yfir málið.

3.Frá íbúum Túnahverfis - vegna fjárhagsáætlunar 2020

Málsnúmer 201909020Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá íbúum Túnahverfis með undirskriftarlista, dagsett þann 30. ágúst 2019. Þar er ítrekuð beiðni um að hafinn verði undirbúningur og vinna við frágang opna svæðisins/leiksvæðisins í hverfinu. Einnig að lokið verði við frágang og að umhirða hverfisins verði bætt. Íbúarnir árétta það sem komið hefur fram í fyrri bréfum að þeir vilja gjarnan leggja fram vinnu við standsetningu svæðisins í samstarfi við sveitarfélagið.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umhverfisráðs vegna fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2020.

4.Fjárhagsáætlun 2020; beiðni um framlag vegna fjárfestinga og framkvæmda

Málsnúmer 201909006Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, dagsett þann 1. september 2019, ósk um að fimm atriði komist á fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árin 2020-2023:
1) Geymsluhúsnæði fyrir snjótroðara.
2) Lýsing Brekkuselsvegar að fólkvanginum.
3) Viðgerð á bílastæðum í fólkvanginum.
4) Töfrateppi (færiband) fyrir byrjendur og yngstu börnin.
5) Endurnýjun á snjótroðaranum.
Fylgiskjöl með erindinu eru ítarleg greinargerð um málið með ítarlegri kostnaðar- og framkvæmdaáætlun.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa 1., 4. og 5. lið til íþrótta- og æskulýðsráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2020-2023.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa 2. og 3. lið til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2020-2023.

5.Erindi frá íbúasamtökunum á Árskógssandi 28. maí 2019

Málsnúmer 201905168Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Íbúaráði á Árskógssandi, dagsett 20. maí 2019, þar sem farið er yfir nokkur atriði sem ráðið óskar eftir að Umhverfisráð taki fyrir á fundi hjá sér.

Umhverfisráð tók erindið fyrir á 326. fundi ráðsins þann 2. september 2019 og vísaði erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2020-2023.
Lagt fram til kynningar.

6.Golfklúbburinn Hamar - Erindi vegna fjárhagsáætlunar 2020-2023

Málsnúmer 201909008Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 08:50 vegna vanhæfis.

Tekið fyrir erindi frá Golfklúbbnum Hamri, dagsett þann 28. ágúst 2019, beiðni um aukið fjárframlag á fjárhagsáætlun 2020-2023 til uppbyggingar á golfsvæðinu á Arnarholtsvelli. Einnig er kominn tími á að endurnýja véla- og tækjakost klúbbsins.
Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2020-2023.
Guðmundur St. Jónsson greiðir ekki atkvæði vegna vanhæfis.

Guðmundur St. Jónsson kom aftur inn á fundinn kl. 08:56.

7.Fjárhagsáætlun 2020; Breyting á götu í Hamarslandi

Málsnúmer 201908034Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sigurði H. Pálssyni og Svanfríði Jónsdóttur, dagsett 28. júlí 2019, þar sem þau óska eftir að Dalvíkurbyggð taki inn á fjárhagsáætlun sína fyrir árið 2020 að gera lagfæringar á götu í frístundabyggðinni í landi Hamars, nánar tiltekið fyrir framan hús þeirra á lóð B5.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2020-2023.

8.Fjárhagsáætlun 2020; vegna viðhaldsframkvæmda á Dalbæ og viðræður.

Málsnúmer 201908062Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá stjórn Dalbæjar, dagsett 26. ágúst 2019, ósk um viðræður við Dalvíkurbyggð varðandi næsta starfs- og fjárhagsár 2020.
Fyrir liggur að nauðsynlegt er að ráðast í stórar framkvæmdir við utanhússviðgerðir á Dalbæ. Verið er að vinna uppfærða verk- og kostnaðaráætlun vegna verksins og mun hún verða klár í septembermánuði.
Óskað er eftir fundi með stjórnendum frá Dalvíkurbyggð vegna þessa þegar fyrrnefnd áætlun liggur fyrir.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá stjórnendur Dalbæjar á fund ráðsins þegar verk- og kostnaðaráætlun vegna utanhússviðgerða liggur fyrir.

9.Fjárhagsáætlun 2020; Frá Dalvíkurkirkju - vegna fjárhagsáætlunar 2020

Málsnúmer 201908065Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sóknarnefnd Dalvíkursóknar, dagsett þann 28. ágúst 2019, þar sem óskað er eftir fjárstyrk á fjárhagsáætlun 2020 með niðurfellingu fasteignagjalda. Með erindinu fylgdi ársreikningur Dalvíkurkirkju vegna ársins 2018.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til menningarráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2020.

10.Fjárhagsáætlun 2020; beiðni um aukið framlag v. 20 ára afmælis

Málsnúmer 201908067Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 09:14 vegna vanhæfis.

Tekið fyrir rafbréf frá Júlíusi Júlíussyni f.h. Fiskidagsins Mikla, dagsett 29. ágúst 2019, ósk um aukið fjárframlag árið 2020 vegna 20 ára afmælis Fiskidagsins mikla en ljóst er að vegna þessara tímamóta verður aukinn kostnaður af hátíðinni.
Óskað er eftir því að fá að senda inn frekari upplýsingar eða að koma á fund byggðaráðs eftir helgina 21.-22. september sem er vinnuhelgi Fiskidagsnefndar þar sem afmælisárið/hátíðin verður mótuð.
Einnig bendir hann á að þó svo að það sé ekki á vegum Fiskidagsins mikla beint þá þarf klárlega að huga að auknu fjármagni og nýju skipulagi vegna tjaldsvæðanna 2020.
Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að fá stjórnendur Fiskidagsins Mikla á fund ráðsins, á fyrsta fund byggðaráðs eftir vinnuhelgi stjórnar Fiskidagsins, vegna samtals um 20. Fiskidaginn Mikla.
Guðmundur St. Jónsson greiðir ekki atkvæði vegna vanhæfis.
Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn aftur kl. 09:19.

11.Ósk um viðauka vegna tímabundinar ráðningar á tæknideild

Málsnúmer 201909022Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 25. júní 2019, þar sem óskað er eftir launaviðauka við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 1.214.577 við deild 9210, tæknideild, vegna skipulagsbreytinga. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé þar sem metið er að ekki sé svigrúm innan málaflokksins.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni, vegna fjárhagsáætlunar 2019, um launaviðauka við deild 9210 að upphæð kr. 1.214.577, skv. framlögðum útreikningi frá launafulltrúa, viðauki nr. 22/2019.

12.Starfs- og fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023

Málsnúmer 201905027Vakta málsnúmer

Á 916. fundi byggðaráðs þann 29. ágúst 2019 var fjallað um drög að fjárhagsramma fyrir árið 2019, forsendur með fjárhagsáætlun 2020-2023 og fleiri mál er varða vinnuna við starfs- og fjárhagsáætlun 2020-2023
a) Tillaga að fjárhagsramma 2020
b) Tillaga að forsendum með fjárhagsáætlun

Þar sem ekki hefur tekist að klára að uppreikna fjárhagsramma m.v. breytingar leggur sveitarstjóri til að fresta þessum lið um viku. Á næsta fundi byggðaráðs verði tillaga að fjárhagsrömmum lögð fram til afgreiðslu ásamt endurskoðuðum tímaramma vegna starfs- og fjárhagsáætlunar 2020-(2023).
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra.

13.Áskorun til sveitarstjórnar

Málsnúmer 201909011Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafbréf frá Kjartani Hjaltasyni, dagsett 31. ágúst 2019, þar sem hann skorar á sveitarstjórnina að hitta íbúa í Hringtúni og leita að farsælli lausn á fyrirhuguðum deiliskipulagsbreytingum.
Byggðaráð þakkar fyrir bréfið. Haldnir hafa verið tveir íbúafundir vegna deiliskipulagsbreytinganna og í framhaldi af þeim hefur verið brugðist við athugasemdum sem fram hafa komið. Á auglýsingatíma sem ekki er hafinn hafa íbúar lýðræðislega aðkomu að ferlinu skv. skipulagslögum.

14.Áskorun samtaka grænkera á Íslandi vegna hamfarahlýnunar

Málsnúmer 201909012Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Samtökum grænkera á Íslandi, dagsettur 20. ágúst 2019, áskorun til umhverfisráðherra, ríkisstjórnar og sveitarfélaga Íslands að draga úr neyslu dýraafurða í skólum, vegna áhrifa þess á losun gróðurhúsalofttegunda, og auka grænkerafæði.
Lagt fram til kynningar.

15.Umsögn um áhrif áfengis á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Málsnúmer 201908066Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá IOGT á Íslandi, dagsett 19. ágúst 2019, þar sem kynntur er bæklingur sem fjallar um áhrif áfengis á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Ljóst sé að lyfta þurfi grettistaki í forvörnum gegn neyslu áfengis og annarra fíkniefna, bæði á Íslandi og í öllum heiminum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til félagsmálaráðs.

16.Fundargerðir Menn.fél.Bergs ses

Málsnúmer 201811021Vakta málsnúmer

Tekin til kynningar fundargerð 88. fundar stjórnar Menningarfélagsins Bergs.
Lagt fram til kynningar.
Byggðaráð óskar íbúum Dalvíkurbyggðar til hamingju með 10 ára afmæli Bergs.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri