Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 09:14 vegna vanhæfis.
Tekið fyrir rafbréf frá Júlíusi Júlíussyni f.h. Fiskidagsins Mikla, dagsett 29. ágúst 2019, ósk um aukið fjárframlag árið 2020 vegna 20 ára afmælis Fiskidagsins mikla en ljóst er að vegna þessara tímamóta verður aukinn kostnaður af hátíðinni.
Óskað er eftir því að fá að senda inn frekari upplýsingar eða að koma á fund byggðaráðs eftir helgina 21.-22. september sem er vinnuhelgi Fiskidagsnefndar þar sem afmælisárið/hátíðin verður mótuð.
Einnig bendir hann á að þó svo að það sé ekki á vegum Fiskidagsins mikla beint þá þarf klárlega að huga að auknu fjármagni og nýju skipulagi vegna tjaldsvæðanna 2020.
Guðmundur St. Jónsson greiðir ekki atkvæði vegna vanhæfis.