Byggðaráð

919. fundur 19. september 2019 kl. 08:00 - 11:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Guðmundur St. Jónsson mætti á fundinn að loknum 4. lið kl. 09:13.

1.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2019

Málsnúmer 201909061Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 11. september 2019, upplýsingar um Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2019 sem haldinn verður 3. - 4. október í Reykjavík.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, Jón Ingi Sveinsson, Dagbjört Sigurpálsdóttir og sveitarstjóri sæki fundinn.

2.Upplýsingabeiðni vegna skýrslu um samkeppnisrekstur opinberra aðila

Málsnúmer 201909073Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu dagsettur 3. september 2019, beiðni um upplýsingar um tengsl sveitarfélagsins við aðila í atvinnurekstri vegna skýrslu um samkeppnisrekstur opinberra aðila. Beðið er um að upplýsingar verði sendar ráðuneytinu eigi síðar en 1. október nk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa erindinu til Atvinnumála- og kynningarráðs og upplýsingafulltrúa.

3.Deiliskipulag Fólkvangs

Málsnúmer 201402123Vakta málsnúmer

Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 08:16 og sat fundinn undir liðum 3 og 4.

Á 918. fundi byggðaráðs þann 12. september 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett 9. september 2019, samantekt vegna tilboðs í fornleifaskráningu. Samkvæmt nýjum reglum um fornminjaskráningu þarf mun ítarlegri skráningu en þá sem til er fyrir bæði deiliskipulag Fólkvangsins og eins sumarbústaðabyggðina að Hamri. Óskað er eftir því að kostnaður vegna þessarar vinnu verði færður á lykla 09230, deiliskipulag og 09240, aðalskipulag þar sem vinna við fyrrgreind skipulög strandar á fornminjaskráningunni.
Byggðaráð frestar afgreiðslu og óskar eftir því að sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs komi á næsta fund ráðsins til að fara yfir málið."

Börkur fór yfir nýjar reglur um fornminjaskráningu og nauðsyn þess að farið sé í skráningu áður en deiliskipulagsvinnu lýkur. Einnig stöðu á vinnu við deiliskipulög í sveitarfélaginu og endurskoðun aðalskipulags.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að kostnaður vegna fornleifaskráningar í Böggvisstaðafjalli fari á 09240, aðalskipulag, og komi til framkvæmda á árinu 2019. Gert sé ráð fyrir kostnaði við fornleifaskráningu í sumarbústaðabyggðinni að Hamri á næsta fjárhagsári.

4.Endurnýjun á slökkvibíl

Málsnúmer 201905117Vakta málsnúmer

Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri, kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 08:42.

Á 917.fundi byggðaráðs þann 5. september 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað vegna endurnýjunar á slökkvibíl sem vísað var til gerðar fjárhagsáætlunar 2020-2023:
"Slökkviliðsstjóra hafa borist óformleg tilboð vegna verðkönnunar sem hann sendi út og voru þau kynnt á fundinum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá slökkviliðsstjóra á fund byggðaráðs til að fara yfir málið."

Slökkviliðsstjóri fór yfir kosti og galla hinna ýmsu leiða við kaup á nýjum slökkvibíl.

Börkur og Vilhelm viku af fundi kl. 09:10.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela slökkviliðsstjóra að vinna áfram í málinu. Einnig samþykkir byggðaráð að fara í heimsókn á Slökkvistöð Dalvíkur og skoða búnað og aðstæður.
Guðmundur Stefán Jónsson mætti til fundar að loknum 4. lið kl. 09:13.

5.Starfs- og fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023

Málsnúmer 201905027Vakta málsnúmer

a) Farið yfir yfirlit launaáætlunar og stöðugildi.

Rúna Kristín Sigurðardóttir, launafulltrúi kom inn á fundinn undir 5. lið a) kl. 09:13.

Rúna fór yfir launaáætlun og stöðugildi sem liggja að baki fjárhagsrömmum til stjórnenda.

Rúna vék af fundi kl. 09:36.

b) Ákvörðun um aukafundi byggðaráðs vegna fjárhagsáætlunarvinnu.

Rætt um tímasetningar á aukafundum byggðaráðs á næstunni.
a) Byggðaráð þakkar launafulltrúa fyrir yfirferðina.

b) Byggðaráð samþykkir að aukafundir vegna vinnu við fjárhagsáætlun verði sem hér segir:
7. október kl. 16:00
8. október kl. 16:00
9. október kl. 16:00

6.Fjárhagsáætlun 2019; heildarviðauki II

Málsnúmer 201909086Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri kynnti samantekt um viðauka við fjárhagsáætlun 2019 sem samþykktir hafa verið eftir gerð heildarviðauka I.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að taka saman heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2019 svo að hann fari fyrir næsta fund sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

7.Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun vegna sérfræðiþjónustu.

Málsnúmer 201909084Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sveitarstjóra, beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2019 við deild 21, fjármála- og stjórnsýslusvið,kr. 2.610.000. Ástæðan er vegna veikinda starfsmanna, þörf á aðkeyptri sérfræðiþjónustu vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan viðauka við deild 21010, fjármála- og stjórnsýslusvið, sérfræðiþjónusta, að upphæð kr. 2.610.000, viðauki nr. 28/2019.

8.Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál

Málsnúmer 201905113Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri upplýsti um 2. fund samstarfsvettvangs sveitarfélaga fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál sem haldinn var í Kópavogi föstudaginn 13. september. Sveitarstjóri sat fundinn í streymi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að í starfs- og fjárhagsáætlun 2020 verði hafin vinna að stefnumörkun sveitarfélagsins vegna Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
Gísli Bjarnason kom inn á fundinn kl. 10:20 og sat fundinn undir liðum 9 og 10.

9.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201908044Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók

10.Beiðni um viðauka v. launa og tölvubúnaðar

Málsnúmer 201909083Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, dagsett 13. september 2019, beiðni um launaviðauka við deild 04210, Dalvíkurskóla, vegna langtímaveikinda starfsmanna að upphæð kr. 2.600.697.

Einnig beiðni um viðauka fyrir sömu deild vegna kaupa á tölvum, prentara og hugbúnaði kr. 1.250.000. Beiðninni fylgdi rökstuðningur ásamt ósk um að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Gísli Bjarnason vék af fundi kl. 10:45.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum launaviðauka við deild 04210, Dalvíkurskóla, að upphæð kr. 2.600.697 skv. ofangreindu erindi. Viðauki nr. 29/2019, viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.


Byggðaráð frestar viðaukabeiðni vegna kaupa á tölvum, prentara og hugbúnaði og óskar eftir nánari upplýsingum frá skólastjóra Dalvíkurskóla og tölvuumsjónarmanni um nýtingu tölvubúnaðarins sem fyrir er ásamt framtíðarsýn um notkun tölvutækni í skólastarfi og þróun kennsluhátta.

11.Félagsmálaráðherra kynnir tillögur til þess að styrkja húsnæðismarkað á landsbyggðinni

Málsnúmer 201907066Vakta málsnúmer

Undir þessum lið mætti á fundinn Soffía Guðmundsdóttir frá Leigufélaginu Bríeti kl. 10:46.

Á 914. fundi byggðaráðs þann 15. ágúst 2019 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði fylgdi rafpóstur frá Íbúðalánasjóði dagsettur 25. júlí 2019 þar sem kynnt eru áform félags- og barnamálaráðherra um að breyta lögum og reglugerðum í þeim tilgangi að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni og koma til móts við áskoranir sem fjölmörg sveitarfélög standa frammi fyrir í húsnæðismálum. Tillögur ráðherra eru settar fram í þremur liðum og snúa þær að stofnkostnaði íbúðabygginga, fjármögnun þeirra og leiðum til þess að efla leigumarkað með hagkvæmt leiguhúsnæði. Með fundarboði fylgdu einnig hugmyndir frá sveitarstjóra vegna svokallaðra kaldra markaðssvæða til kynningar og umræðu á fundinum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að skoða leiðir til mögulegrar uppbyggingar á svokölluðum köldum markaðssvæðum í sveitarfélaginu."

Soffía kynnti starfsemi og tilgang Leigufélagsins Bríetar. Rætt um stöðu húsnæðismála í Dalvíkurbyggð.

Soffía Guðmundsdóttir vék af fundi kl. 11:25.
Byggðaráð þakkar Soffíu fyrir góða kynningu. Byggðaráð felur sveitarstjóra og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram og koma síðar á fund ráðsins með frekari upplýsingar.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri