Fjárhagsáætlun 2019; heildarviðauki II

Málsnúmer 201909086

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 919. fundur - 19.09.2019

Sveitarstjóri kynnti samantekt um viðauka við fjárhagsáætlun 2019 sem samþykktir hafa verið eftir gerð heildarviðauka I.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að taka saman heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2019 svo að hann fari fyrir næsta fund sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

Byggðaráð - 926. fundur - 24.10.2019

Guðmundur St. Jónsson kom aftur inn á fund kl. 13:49.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2019. Helstu niðurstöður eru:

Rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um 16,6 m.kr. (var 65,7 m.kr.) en þar af er Aðalsjóður neikvæður um 58.1 m.kr (var 12,7 m.kr.).
Rekstrarniðurstaða B-hluta er jákvæð um 55,5 m.kr. (var 70 m.kr.).
Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta samtals er jákvæð um 54,8 m.kr. (var 118,6 m.kr.).
Áætlaðar fjárfestingar eru samtals um 330,9 m.kr (voru 346,9 m.kr.).

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2019 með þeim viðaukum sem gerðir hafa verið og áorðnum breytingum á fjárhagsáætluninni.

Sveitarstjórn - 317. fundur - 31.10.2019

Á 926. fundi byggðaráðs þann 24. október 2019 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2019. Helstu niðurstöður eru: Rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um 16,6 m.kr. (var 65,7 m.kr.) en þar af er Aðalsjóður neikvæður um 58.1 m.kr (var 12,7 m.kr.). Rekstrarniðurstaða B-hluta er jákvæð um 55,5 m.kr. (var 70 m.kr.). Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta samtals er jákvæð um 54,8 m.kr. (var 118,6 m.kr.). Áætlaðar fjárfestingar eru samtals um 330,9 m.kr (voru 346,9 m.kr.). Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2019 með þeim viðaukum sem gerðir hafa verið og áorðnum breytingum á fjárhagsáætluninni."

Til máls tók Guðmundur St. Jónsson.
Katrín Sigurjónsdóttir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2019.