Með fundarboði fylgdi rafpóstur frá Íbúðalánasjóði dagsettur 25. júlí 2019 þar sem kynnt eru áform félags- og barnamálaráðherra um að breyta lögum og reglugerðum í þeim tilgangi að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni og koma til móts við áskoranir sem fjölmörg sveitarfélög standa frammi fyrir í húsnæðismálum.
Tillögur ráðherra eru settar fram í þremur liðum og snúa þær að stofnkostnaði íbúðabygginga, fjármögnun þeirra og leiðum til þess að efla leigumarkað með hagkvæmt leiguhúsnæði.
Með fundarboði fylgdu einnig hugmyndir frá sveitarstjóra vegna svokallaðra kaldra markaðssvæða til kynningar og umræðu á fundinum.