Byggðaráð

914. fundur 15. ágúst 2019 kl. 13:00 - 15:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Sameining Atvinnuþróunarfélaganna á Norðurlandi eystra og Eyþings

Málsnúmer 201908010Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fundinn kl. 13:00 gestirnir Sigmundur Einar Ófeigsson, framkvæmdastjóri AFE, Valtýr Hreiðarsson, stjórnarmaður í AFE og Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltúi Dalvíkurbyggðar.

Hjá Eyþingi og Atvinnuþróunarfélögunum á Norðurlandi eystra er nú unnið að sameiningu félaganna. Rætt var um stöðu á vinnu við sameininguna en á þriðjudaginn 13. ágúst sl. voru fundir og vinnustofur með starfsfólki félaganna og fulltrúaráði Eyþings á Húsavík.

Einnig var starfsemi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar rædd og farið yfir verkefni sem eru þar í vinnslu.

Sigmundur, Valtýr og Íris fóru af fundi að loknum 1. lið kl. 14:00.
Byggðaráð þakkar AFE fyrir góðan fund og kynningu.

2.Öldugata 27; sala á eigninni

Málsnúmer 201904126Vakta málsnúmer

Tekið fyrir kauptilboð í Öldugötu 27, Árskógssandi dagsett 25. júlí 2019, að upphæð kr. 17.500.000.
Kauptilboðið var samþykkt 31. júlí 2019 með fyrirvara um samþykki byggðaráðs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum sölu á Öldugötu 27, Árskógssandi skv. ofangreindu kauptilboði.

3.Umsögn. Tækifærisleyfi Höfði

Málsnúmer 201908013Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsettur 7. ágúst 2019 þar sem óskað er umsagnar um tækifærisleyfi fyrir réttarball í Höfða þann 8. september 2019 fyrir Ungmennafélagið Atla kt. 480581-0599.

Fyrir liggja umsagnir frá slökkviliðsstjóra og byggingarfulltrúa Dalvíkurbyggðar án athugasemda.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

4.Drög að Grænbók um flugstefnu fyrir Ísland

Málsnúmer 201908012Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands dagsettur 13. ágúst 2019 þar sem vakin er athygli á að
nýlega birtist á Samráðsgátt stjórnvalda Grænbók með drögum að flugstefnu fyrir Ísland. Opnað var fyrir umsagnir 26. júlí og er opið til 16. ágúst.
Byggðaráð tekur undir bókanir bæjarráðs Akureyrar og Eyþings hvað varðar tímafrest til umsagnar og skipan í starfshópana. Byggðaráð lýsir áhyggjum sínum á framlagðri stefnu hvað varðar millilandagátt og varaflugvelli og felur sveitarstjóra að senda inn umsögn í samráðsgátt.

5.Félagsmálaráðherra kynnir tillögur til þess að styrkja húsnæðismarkað á landsbyggðinni

Málsnúmer 201907066Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi rafpóstur frá Íbúðalánasjóði dagsettur 25. júlí 2019 þar sem kynnt eru áform félags- og barnamálaráðherra um að breyta lögum og reglugerðum í þeim tilgangi að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni og koma til móts við áskoranir sem fjölmörg sveitarfélög standa frammi fyrir í húsnæðismálum.

Tillögur ráðherra eru settar fram í þremur liðum og snúa þær að stofnkostnaði íbúðabygginga, fjármögnun þeirra og leiðum til þess að efla leigumarkað með hagkvæmt leiguhúsnæði.

Með fundarboði fylgdu einnig hugmyndir frá sveitarstjóra vegna svokallaðra kaldra markaðssvæða til kynningar og umræðu á fundinum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að skoða leiðir til mögulegrar uppbyggingar á svokölluðum köldum markaðssvæðum í sveitarfélaginu.

6.Málstofa um innleiðingu sveitarfélaga á heimsmarkmiðum SÞ

Málsnúmer 201908014Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi dags. 13. ágúst 2010 en félagið mun standa fyrir málstofu um innleiðingu sveitarfélaga á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna á LÝSU, rokkhátíð samtalsins. Málstofan er laugardaginn 7. september kl. 13:30 í Menningarhúsinu Hofi og eru sveitarstjórnir hvattar til að mæta og taka þátt í umræðum.
Byggðaráð hvetur kjörna fulltrúa í Dalvíkurbyggð til að sækja málstofuna.

7.Beiðni um lausn frá störfum sem fulltrúi á Haustfund AFE

Málsnúmer 201907068Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Valdemari Þór Viðarssyni, rafbréf dagsett þann 25. júlí 2019, beiðni um lausn frá störfum sem fulltrúi Dalvíkurbyggðar á Haustfundi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita Valdemari Þór Viðarssyni lausn frá störfum sem fulltrúi Dalvíkurbyggðar á Haustfundi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.

8.Kosningar í nefndir og ráð skv. Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201907069Vakta málsnúmer


a) Kosning aðalmanns á Haustfund Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.

Tillaga um að Sigríður Jódís Gunnarsdóttir verði aðalmaður Dalvíkurbyggðar á Haustfundi AFE í stað Valdemars Þórs Viðarssonar.

Ekki komu fram fleiri tillögur og er því Sigríður Jódís Gunnarsdóttir rétt kjörin aðalmaður á Haustfund AFE.

b) Kosning tveggja varamanna í fulltrúaráð Eyþings.

Tillaga um að Kristján Hjartarson og Lilja Guðnadóttir verði varamenn Dalvíkurbyggðar í fulltrúaráði Eyþings.

Ekki komu fram fleiri tillögur og eru því Kristján Hjartarson og Lilja Guðnadóttir rétt kjörin sem varamenn í fulltrúaráð Eyþings.

9.Fundargerðir Eyþings 2019

Málsnúmer 201901060Vakta málsnúmer

Til kynningar fundargerðir stjórnar Eyþings frá 320. fundi þann 20. maí 2019, 321. fundi þann 12. júní 2019, 322. fundi þann 25. júní 2019 og 323. fundi þann 13. ágúst 2019.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundagerðir stjórnar Ráðhúss Dalvíkur 2019

Málsnúmer 201907062Vakta málsnúmer

Til kynningar fundargerð frá 1. fundi stjórnar Ráðhúss Dalvíkur frá 9. júlí 2019.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri