Drög að Grænbók um flugstefnu fyrir Ísland

Málsnúmer 201908012

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 914. fundur - 15.08.2019

Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands dagsettur 13. ágúst 2019 þar sem vakin er athygli á að
nýlega birtist á Samráðsgátt stjórnvalda Grænbók með drögum að flugstefnu fyrir Ísland. Opnað var fyrir umsagnir 26. júlí og er opið til 16. ágúst.
Byggðaráð tekur undir bókanir bæjarráðs Akureyrar og Eyþings hvað varðar tímafrest til umsagnar og skipan í starfshópana. Byggðaráð lýsir áhyggjum sínum á framlagðri stefnu hvað varðar millilandagátt og varaflugvelli og felur sveitarstjóra að senda inn umsögn í samráðsgátt.

Atvinnumála- og kynningarráð - 46. fundur - 04.09.2019

Athugasemdir Markaðsstofu Norðurlands við Grænbók um flugstefnu fyrir Ísland, lagðar fram til kynningar
Atvinnumála- og kynningarráð tekur undir umsögn byggðaráðs vegna Grænbókar um flugstefnu.