Byggðaráð

923. fundur 09. október 2019 kl. 16:00 - 18:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Jón Ingi Sveinsson formaður boðaði forföll.
Þórhalla Karlsdóttir varamaður sat fundinn í hans stað.

1.Starfs- og fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023

Málsnúmer 201905027Vakta málsnúmer

Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kom á fundinn kl. 16:00 og sat fundinn undir liðum 1 og 2.

Frá umhverfis- og tæknisviði vegna fjárhagsáætlunarvinnu.

Börkur kynnti fjárhagsáætlunarvinnu sviðsins og tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og tæknisviðs vegna ársins 2020. Einnig fór hann yfir vinnubækur sviðsins.

Til umræðu ofangreint.

Lagt fram til kynningar.

2.Ósk um viðræður um yfirtöku á götulýsingakerfi.

Málsnúmer 201904092Vakta málsnúmer

Á 904.fundi byggðaráðs þann 23. apríl 2019 var tekið fyrir erindi frá Rarik dags. 10.apríl 2019, þar sem óskað er eftir viðræðum við Dalvíkurbyggð um að sveitarfélagið yfirtaki götulýsingarkerfið í sveitarfélaginu. Þetta var bókað:

"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að skoða málið og senda m.a. fyrirspurn á Samband íslenskra sveitarfélaga með vísan í erindi frá Rarik."

Börkur greindi frá gangi mála frá þessum fundi.

Börkur vék af fundi kl. 17:40.

Tl umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ganga til viðræðna við Rarik um yfirtöku á götulýsingarkerfi sveitarfélagsins.

3.Samstarfstækifæri í Póllandi í gegnum EES uppbyggingarsjóðinn.

Málsnúmer 201910023Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsettur 20. september 2019 þar sem fram kemur að samkvæmt stefnumörkun kjörtímabilsins á sambandið að vinna að því að sveitarfélög geti nýtt sér samstarfstækifæri í gegnum EES-uppbyggingarsjóðinn.

Pólland er eitt áhugaverðasta samstarfslandið. Bæði vegna þess að það er stærsta styrkþegalandið og vegna þess að í íslenskum sveitarfélögum búa margir íbúar af pólskum uppruna. Hvatt er til þess að sveitarfélög kynni sér samstarfsmöguleika og tækifæri í gegnum sjóðinn.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til atvinnumála- og kynningarráðs.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri