Frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar; Hausturfundur 18.09.2019

Málsnúmer 201907053

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 913. fundur - 25.07.2019

Tekinn fyrir rafpóstur frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, dagsettur þann 15. júlí 2019, þar sem fram kemur haustfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 18. september milli klukkan 9 og 12. Haustfundinum er ætlað að vera samráðsettvangur aðildarsveitarfélaganna vegna sameiginlegra hagsmunamála. Dagskrá fundarins er í mótun og því möguleiki að koma með tillögur að umræðuefni.

Dalvíkurbyggð á þrjá fulltrúa á haustfundinn og óskað er eftir að tilkynnt verði fyrir 5. september n.k. hverjir það verða.



Fulltrúar Dalvíkurbyggðar voru kosnir í upphafi kjörtímabilsins og eru:
Aðalmenn:
Valdemar Þór Viðarsson
Guðmundur St. Jónsson
Jón Ingi Sveinsson.

Varamenn:
Þórunn Andrésdóttir
Dagbjört Sigurpálsdóttir.
Þórhalla Karlsdóttir.