Málsnúmer 201709105Vakta málsnúmer
Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Guðröður Ágústsson og Freydís Dana Sigurðardóttir, eigendur að Árskógi lóð 1, Pétur Einarsson f.h. eiganda að Árskógi lóð 1, og Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs sem staðgengill sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00.
Forsvarsmenn Íbúasamtakana á Hauganesi voru einnig boðaðir en enginn hafði tök á að mæta á fundinn.
Á 841. fundi byggðaráðs þann 19.10.2017 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdu umsagnir frá eftirtöldum:
Hlyni Sigursveinssyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs fyrir hönd Árskógarskóla, dagsett þann 15. október 2017.
Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, dagsett þann 16. október 2017.
Íbúasamtökunum á Hauganesi, dagsett þann 15. október 2017.
Íþróttafélaginu Reyni, ódagsett en móttekin þann 13.10.2017.
Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins, dagsett þann 11. október 2017.
Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kynnti erindi frá Pétri Einarssyni, lögfræðingi, dagsett þann 16. október 2017, þar sem kynnt er ný tillaga að lausn fyrir hönd eiganda að Árskógi lóð 1 og umbjóðenda hans, eins og fram kemur í bréfinu. Börkur vék af fundi kl. 14:38.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að boða forsvarsmenn íbúasamtakanna á Hauganesi og eigendur að Árskógi lóð 1 á fund byggðaráðs til að ræða ofangreint."
Til umræðu ofangreint.
Guðröður, Freydís Dana og Pétur viku af fundi kl. 13:52.
Þorsteinn vék af fundi kl. 14:05.