1) Á 889. fundi byggðaráðs þann 29.11.2018 voru eftirtaldar tillögur að gjaldskrám til umfjöllunar og afgreiðslu og byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi gjaldskrár og vísaði þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar:
a) Vatnsveitu Dalvíkur b) Útleigu verbúða c) Hafnasjóð d) Fráveitu Dalvíkurbyggðar e) Búfjárhald og lausaganga búfjár f) Slökkvilið Dalvíkur g) Sorphirðu h) Byggingarfulltrúa i) Upprekstur á búfé j) Leigulönd k) Refaveiðar l) Kattahald m) Fjallskil o) Hundahald
2) Á 890. fundi byggðaráðs þann 06.12.2018 voru eftirtaldar tillögur að gjaldskrám til umfjöllunar og afgreiðslu og byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi gjaldskrár og vísaði þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar:
a) Árskógur félagsheimili. b) Bóka- og héraðsskjalasafn. c) Byggðasafnið Hvoll. d) Dalvíkurskóli. e) Frístund. f) Skólamatur. g) Mjólkuráskrift. h) Leikskólar. i) Tónlistarskólinn á Tröllaskaga. j) Íþróttamiðstöð. k) Félagsmiðstöðin Týr. l) Reglur um útleigu á Íþróttamiðstöð fyrir aðra starfsemi en íþróttaviðburði ásamt gjaldskrá. m) Heimilsþjónustu. n) Lengd viðvera. o) Dagmæður, leiðbeinandi gjaldskrá.
3) Á 891. fundi byggðaráðs þann 13.12.2018 var eftirtalin tillaga að gjaldskrá til umfjöllunar og afgreiðslu og samþykkir byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá og vísaði henni til afgreiðslu sveitarstjórnar:
a) Gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkur, leiðrétting á orðalagi í 1. gr. og verði svo hljóðandi:
"Vatnsgjald "Hafi vatnsveita verið tengd við mannvirki á fasteign ber að greiða af henni árlegt vatnsgjald til Vatnsveitu Dalvíkur og skal það vera eftirfarandi."
4) Á 313. fundi umhverfisráðs þann 14.12.2018 var gjaldskrá Slökkviliðs Dalvíkur samþykkt með 5 atkvæðum.
Til máls tóku:
Guðmundur St. Jónsson, sem leggur fram eftirfarandi breytingu á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar er varðar 5.fl.: Aflagjald.
Fellt út: Heimilt er að semja sérstaklega við stórnotendur.
Inn komi í staðinn: Þeir viðskiptavinir Hafnasjóðs Dalvíkur sem landa meira en 15.000 tonnum á ári greiða 1,27% aflagjald af ferskum fiski. Miðað er við heildarafla ársins á undan.
Katrín Sigurjónsdóttir.
Jón Ingi Sveinsson.
Fleiri tóku ekki til máls.
Samþykkt með fimm atkvæðum.