Gjaldskrár Dalvíkurbyggðar 2019

Málsnúmer 201808068

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 309. fundur - 03.09.2018

Til kynningar og umræðu tillaga að gjaldskrám umhverfisráðs fyrir 2019
Umhverfisráð samþykkir framlagða gjaldskrá byggingarfulltrúa og leggur til að gjaldskrá sorphirðu verði tekin til gagngerðrar endurskoðunar fyrir fund ráðsins í nóvember. Sviðsstjóra falið að gera tillögu að þeim breytingum sem lagðar eru til.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 102. fundur - 04.09.2018

.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir gjaldskrá fyrir íþróttamiðstöð og Víkurröst og verður tekið mið af henni við vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2019.

Landbúnaðarráð - 121. fundur - 04.09.2018

Til kynningar og afgreiðslu gjaldskrár landbúnaðarráðs fyrir 2019.
Landbúnaðarráð gerir ekki athugasemdir við framlagðar gjaldskrár.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

Menningarráð - 69. fundur - 19.09.2018

Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarráðs lagði fram gjaldskrár fyrir málaflokk 05 árið 2019.

Menningarráð samþykkir gjaldskrár fyrir málaflokk 05 með þremur atkvæðum í samræmi við umræður á fundinum og ábendingar frá forstöðumanni Bóka- og héraðsskjalasafns. Tekið verður mið af gjaldskránum í vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir fjárhagsárið 2019.

Byggðaráð - 882. fundur - 04.10.2018

Til umræðu fyrirliggjandi tillögur fagráða að gjaldskrám 2019.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 883. fundur - 17.10.2018

Frestað til næsta fundar.

Byggðaráð - 884. fundur - 18.10.2018

Á 882. fundi byggðaráðs þann 4. október s.l. voru til umfjöllunar og skoðunar tillögur fagráða að gjaldskrám 2019. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt yfir allar gjaldskrár sem hlotið hafa umfjöllun. Samantektin sýnir tillögur að breytingum á milli áranna 2018 og 2019.

Til umræðu ofangreint.


Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ofangreindar gjaldskrár verði leiðréttar í samræmi við útgefnar forsendur með fjárhagsáætlun 2019 og að þær verði þá teknar aftur til umfjöllunar og afgreiðslu byggðaráðs.

Byggðaráð - 885. fundur - 25.10.2018

Á 884. fundi byggðaráðs þann 18. október 2018 var eftirfarandi bókað:
"Á 882. fundi byggðaráðs þann 4. október s.l. voru til umfjöllunar og skoðunar tillögur fagráða að gjaldskrám 2019. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt yfir allar gjaldskrár sem hlotið hafa umfjöllun. Samantektin sýnir tillögur að breytingum á milli áranna 2018 og 2019.

Til umræðu ofangreint.


Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ofangreindar gjaldskrár verði leiðréttar í samræmi við útgefnar forsendur með fjárhagsáætlun 2019 og að þær verði þá teknar aftur til umfjöllunar og afgreiðslu byggðaráðs."

Sveitarstjóri kynnti uppfærða samantekt á gjaldskrám í samræmi með leiðréttingum miðað við útgefnar forsendur með fjárhagsáætlun 2019.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fyrirliggjandi gjaldskrár verði uppfærðar eftir því sem við á miðað við uppfærða útreikninga í ofangreindri samantekt yfir gjaldskrár.
Gjaldskrár 2019 komi síðan í heild sinni í endanlegri tillögu fyrir byggðaráð áður en þær fara til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Umhverfisráð - 312. fundur - 07.11.2018

Til umræðu og afgreiðslu tillaga umhverfisráðs að gjaldskrá sorphirðu 2019.
Umhverfisráð leggur til 3,32% hækkun samkvæmt byggingarvísitölu á sorphirðugjaldi ásamt breytingum á móttöku úrgangs á endurvinnslustöðinni við Sandskeið.
Gjaldskrá sorphirðu 2019 með áorðnum breytingum samþykkt.
Ráðið felur sviðsstjóra að leggja fram kynningargögn ásamt tillögum að klippikortum fyrir næsta fund ráðsins.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

Byggðaráð - 888. fundur - 29.11.2018

Á 885. fundi byggðaráðs þann 25. október 2018 var eftirfarandi bókað:
"Á 884. fundi byggðaráðs þann 18. október 2018 var eftirfarandi bókað: "Á 882. fundi byggðaráðs þann 4. október s.l. voru til umfjöllunar og skoðunar tillögur fagráða að gjaldskrám 2019. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt yfir allar gjaldskrár sem hlotið hafa umfjöllun. Samantektin sýnir tillögur að breytingum á milli áranna 2018 og 2019."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fyrirliggjandi gjaldskrár verði uppfærðar eftir því sem við á miðað við uppfærða útreikninga í ofangreindri samantekt yfir gjaldskrár.
Gjaldskrár 2019 komi síðan í heild sinni í endanlegri tillögu fyrir byggðaráð áður en þær fara til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."

Með fundarboði fylgdu uppfærðar gjaldskrár 2019 fyrir:
a) Vatnsveitu Dalvíkur
b) Útleigu verbúða
c) Hafnasjóð
d) Fráveitu Dalvíkurbyggðar
e) Búfjárhald og lausaganga búfjár
f) Slökkvilið Dalvíkur
g) Sorphirðu
h) Byggingarfulltrúa
i) Upprekstur á búfé
j) Leigulönd
k) Refaveiðar
l) Kattahald
m) Fjallskil
o) Hundahald

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar gjaldskrár eins og þær liggja fyrir og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Byggðaráð - 889. fundur - 06.12.2018

Á 888. fundi byggðaráðs þann 29.11.2018 voru gjaldskrár veitu- og hafnasviðs og umhverfis- og tæknisviðs teknar fyrir til umfjöllunar og afgreiðslu.



Með fundarboði byggðaráðs fylgdu tillögur að gjaldskrám frá fræðslu- og menningarsviði og félagsmálasviði:

a) Árskógur félagsheimili.

b) Bóka- og héraðsskjalasafn.

c) Byggðasafnið Hvoll.

d) Dalvíkurskóli.

e) Frístund.

f) Skólamatur.

g) Mjólkuráskrift.

h) Leikskólar.

i) Tónlistarskólinn á Tröllaskaga.

j) Íþróttamiðstöð.

k) Félagsmiðstöðin Týr.

l) Reglur um útleigu á Íþróttamiðstöð fyrir aðra starfsemi en íþróttaviðburði ásamt gjaldskrá.

m) Heimilsþjónustu.

n) Lengd viðvera.

o) Dagmæður, leiðbeinandi gjaldskrá.



Til umræðu ofangreint.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögur að gjaldskrám a) - o) eins og þær liggja fyrir og vísar þeim til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Byggðaráð - 890. fundur - 13.12.2018

Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 13:18.

Á 889. fundi byggðaráðs þann 6. desember 2018 voru gjaldskrár vegna 2019 til umfjöllunar og afgreiðslu.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi leiðrétt gjaldskrá vegna Vatnsveitu Dalvíkur 2019 vegna orðalags í 1. gr., þannig að það ákvæði verði áfram eins og gildir nú árið 2018.

Fyrsta málsgrein í 1. gr. verði þá svohljóðandi:
Vatnsgjald
"Hafi vatnsveita verið tengd við mannvirki á fasteign ber að greiða af henni árlegt vatnsgjald til Vatnsveitu Dalvíkur og skal það vera eftirfarandi:"

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda breytingartillögu á gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkur 2019 og vísar henni til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

Umhverfisráð - 313. fundur - 14.12.2018

Til kynninga og umræðu klippikort og kynningargögn vegna breytinga á móttöku á sorpi á móttökustöðinni við Sandskeið.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við að kynningargögn verði send út með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.
Lögð er áhersla á að ásamt dreifibréfi verði auglýst í staðarblaði, samfélagsmiðlum og heimasíðu.

Umhverfisráð - 313. fundur - 14.12.2018

Til kynningar og umræðu gjaldskrá slökkviliðs Dalvíkur 2019
Ráðið gerir ekki athugasemdir við framlagða gjaldskrá slökkviliðs Dalvíkur.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 308. fundur - 18.12.2018

1) Á 889. fundi byggðaráðs þann 29.11.2018 voru eftirtaldar tillögur að gjaldskrám til umfjöllunar og afgreiðslu og byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi gjaldskrár og vísaði þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar:

a) Vatnsveitu Dalvíkur b) Útleigu verbúða c) Hafnasjóð d) Fráveitu Dalvíkurbyggðar e) Búfjárhald og lausaganga búfjár f) Slökkvilið Dalvíkur g) Sorphirðu h) Byggingarfulltrúa i) Upprekstur á búfé j) Leigulönd k) Refaveiðar l) Kattahald m) Fjallskil o) Hundahald

2) Á 890. fundi byggðaráðs þann 06.12.2018 voru eftirtaldar tillögur að gjaldskrám til umfjöllunar og afgreiðslu og byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi gjaldskrár og vísaði þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar:

a) Árskógur félagsheimili. b) Bóka- og héraðsskjalasafn. c) Byggðasafnið Hvoll. d) Dalvíkurskóli. e) Frístund. f) Skólamatur. g) Mjólkuráskrift. h) Leikskólar. i) Tónlistarskólinn á Tröllaskaga. j) Íþróttamiðstöð. k) Félagsmiðstöðin Týr. l) Reglur um útleigu á Íþróttamiðstöð fyrir aðra starfsemi en íþróttaviðburði ásamt gjaldskrá. m) Heimilsþjónustu. n) Lengd viðvera. o) Dagmæður, leiðbeinandi gjaldskrá.

3) Á 891. fundi byggðaráðs þann 13.12.2018 var eftirtalin tillaga að gjaldskrá til umfjöllunar og afgreiðslu og samþykkir byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá og vísaði henni til afgreiðslu sveitarstjórnar:

a) Gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkur, leiðrétting á orðalagi í 1. gr. og verði svo hljóðandi:
"Vatnsgjald "Hafi vatnsveita verið tengd við mannvirki á fasteign ber að greiða af henni árlegt vatnsgjald til Vatnsveitu Dalvíkur og skal það vera eftirfarandi."

4) Á 313. fundi umhverfisráðs þann 14.12.2018 var gjaldskrá Slökkviliðs Dalvíkur samþykkt með 5 atkvæðum.

Til máls tóku:
Guðmundur St. Jónsson, sem leggur fram eftirfarandi breytingu á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar er varðar 5.fl.: Aflagjald.
Fellt út: Heimilt er að semja sérstaklega við stórnotendur.
Inn komi í staðinn: Þeir viðskiptavinir Hafnasjóðs Dalvíkur sem landa meira en 15.000 tonnum á ári greiða 1,27% aflagjald af ferskum fiski. Miðað er við heildarafla ársins á undan.

Katrín Sigurjónsdóttir.
Jón Ingi Sveinsson.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindar tillögur að gjaldskrám Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2019 eins og þær liggja fyrir með breytingartillögu Guðmundur St. Jónssonar hvað varðar gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar.