Málsnúmer 201902086Vakta málsnúmer
Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 08:30.
Á 13. fundi skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga, dagsettur þann 8. febrúar 2019, var eftirfarandi bókað:
"1. 1901100 - Endurskoðun samnings um samrekstur Tónlistarskólans á Tröllaskaga
Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi endurskoðun á samstarfssamningi Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar með áorðnum breytingum. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar falið að ljúka við samningsdrögin og leggja fyrir byggðarráð Dalvíkurbyggðar og bæjarráð Fjallabyggðar. "
Með fundarboði fylgdi ofangreind samningsdrög með breytingum frá fundi skólanefndar sem deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála Fjallabyggðar og sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar hafa unnið að.
Til umræðu ofangreint.