Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 7. febrúar 2019, er varðar leiðbeiningar um viðmið tekna og eigna þegar kemur að reglum sveitarfélaga um úthlutanir á félagslegu leiguhúsnæði. Fram kemur að tillit til tekju- og eigna eru meðal þeirra aðstæðna sem meta skal. Hverju sveitarfélagi er í sjálfsvald sett að velja það fyrirkomulag á viðmiðum um tekjum og eignum sem best svarar aðstæðum á hverju svæði fyrir sig, m.a. hvað varðar framboð og eftirspurn félagslegs leiguhúsnæðis. Að hálfu Sambandsins er lögð áhersla á tekju- og eignamörk í reglugerðum nr.1042/2013 og nr. 555/2016 fela í sér hámark þeirra tekna og eigna sem mega koma fram í umsókn.