Málsnúmer 201708036Vakta málsnúmer
Á 864. fundi byggðaráðs þann 18. apríl 2018 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið sat Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, fundinn. Á 863. fundi byggðaráðs þann 11. apríl 2018 var m.a. eftirfarandi bókað: "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að leggja fyrir byggðaráð sem fyrst drög að samkomulagi við húseigendur að Hafnabraut 16 og 18 þar sem gert er ráð fyrir að sveitarfélagið komi að lausn málsins með framlagi allt að kr. 2.000.000 og að málinu sé þá lokið til framtíðar hvað varðar aðkomu sveitarfélagsins. " Sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerði grein fyrir framvindu málsins á milli funda. Til umræðu ofangreint. Kristján Guðmundsson vék af fundi kl. 14:44 til annarra starfa. Börkur Þór vék af fundi kl. 15:00 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að fá skriflegt svar frá eigendum að Hafnarbraut 16 og 18 hvort þeir fallist á ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs frá 11. apríl 2018. "
Með fundarboði fylgdi drög að samkomulagi við Herbert Hjálmarsson, kt. 120744-2919, eiganda að Hafnarbraut 16 á Dalvík, og Hólmfríði A. Gísladóttur, kt. 101164-3739, eiganda að Hafnarbraut 18 á Dalvík um aðkomu Dalvíkurbyggðar að endurbótum á stoðvegg við Hafnarbraut 16 og 18. Dalvíkurbyggð greiðir allt að kr. 2.000.000 en aðkoma sveitarfélagsins er til að fegra aðkomu bæjarins og ásýnd auk þess að tryggja öryggi vegfaranda um Hafnarbraut á Dalvík.
Til umræðu ofangreint og farið yfir athugasemdir við drögin.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2018, viðauki nr. 11/2018, að upphæð kr. 1.700.000 við deild 31220 og lykil 4610 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að leita samninga við rekstraraðila Húsabakka, Bakkabjörg ehf., tímabundið eða lengst til og með 31.12.2018 um rekstur og umsjón með félagsheimilinu Rimum og tjaldsvæði. Samningsdrögin komi fyrir byggðaráð til umfjöllunar og afgreiðslu.
Reksturinn á félagsheimilunu Rimum og tjaldsvæði verði boðinn út í haust með góðum fyrirvara.