Á 863. fundi byggðaráðs þann 11. apríl 2018 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:00.
Til umfjöllunar tillaga frá vinnuhópi vegna gervigrasvallar um að samið verði við AVH og VSÓ vegna hönnunar og gerð útboðsganga vegna gervigrasvallar á Dalvík. Kostnaður alls kr. 9.632.400 án vsk.
Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila að gengið verði til samninga við AVH og VSÓ um hönnun og gerð útboðsgagna vegna gervigrasvallar á Dalvík samkvæmt fyrirliggjandi tilboði,vísað á deild 32200 á fjárhagsáætlun 2018."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi um uppbyggingu íþróttasvæðis á Dalvík á milli Dalvíkurbyggðar og Ungmennafélags Svarfdæla.