Málsnúmer 201708036Vakta málsnúmer
Á 860. fundi byggðaráðs þann 15. mars 2018 var erindi frá Herberti Hjálmarssyni, Guðrúnu F. Skarphéðinsdóttur, Hólmfríði A. Gísladóttur og Júlíusi Baldurssyni, dagsett þann 4. ágúst 2017, til umfjöllunar. Í erindinu var óskað eftir því að við gerð fjárhagsáætlunar 2018 verði áætlað fjármagn til að endurnýja og/eða viðhalda stoðvegg sem er á lóðamörkum við Hafnarbraut.
Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að afla frekari upplýsinga í samræmi við það sem rætt var á fundinum.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs á kostnaði vegna stoðveggja við Hafnarbraut 16 og 18. Samtals kostnaður er kr. 2.003.992 samkvæmt viðmiðum frá Fjallabyggð. Í þessum útreikningum er ekki gert ráð fyrir kostnaði við niðurrif og förgun núverandi veggja en gera má ráð fyrir 20% til viðbótar ofangreindum kostnaði vegna þess.
Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kom inn á fundinn í gegnum síma kl. 14:18 og fór af fundi kl. 14:21.
Til umræðu ofangreint.