Málsnúmer 201705060Vakta málsnúmer
Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:47.
Á 859. fundi byggðaráðs þann 8. mars 2018 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 14:59. Á 858. fundi byggðaráðs þann 1. mars 2018 voru samþykkt drög að auglýsingu þar sem óskað verði eftir tilboði í leigu og rekstur á félagsheimilinu Rimar á grundvelli þess að fyrirliggjandi var samþykki Stórvals hf. um að leigusamningi milli Dalvíkurbyggðar og Stórvals hf. yrði sagt upp. Hlynur gerði grein fyrir framvindu málsins á milli funda. Hlynur vék af fundi kl. 15:15.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma með tillögu að lausn í samræmi við umræður á fundinum. "
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 17. apríl 2018, er varðar kostnað Stórvals ehf. vegna uppsetningar á rafmagnsstaurum og þráðlausu neti á tjaldsvæði á Rimum í tengslum við lok á leigusamningi um Rima á milli Stórvals ehf. og Dalvíkurbyggðar með gildistíma 2017-2027.
Til umræðu ofangreint.
Hlynur vék af fundi kl. 14:04.