Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri, kl. 14:05.
Á 304. fundi umhverfisráðs þann 12. apríl 2018 var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu endurnýjun á reykköfunarbúnaði slökkviliðs Dalvíkur. Undir þessum lið kom á fundinn Vilhelm Anton Hallgrímsson slökkvilisstjóri
Vilhelm anton vék af fundi kl. 08:50 Umhverfisráð leggur til við byggðarráð að farið verði strax í kaup á umbeðnum búnaði samkvæmt innsendu erindi slökkviliðsstjóra dags. 19. mars 2018. Samþykkt með fimm atkvæðum."
Til umræðu ofangreint.
Vilhelm Anton vék af fundi kl. 14:20
Umhverfisráð leggur til við byggðarráð að farið verði strax í kaup á umbeðnum búnaði samkvæmt innsendu erindi slökkviliðsstjóra dags. 19. mars 2018.
Samþykkt með fimm atkvæðum.