Málsnúmer 201803034Vakta málsnúmer
Undir þessum lið koma inn á fundinn kl. 09:30 Haukur Jónsson frá Vegagerðinni
Með innsendu erindi dags. 2. mars 2018 óskar Vegargerðin eftir framkvæmdarleyfi vegna efnistöku í Dælishólum, Skíðadal.
Á 303. fundi umhverfisráð var erindinu frestað og eftirfarandi bókað
"Umhverfisráð frestar afgreiðslu á umbeðnu framkvæmdarleyfi og felur sviðsstjóra að óska eftir fundi með fulltrúa Vegagerðarinnar.
Ráðið óskar eftir upplýsingum um innihald námunnar, þar sem gerðar eru ákveðnar kröfur til malarslitlagsefnis, því eiga að liggja fyrir rannsóknir á kornadreifingu og fínefnainnihaldi námunnar.
Sveitarfélagið er tilbúið að skoða aðra möguleika á efnistöku.
Samþykkt með fjórum atkvæðum
Karl Ingi Atlason leggur fram eftirfarandi bókun:
Ég hafna malartöku í Dælishólunum. Til fjölda ára hefur efnið úr Dælishólunum verið notað sem ofaníburður í vegi í Svarfaðardal og Skíðadal við litla hrifningu íbúa þar. Reynslan er sú að þegar þetta moldar- og leirkennda efni blotnar verða umræddir vegakaflar hættulegir vegfarendum. Moldin veðst upp og bílar taka að rása til í drullunni. Einnig hefur það sýnt sig að það efni sem hefur verið sett í vegina snemmsumars er að mestu horfið að hausti. Ég tel því að nú sé mál að linni og skora á Vegagerðina að loka námunni í Dælishólunum. "
Umhverfisráð leggur áherslu á að farið verði í þær úrbætur, sem hægt er að fara í, sem fyrst.