Umhverfisráð

304. fundur 12. apríl 2018 kl. 08:15 - 11:20 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
  • Friðrik Vilhelmsson varaformaður
  • Marinó Þorsteinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Úttektir slökkviliða 2017, Dalvík

Málsnúmer 201803048Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund umhverfisráðs Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri, kl. 08:15.

Tekið fyrir erindi frá Mannvirkjastofnun, dagsett þann 9. mars 2018, er varðar úttekt Mannvirkjastofnunar á Slökkviliði Dalvíkur sem fór fram 27. desember 2017.

Vilhelm Anton fór yfir úttekt MVS og gerði grein fyrir þeim atriðum sem bent er á.
Umhverfisráð leggur áherslu á að farið verði í þær úrbætur, sem hægt er að fara í, sem fyrst.

2.Endurnýjun á reykköfunarbúnaði slökkviliðs Dalvíkur

Málsnúmer 201804031Vakta málsnúmer

Til umræðu endurnýjun á reykköfunarbúnaði slökkviliðs Dalvíkur.
Undir þessum lið kom á fundinn Vilhelm Anton Hallgrímsson slökkvilisstjóri
Vilhelm anton vék af fundi kl. 08:50

Umhverfisráð leggur til við byggðarráð að farið verði strax í kaup á umbeðnum búnaði samkvæmt innsendu erindi slökkviliðsstjóra dags. 19. mars 2018.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

3.Fundargerðir HNE 2018

Málsnúmer 201803074Vakta málsnúmer

Til kynningar og umræðu fundargerðir HNE frá 8. des., 5. feb. og 14. mars s.l.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við innsendar fundargerðir.

4.Umferðaröryggisáætlun Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201501114Vakta málsnúmer

Til umræðu og afgreiðslu umferðaröryggisáætlun Dalvíkurbyggðar 2018-2022 ásamt umsögnum.
Umhverfisráð leggur til að Umferðaöryggisáætlun Dalvíkurbyggðar 2018-2022 verði samþykkt.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

5.Umsókn um stækkun lóðar 2154578001

Málsnúmer 201804021Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 5. apríl 2018 óskar Ævar Bóas Ævarsson og Soffía Höskuldsdóttir fyrir hönd Ævars og Bóasar ehf eftir stækkun á lóð fyrirtækisins að Ytra-Holti samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umbeðna stækkun á lóð og felur sviðsstjóra að ganga frá nýjum lóðarleigusamningi.

Samþykkt með fimm atkvæðum

6.Fyrirspurn um húsgrunn við Tréverk

Málsnúmer 201804006Vakta málsnúmer

Á 862 fundi byggðarráðs þann 5. apríl 2018 var eftirfarandi erindi vísað til umfjöllunar umhverfisráðs.

"Tekið fyrir erindi frá Níels Kristni Benjamínssyni og Ívari Breka Benjamínssyni, rafpóstur dagsettur þann 30. mars 2018, þar sem fram kemur fyrirspurn um hvort hægt sé að fá keyptan grunninn sem stendur við Tréverk og eru í eigu Dalvíkurbyggðar. Grunnurinn var keyptur af Björgunarsveitinni á Dalvík árið 2009.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar í umhverfisráði vegna skipulagsmála á svæðinu. Byggðaráð tekur jákvætt í að sveitarfélagið selji frá sér grunninn en þá að undangenginni auglýsingu."
Umhverfisráð óskar frekari upplýsinga um áætlanir fyrirspyrjenda fyrir næsta fund ráðsins.

En samkvæmt greinargerð með Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2008-2020 kemur eftirfandi fram.
" Stefnt er að því að á reitnum verði byggð hús sem taki mið af stærð, formi og hlutföllum gömlu húsanna á svæðinu. Svæðið kemur einnig til greina fyrir aðflutt, gömul hús."
Ekki hefur verið unnið deiliskipulag á svæðinu.

Samþykkt með fimm atkvæðum.



7.Dælishólar, umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 201803034Vakta málsnúmer

Undir þessum lið koma inn á fundinn kl. 09:30 Haukur Jónsson frá Vegagerðinni

Með innsendu erindi dags. 2. mars 2018 óskar Vegargerðin eftir framkvæmdarleyfi vegna efnistöku í Dælishólum, Skíðadal.

Á 303. fundi umhverfisráð var erindinu frestað og eftirfarandi bókað

"Umhverfisráð frestar afgreiðslu á umbeðnu framkvæmdarleyfi og felur sviðsstjóra að óska eftir fundi með fulltrúa Vegagerðarinnar.
Ráðið óskar eftir upplýsingum um innihald námunnar, þar sem gerðar eru ákveðnar kröfur til malarslitlagsefnis, því eiga að liggja fyrir rannsóknir á kornadreifingu og fínefnainnihaldi námunnar.
Sveitarfélagið er tilbúið að skoða aðra möguleika á efnistöku.

Samþykkt með fjórum atkvæðum

Karl Ingi Atlason leggur fram eftirfarandi bókun:

Ég hafna malartöku í Dælishólunum. Til fjölda ára hefur efnið úr Dælishólunum verið notað sem ofaníburður í vegi í Svarfaðardal og Skíðadal við litla hrifningu íbúa þar. Reynslan er sú að þegar þetta moldar- og leirkennda efni blotnar verða umræddir vegakaflar hættulegir vegfarendum. Moldin veðst upp og bílar taka að rása til í drullunni. Einnig hefur það sýnt sig að það efni sem hefur verið sett í vegina snemmsumars er að mestu horfið að hausti. Ég tel því að nú sé mál að linni og skora á Vegagerðina að loka námunni í Dælishólunum. "
Guðrún Anna Ókarsdóttir vék af fundi kl. 10:37
Haukur Jónsson vék af fundi kl. 10:50

Umhverfisráð samþykkir að veita umbeðið framkvæmdaleyfi og felur sviðsstjóra að upplýsa umsækjanda um óskir ráðsins um breytingar á efnisinnihaldi malarslitlagsins samkvæmt umræðum á fundinum.

Samþykkt með þremur atkvæðum.
Karl Ingi Atlason greiðir atkvæði á móti.

8.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201804030Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi óskar Ólafur Tage Bjarnason fyrir hönd Ævars Bóassonar eftir byggingarleyfi á lóðinni við Hringtún 40, Dalvík samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi.

Samþykkt með fjórum atkvæðum.

9.Umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga við Karsbraut 24, Dalvík

Málsnúmer 201804032Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dag. 9. apríl 2018 óskar Kristján E Hjartarsson eftir byggingarleyfi fyrir hönd eiganda vegna breytinga við Karlsbraut 24 0201, Dalvík.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi með fyrirvara um jákvæðar udirtektir nágranna úr grenndarkynningu.
Ráðið leggur til að umsóknin verði grenndarkynnt eftirfarandi nágrönnum.

Karlsbraut 19,21 og 22.

Samþykkt með fjórum atkvæðum.

10.Umsókn um lóð - Hringtún 24

Málsnúmer 201803087Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 20. mars 2018 óska þau Júlíus Garðar Júlíusson og Gréta Arngrímsdóttir eftir lóðinni við Hringtún 24.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknin og felur sviðsstjóra að gera lóðarleigusamning við umsækjanda.

Samþykkt með fjórum atkvæðum.

11.Umsókn um lóð - Skógarhólar 12

Málsnúmer 201803095Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 23.mars 2018 óskar Björn Már Björnsson eftir lóðinni Skógarhólar 12, Dalvík.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknin og felur sviðsstjóra að gera nýjan lóðarleigusamning við umsækjanda.

Samþykkt með fjórum atkvæðum.

12.Umsókn um lóð við Karlsbraut 3

Málsnúmer 201804004Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 3. apríl 2018 óskar Þórður Steinar Lárusson eftir lóðinni við Karlsbraut 3, Dalvík.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknin og felur sviðsstjóra að gera nýjan lóðarleigusamning við umsækjanda.

Samþykkt með fjórum atkvæðum.

13.Innsent erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur dags. 9.apríl 2018.

Málsnúmer 201804038Vakta málsnúmer

Til umræðu innsent erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur frá 9. apríl 2018.
Ráðið fresta afgreiðslu og óskar eftir fulltrúa frá skíðafélaginu á næsta fund ráðsins.
Ráðið felur þó sviðsstjóra að afgreiðs lið 2 samkvæmt umræðum á fundinum.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 11:20.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
  • Friðrik Vilhelmsson varaformaður
  • Marinó Þorsteinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs