Byggðaráð

869. fundur 22. júní 2018 kl. 08:15 - 12:27 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Jón Ingi Sveinsson boðaði forföll og varamaður hans Þórhalla Karlsdóttir mætti í hans stað.
Varaformaður stjórnaði fundi.

1.Skilti vegna Víkurrastar

Málsnúmer 201504045Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, og Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 09:15.

Á 868. fundi byggðaráðs þann 25. maí s.l. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, kl. 9:00. Börkur Þór sat fundinn áfram. Á 858. fundi byggðaráðs þann 1. mars 2018 var eftirfarandi bókað: "c) Byggðaráð óskar eftir að sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og upplýsingafulltrúi komi með tillögu að merkingum á Víkurröst í samráði við leigjendur í húsinu. " Með fundarboði byggðaráðs fylgdi hugmynd að skilti fyrir Víkurröst ásamt verði. Til umræðu ofangreint. Börkur vék af fundi kl. 09:30.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og upplýsingafulltrúa að vinna áfram að málinu og fá endanlegar tillögur að skiltum ásamt verðum. "

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi ný tillaga að skilti.

Til umræðu ofangreint.

Margrét vék af fundi kl. 09:39.
Byggðaráð felur upplýsingafulltrúa og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að vinna áfram að málinu og koma með endanlegar tillögur fyrir byggðaráð ásamt kostnaðaráætlun.

2.Ráðning sveitarstjóra; gerð ráðningarsamnings

Málsnúmer 201806008Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vék af fundi Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, kl. 12:14.
Þórhalla kom inn á fundinn að nýju kl. 12:14.

Á 304. fundi sveitarstjórnar þann 11. júní 2018 var eftirfarandi bókað:
"Til máls tók: Katrín Sigurjónsdóttir sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og 7 lið hér á eftir og vék af fundi kl. 10:19. Forseti leggur fram eftirfarandi tillögu: "Sveitarstjórn samþykkir að ráða Katrínu Sigurjónsdóttur, kt. 070268-2999, til heimils að Sunnubraut 2, 620. Dalvík, sem sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar kjörtímabilið 2018-2022. Byggðarráði er falið að ganga frá starfssamningi við sveitarstjóra." Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu um ráðningu sveitarstjóra, Katrín Sigurjónsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis. "
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela formanni byggðaráðs og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna drög að starfssamningi við sveitarstjóra.

3.Frá sviðstjóra félagsmálasviðs, beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun

Málsnúmer 201804126Vakta málsnúmer

Þórhalla Karlsdóttir vék af fundi undir þessum lið kl. 12.11 vegna vanhæfis.

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra félagsmálasviðs, dagsett þann 12. júní 2018, þar sem óskað er eftir viðauka á liðinn 02300-4970 að upphæð kr. 1.700.000 vegna vistunar og stuðnings.
Liðurinn er í gildandi fjárhagsáætlun kr. 1.063.224 og yrði þá kr. 2.763.224.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 16 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. 1.700.000 við deild 02300 á lykil 4970 og að honum sem mætt með lækkun á handbæru fé, Þórhalla Karlsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

4.Frá Pétri Einarssyni; Boð um þjónustu sem bæjarlögmaður

Málsnúmer 201806037Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Pétri Einarssyni, dagsett þann 6. júní 2018, þar sem bréfritari býður fram þjónustu sína sem bæjarlögmaður sveitarfélagsins.

Til umræðu ofangreint.
Í gildi er samningur á milli PACTA lögmannsstofu og Dalvíkurbyggar um þjónustu lögmanna.

5.Samningur við Gísla, Eirík og Helga ehf. um Ungó

Málsnúmer 201709004Vakta málsnúmer

Á 853. fundi byggðaráðs þann 25. janúar 2018 var m.a. eftirfarandi bókað;

"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að gera samkomulag við Gísla, Eirík og Helga ehf. þar sem leiguverðið á mánuði verði kr. 30.000 fyrir utan rafmagn og hita. Byggðaráð undirstrikar að um tilraun er að ræða árið 2018. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að forsenda samnings við Gísla, Eirík og Helga ehf. er að fyrir liggi skriflegt samkomulag á milli Leikfélags Dalvíkur og Gísla, Eiríks og Helga ehf. um möguleg afnot af búnaði og eignum leikfélagsins. Drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Gísla, Eiríks og Helga ehf. komi síðan fyrir byggðaráð til umfjöllunar og afgreiðslu."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi undirritaður samningur á milli Dalvíkurbyggðar og Gísla, Eiríks og Helga ehf. um afnot, umráð og útleigu á menningarhúsinu Ungó. Samningstíminn er frá 17. maí 2018 og til og með 30. september 2018, dagsettur þann 18. febrúar 2018.
Lagt fram til kynningar.

6.Frá leikhópnum Lottu; Leiksýningin Gosi

Málsnúmer 201805095Vakta málsnúmer

Á 306. fundi umhverfisráðs þann 8. júní 2018 var eftirfarandi bókað:
"Með innsendu erindi dags. 24.maí 2018 óskar leikhópurinn Lotta eftir leyfi til sýningarhalds þann 10. ágúst 2018 og eins er sótt um styrk samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi, en vísar styrkumsókn til byggðarráðs. Samþykkt með fimm atkvæðum."

Í erindinu er sótt um styrk vegna póstdreifingar og ferðakostnaðar að upphæð kr. 23.000 og að sýningin verði kynnt á heimasíðum sveitarfélagsins og á miðlum sem sveitarfélagið sér sér fært að auglýsa sýninguna í.

Til umræðu ofangreint.


Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna beiðni leihhópsins Lottu um styrk en vísar til upplýsingafulltrúa þeim hluta er varðar kynningarmál.

7.Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis á Íslandi

Málsnúmer 201805094Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis á Íslandi, bréf dagsett í maí 2018, þar sem afmælisnefndin fer þess á leit við sveitarfélög í landinu að taka virkan þátt í afmælisárinu, að þau hvetji grunn- og leikskóla til að líta til afmælisársins í störfum sínum og nýta sér fræðsluefni sem er á vefsíðu afmælisnefndar. Jafnframt er hvatt til að í sem flestum sveitarfélögum verði 1. desember haldinn hátíðlegur þar sem áhersla verði lögð á ungt fólk og framtíðina.
Lagt fram til kynningar.

8.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Ný kjarasamningur við Félag grunnskólakennara

Málsnúmer 201806079Vakta málsnúmer

a) Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 18. júní 2018, er varðar kynningu á nýjum kjarasamningi við Félag grunnskólakennara. Gildistíminn er frá 1. desember 2017 og til 30. júní 2019.
b) Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 14. júní 2018, er varðar val grunnskólakennara á menntunarkafla í nýjum kjarasamningi. Valið ræður því hvort laun eru greidd til einstaklings samkvæmt launatöflu 1 eða 2 frá 1. ágúst n.k. Sérstök athygli er vakin á því að hvert sveitarfélag þarf að taka ákvörðun og aðlaga leiðbeiningaskjalið að hluta eftir því hvaða framkvæmd það ætlar að heimila þegar kemur að því að skila / móttaka þau gögn sem um ræðir þ.e. tilkynninguna sjálfa og menntunargögn.

Til umræðu ofangreint.

Lagt fram til kynningar.

9.Frá Þjóðskrá;Fasteignamat 2019 eftir sveitarfélögum

Málsnúmer 201806082Vakta málsnúmer

Tekið fyrir af heimasíðu Þjóðaskrá upplýsingar um fasteignamat eftir sveitarfélögum fyrir árið 2019, sjá https://skra.is/fyrirtaeki/fasteignir/fasteignamat/

Hækkun að meðaltali á fasteignamati í Dalvíkurbyggð er 12,3% og á landmati 10,7%

Til umræðu ofangreint.






Lagt fram til kynningar.

10.Fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022

Málsnúmer 201806016Vakta málsnúmer

a) Tímarammi

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að tímaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022.
Á tímabilinu 21.06.2018 - 13.09.2018 er gert ráð fyrir að byggðaráð fjalli um "Umræður og tillögur að verkefnum, framkvæmdum, áherslum og stefnu. Umræður um verklag, áherslur, markmið og tímaramma. Byggðaráð tekur formlega ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og setur fram stefnu"

b) Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi gildandi samþykkt Dalvíkurbyggðar um fjárhagsáætlunarferli sveitarfélagsins.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að tímaramma eins og hann liggur fyrir.
b) Lagt fram til kynningar.

11.Frá Íslenskri orkumiðlun ehf.; Fyrirspurn um raforkukaup

Málsnúmer 201806056Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Íslenskri orkumiðlun ehf., dagsett þann 4. júní 2018, móttekið þann 14. júní 2018, þar sem óskað er eftir upplýsingum og gögnum frá sveitarfélaginu, m.a. með vísan til upplýsingalaga nr. 140/2012, í tengslum við raforkukaup sveitarfélagsins.

a) Hefur Dalvíkurbyggð boðið út raforkukaup sveitarfélagsins og/eða hyggur sveitarfélagið á útboð raforkukaupa félagsins á grundelli laga nr. 120/2016 ?
b) Hefur Dalvíkurbyggð stefnu í útboðum / innkaupum á raforku (verðstefna / almenn stefna)?
c) Hver voru heildarinnkaup sveitarfélagsins á raforku árið 2017 og fyrstu 3 mánuði ársins 2018 (flokkað eftir af hverjum var keypt, hversu mikið magn á og hvaða verði)?

Óskað er eftir afstöðu Dalvíkurbyggðar og svörum við framangreindu sem fyrst, sem og þeim upplýsingum sem óskað er eftir, og eigi síðar en 14 dögum eftir móttöku þessarar beiðni.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að afla frekari upplýsinga um málið.

12.Frá Prima lögmönnum ehf.; Vegna umsóknar um lóðarstækkun

Málsnúmer 201711054Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fundi Árni Pálsson, lögmaður sveitarfélagsins frá PACTA, kl. 09:47, og Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, sat fundinn áfram.

Á 304. fundi sveitarstjórnar þann 11. júní s.l. var samþykkt sú tillaga að vísa afgreiðslu landbúnaðarráðs frá 118. fundi þann 14. maí 2018 til umfjöllunar byggðaráðs.
Afgreiðsla landbúnaðarráðs var eftirfarandi:
"Á 117. fundi landbúnaðarráðs var eftirfarandi bókað: "Landbúnaðarráð felur sviðsstjóra að ræða við umsækjendur samkvæmt umræðum á fundinum og gera uppkast að nýjum leigusamningi. Ráðið leggur til að haldinn verði aukafundur eftir hádegi mánudaginn 14. maí vegna málsins."
Í samræmi við bókun ráðsins frá 114. fundi þann 16. nóvember 2017 þar sem fram kemur að landið henti illa til beitar leggur ráðið til við sveitarstjórn að ekki verði veitt leyfi fyrir stærra landi umhverfis byggingarlóðina en nauðsynlegt getur talist, að hámarki 2 ha. Landbúnaðarráð hefur kynnt sér það land sem laust er til beitar við Hauganes og leggur til að umsækjendum verði boðið allt að 12 ha lands norðan Hauganess samkvæmt fylgiskjali. Ráðið leggur einnig til að þeir samningar sem gerðir verði um beitar- og slægjulönd séu í samræmi við það samningsform sem sveitarfélagið hefur unnið eftir síðastliðin ár. Samþykkt með þremur atkvæðum. "

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá PRIMA lögmönnum, dagsettur þann 16. mái 2018, þar sem fram kemur að umbjóðendur PRIMA, eigendur að Árskógi lóð 1, eru ekki alveg sátt við ofangreinda tillögu og lausn landbúnaðarráðs frá fundinum 14. maí s.l. Lagt er til eftirfarandi lausn:

a) Eigendum að Árskógi lóð 1 verði úthlutað 2 hektarar í kringum lóð hússins, norðan við Hauganesveg sbr. samkomulag.
b) Eigendum að Árskógi lóð 1 verði úthlutað það land sem landbúnaðarráð er að bjóða núna, þá til 5 ára með framlengingarmöguleika. Það verði beitiland þeirra á meðan unnið er upp land norðan við Hauganesveg.
c) Eigendum að Árskógi lóð 1 verði úthlutað það land sem fram kemur í bréfi Péturs Einarssonar (ca. 15-20 hektara norðan við Hauganesveg) en sett verði inn í samninginn skilyrði að vinna upp landið og að þau megi ekki beita það fyrr en það sé hæft til beitar.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundum sínum með eigendum að Árskógi lóð 1 annars vegar og fulltrúum íbúasamtakanna á Hauganesi hins vegar.

Til umræðu ofangreint.


Árni vék af fundi kl. 10:26

Börkur vék af fundi kl. 10:54.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ræða við eigendur að Árskógi lóð 1 um framhald málsins.

13.Frá Jafnréttisstofu; Skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum

Málsnúmer 201806002Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Jafnréttisstofu, rafpóstur dagsettur þann 1. júní 2018, er varðar skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum, sbr. meðfylgjandi bréf dagsett þann 29. maí 2018. Samkvæmt lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla eiga ákvæði laganna í 12. gr., skipun jafnréttisnefnda og gerð jafnréttisáætlana, og í 15. gr., skipan í nefndir, ráð og stjórnir, sérstaklega við um sveitarfélögin.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til félagsmálaráðs og felur félagsmálasviði og félagsmálaráði endurskoðun á jafnréttisáætlunum sveitarfélagsins ásamt því að fylgja því eftir að sveitarfélagið uppfylli ákvæði jafnréttislaganna.

14.Frá 304. fundi sveitarstjórnar þann 11.06.2018; Launalaust leyfi_Erla Hrönn Sigurðardóttir

Málsnúmer 201805033Vakta málsnúmer

Á 304. fundi sveitarstjórnar þann 11. júní s.l. var samþykkt sú tillaga að vísa ofangreindu máli til byggðaráðs.

Á 226. fundi fræðsluráðs þann 23. maí 2018 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram beiðni frá Erlu Hrönn Sigurðardóttur, leikskólakennara, um launalaust leyfi frá störfum í Krílakoti í eitt ár frá og með 15. ágúst 2018.
Fræðsluráð samþykkir með 3 atkvæðum að veita leyfið. Valdemar Viðarsson og Auður Helgadóttir sátu hjá."

Reglur Dalvíkurbyggðar um launalaus leyfi starfsmanna er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins, sjá https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Annad/Mannaudsstefna/141125.launalaust.leyfi.pdf

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindri umsókn um launlaust leyfi á þeim forsendum að umsóknin uppfyllir ekki reglur Dalvíkurbyggðar um veitingu launalausra leyfa.

15.Frá Soroptimistaklúbbi Tröllaskaga; Ungar stúlkur til sjálfseflingar - beiðni um styrk

Málsnúmer 201806018Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Soroptimistaklúbbi Tröllaskaga, dagsett þann 30. maí 2018, þar sem fram kemur að klúbburinn hefur áhuga á að styrkja ungar stúlkur til sjálfseflingar og leitað er eftir fjárhagsstuðningi til að halda sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir 12 - 13 ára stúlkur á Tröllaskaga haustið 2018. Áætlaður kostnaður við námskeiðshaldið er kr. 500.000 og er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi. Byggðaráð leggur áherslu á að ef sveitarfélagið veitir styrki til námskeiða af þessum toga þá sé það óháð kyni.

16.Frá skólanefnd Tónlistsarskólans á Tröllaskaga; Samningur Dalvíkur- og Fjallabyggðar um stofnun TÁT - viðauki

Málsnúmer 201806069Vakta málsnúmer

Á 10. fundi skólanefndar TÁT þann 5. júní 2018 var eftirfarandi bókað:
"1805108 - Kostnaðarskipting launa við TÁT
Í samningi um Tónlistarskólann á Tröllaskaga, milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar, dagsettur 25. ágúst 2016 er kveðið á um að kostnaðarskipting launa skuli miðast við íbúafjölda sveitarfélaganna 1. janúar ár hvert og fjölda kennslustunda skólans í hvoru sveitarfélagi fyrir sig. Í ljós hefur komið að nauðsynlegt er að endurskoða skiptaprósentu tvisvar á ári í stað einu sinni, þ.e. í febrúar og september, vegna breytileika í kennslustundafjölda milli anna innan skólaársins. Skólanefnd leggur til við bæjarráð Fjallabyggðar og byggðarráð Dalvíkurbyggðar að gerður verði viðauki við samninginn þar sem nánar er kveðið á um áðurgreinda þætti. "

Tekinn fyrir rafpóstur frá sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsettur þann 18. júní 2018, þar sem óskað er eftir umfjöllun og staðfestingu á tillögu að viðauka við gildandi samning á milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um rekstur Tónlistarskólans á Tröllaskaga og varðar kostnaðarskiptingu launa við TÁT. Samkvæmt viðaukanum er gert ráð fyrir að kostnaðarhlutfallið verði uppreiknað tvisvar á ári og er viðbótin við 14. gr. svohljóðandi:
"Kostnaðarskipting aðildasveitarfélaga skal reiknuð tvisvar á ári sem hér segir:
Í febrúar ár hvert þar sem miðað er við kennslustundafjölda hvors sveitarfélags á vorönn ásamt íbúatölur Hagstofu Íslands 1. Janúar sama ár.
Í september ár hvert þar sem miðað er við kennslustundafjölda hvors sveitarfélags á haustönn ásamt íbúatölur Hagstofu Íslands 1. janúar sama ár. "

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að viðauka við samning um rekstur Tónlistarskólans á Tröllaskaga.

17.Frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar bs.; Aðalfundur AFE tillaga

Málsnúmer 201806059Vakta málsnúmer

Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar bs. fór fram 21. júní s.l. eða í gær en fundinn sátu fyrir hönd Dalvíkurbyggðar Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, og Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, forseti sveitarstjórnar, sem gerðu grein fyrir fundinum. Á fundinum var til umfjöllunar tillaga um að fela stjórn AFE að leita eftir því við Eyþing og aðildarsveitarfélögin að Eyþing og AFE taki upp viðræður um samrekstur til að annast þau verkefni og skuldbindingar sem þessir aðilar hafa.

Upplýst var á fundinum að ofangreind tillaga var samþykkt í gær á aðalfundinum.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

18.Frá KPMG; Varðar afskráningu á Rætur bs.

Málsnúmer 201806058Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá KPMG, dagsett þann 13. júní 2018, til eignaraðila Róta bs. og varðar skiptalok félagsins og afskráningu þess. Skiptastjórn hefur lokið störfum og hafa allar eignir byggðasamlagsins verið innheimtar og allar skuldir greiddar. Í lok maí s.l. fór fram uppgjör við eignaraðila og félagsþjónustusvæðið. Til að leggja Rætur bs. formlega niður þurfa allar sveitarstjórnir á svæðinu að undirrita og samþykkja að félagið verði lagt niður.

Til umræðu ofangreint.
Sveitarfélagið Dalvíkurbyggð samþykkti á fundi með öðrum eignaraðilum í Rótum bs. þann 27. janúar 2017 að slíta félaginu. Sama dag var skipuð skiptastjórn í Rótum bs. Skiptastjórn hefur nú lokið störfum og úthlutun hennar á eignum Róta bs. liggur fyrir.

Byggðaráð Dalvíkurbyggðar, með fullnaðarumboð frá sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar vegna sumarleyfis, samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum úthlutun skiptastjórnar og samþykkir að starfsemi Róta bs. verði hætt og að félagið verði lagt niður og afmáð úr firmaskrá. Byggðaráð samþykkir jafnframt samhljóða með 3 atkvæðum að fela hér með KPMG ehf. að annast samskipti við firmaskrá við afskráningu félagsins.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ganga frá undirritun á samþykkt byggðaráðs og senda til KPMG.

19.Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga; Reglugerð um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Málsnúmer 201805089Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett þann 18. maí 2018, þar sem upplýst er að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur undirritað nýja reglugerð um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Í reglugerðinni er kveðið á um skilyrði þess að veittir séu styrkir til sveitarfélaga úr sjóðnum. Fasteignasjóðurinn hefur það hlutverk að jafna aðstöðu sveitarfélaga við uppbyggingu eða breytingar á fasteignum sem nýttar eru í þjónustu við fatlað fólk með miklar og/eða sértækar stuðningsþarfir.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

20.Frá Eyþingi; Kosning fulltrúa til aðalfunda Eyþings

Málsnúmer 201806050Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Eyþingi, dagsett þann 12. júní 2018, er varðar kosningu fulltrúa á aðalfund Eyþings. Í IV. kafla í lögum Eyþings er fjallað um kosningu aðal- og varafulltrúa til aðalfundar. Fram kemur að aðalfundurinn verður haldinn dagana 21. og 22. september n.k. í Mývatnssveit. Vakin er einnig athygli á grein 5.2. í lögum Eyþings um skipun 20 manna fulltrúaráðs. Ekki er ástæða til að kjósa í fulltrúaráðið fyrr en að loknum aðalfundi og fyrir liggur hverjir skipa stjórn Eyþings en aðalmenn í stjórn eru sjálfkjörnir í fulltrúaráðið.

Á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar þann 11. júní s.l. voru aðalmenn og varamenn á aðalfund Eyþings kosnir og eru þeir eftirtaldir:
Eyþing, aðalfundur
Aðalmenn:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson (D) kt. 130375-5619
Katrín Sigurjónsdóttir (B) kt. 070268-2999
Lilja Guðnadóttir (B) kt. 200668-3759
Kristján Eldjárn Hjartarson (J) kt. 100956-3309

Varamenn:
Valdemar Þór Viðarsson (D) kt. 011172-4079
Þórhalla Franklín Karlsdóttir (B) kt. 300675-3369
Felix Rafn Felixson (B) kt. 060478-4499
Guðmundur St Jónsson (J) kt 230571-6009
Lagt fram til kynningar.

21.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Kosning fulltrúa á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2018-2022

Málsnúmer 201806029Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 4. júní 2018, þar sem fram kemur að samkvæmt 5. gr. samþykkta Sambands íslenskra sveitarfélaga kjósa sveitarstjórnir aðildarsveitarfélaganna fulltrúa á landsþing Sambandsins að afloknum almennum sveitarstjórnarkosningum og gildir sú kosning fyrir kjörtímabil sveitarstjórnar. Dalvíkurbyggð kýs 2 fulltrúa í samræmi við íbúafjölda og jafn marga til vara. Kjörgengir eru nýkjörnir aðalmenn í sveitarstjórn og varamenn þeirra jafnmargir að tölu. Áríðandi er að kjörbréf með nöfnum aðalfulltrúa og varafulltrúa ásamt upplýsingum um stöðuheiti innan sveitarstjórnar og netföngum verði sent skrifstofu Sambandsins sem fyrst að kosningu lokinni, í síðasta lagi 1. ágúst 2018.

Á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar þann 11. júní s.l. voru aðalmenn og varamenn kosnir á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem hér segir:
Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Aðalmaður:
Þórhalla Franklín Karlsdóttir (B) kt. 300675-3369
Kristján Eldjárn Hjartarson (J) kt 100956-3309
Varamenn:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson (D) kt. 130375-5619
Dagbjört Sigurpálsdóttir (J) kt 050478-3279
Lagt fram til kynningar.

22.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Könnun á launum kjörinna fulltrúa og framkvæmdastjóra sveitarfélaga

Málsnúmer 201806085Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi könnun á kjörum sveitarstjórnarmanna og framkvæmdastjóra sveitarfélaga 2018 sem er að finna á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga http://www.samband.is/frettir/fjarmal/kaup-og-kjor-sveitarstjornarmanna
Markmið útgáfunnar er að afla upplýsinga um kaup og kjör, sveitarstjórnum til aðstoðar við ákvörðun á kjörum sveitarstjórnarmanna, framkvæmdastjóra og nefndarfólks á vegum sveitarfélaganna.

Til umræðu ofangreint.

Lagt fram til kynningar.

23.Siðareglur kjörinna fulltrúa - endurskoðun í upphafi kjörtímabils

Málsnúmer 201806084Vakta málsnúmer

Gildandi siðareglur fyrir kjörna fulltrúa er að finna á eftirfarandi slóð á heimasíðu sveitarfélagsins.

https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Reglugerdir/sidareglur-kjorinna-fulltrua-i-dalvikurbyggdar-stadfesting-raduneytis-.pdf

29. gr. sveitarstjórnarlaga fjallar um siðareglur og góðir starfshættir en þar segir:
"Sveitarstjórn skal setja sér siðareglur sem sendar skulu ráðuneytinu til staðfestingar. Ef siðareglur eru í gildi skal ný sveitarstjórn meta hvort ástæða sé til endurskoðunar þeirra. Ef niðurstaðan er sú að siðareglur þarfnist ekki endurskoðunar halda þær gildi sínu. Tilkynna skal ráðuneytinu um þá niðurstöðu.
Siðareglur sveitarstjórnar skulu birtar opinberlega á vefsíðu sveitarfélagsins eða á sambærilegan hátt.
Öllum kjörnum fulltrúum í sveitarstjórn og nefndum og ráðum sem sveitarstjórn skipar ber að haga störfum sínum í samræmi við settar siðareglur.
Samband íslenskra sveitarfélaga skipar nefnd sem veitt getur álit um siðareglur og um ætluð brot á þeim. Ráðuneytið getur borið tillögur sveitarstjórna um siðareglur undir nefndina áður en það tekur þær til staðfestingar. "

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:27.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs