Frá Jafnréttisstofu; Skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum

Málsnúmer 201806002

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 869. fundur - 22.06.2018

Tekið fyrir erindi frá Jafnréttisstofu, rafpóstur dagsettur þann 1. júní 2018, er varðar skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum, sbr. meðfylgjandi bréf dagsett þann 29. maí 2018. Samkvæmt lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla eiga ákvæði laganna í 12. gr., skipun jafnréttisnefnda og gerð jafnréttisáætlana, og í 15. gr., skipan í nefndir, ráð og stjórnir, sérstaklega við um sveitarfélögin.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til félagsmálaráðs og felur félagsmálasviði og félagsmálaráði endurskoðun á jafnréttisáætlunum sveitarfélagsins ásamt því að fylgja því eftir að sveitarfélagið uppfylli ákvæði jafnréttislaganna.

Félagsmálaráð - 219. fundur - 26.06.2018

Erindi barst dags. 1. júní 2018 frá Jafnréttisstofu.Þar vill Jafnréttisstofa minna sveitarstjórnir á ákvæði laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sem lúta að skyldum sveitarfélaganna. Eftirfarandi ákvæði eiga sérstaklega við sveitarfélögin:
- 12. gr. laganna sem kveður á um að skipa skuli jafnréttisnefndir sem fjalla um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla innan sveitarfélagsins. Skulu nefndirnar hafa umsjón með gerð jafnréttisáætlana til fjögurra ára í senn sem leggja skal fram til samþykktar hjá sveitarstjórn.
-15. gr laganna kveður á um að þess skuli gætt við skipan í nefndir og stjórnir að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða.
Félagsmálaráð fór yfir kynjahlutföll í nýskipuðum nefndum sveitarfélagsins. Kynjahlutföll eru í samræmi við 15.gr jafnréttislaga. En vakin er athygli á að í umhverfisráði sitja fjórar konur og einn karlmaður og í byggðarráði einungis karlmenn.
Félagsmálaráð felur starfsmönnum félagsmálasviðs að leggja fram drög að jafnréttisáætlun til næstu fjögurra ára á næsta fundi ráðsins.