Málsnúmer 201806002Vakta málsnúmer
Erindi barst dags. 1. júní 2018 frá Jafnréttisstofu.Þar vill Jafnréttisstofa minna sveitarstjórnir á ákvæði laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sem lúta að skyldum sveitarfélaganna. Eftirfarandi ákvæði eiga sérstaklega við sveitarfélögin:
- 12. gr. laganna sem kveður á um að skipa skuli jafnréttisnefndir sem fjalla um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla innan sveitarfélagsins. Skulu nefndirnar hafa umsjón með gerð jafnréttisáætlana til fjögurra ára í senn sem leggja skal fram til samþykktar hjá sveitarstjórn.
-15. gr laganna kveður á um að þess skuli gætt við skipan í nefndir og stjórnir að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða.
Kristín Heiða Garðarsdóttir boðaði forföll og Marinó Þorsteinsson boðaði ekki forföll og mætti ekki til fundar.