Á 306. fundi sveitarstjórnar þann 30. október 2018 var tillaga að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022 tekin til fyrri umræðu. Sveitarstjórn samþykkti samhljóða með 7 atkvæðum að vísa áætluninni til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn.
Á fundum byggðaráðs á milli umræðna voru gerðar breytingar á fjárhagsáætlunarfrumvarpinu hvað varðar nýja verðbólguspá og fjárfestingar Eignasjóðs. Einnig voru gerðar breytingar á launaáætlun safna í málaflokki 05 vegna breytinga í starfsmannahaldi safnanna.
Til máls tók;
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu breytingum á milli umræðna og helstu niðurstöðum.
2019:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B-hluta kr. 118.621.000 jákvætt
Rekstrarniðurstaða Aðalsjóð kr. - 12.662.000 neikvæð.
Rekstrarniðurstaða Eignasjóðs kr. 78.387.000 jákvæð.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta, kr. 328.150.000 og kr. 16.251.000 vegna framlags til Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hes.
Áætluð lántaka kr. 135.000.000.
Veltufé frá rekstri kr. 359.371.000
Veltufjárhlutfall 1,10.
2020:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B-hluta kr. 141.752.000 jákvætt
Rekstrarniðurstaða Aðalsjóð kr. - 19.173.000 neikvæð.
Rekstrarniðurstaða Eignasjóðs kr. 102.802.000 jákvæð.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta, kr.136.690.000.
Áætluð lántaka kr. 0.
Veltufé frá rekstri kr. 390.966.000
2021:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B-hluta kr 149.683.000 jákvætt
Rekstrarniðurstaða Aðalsjóð kr. - 31.757.000 neikvæð.
Rekstrarniðurstaða Eignasjóðs kr. 118.566.000 jákvæð.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta, kr. 138.870.000
Áætluð lántaka kr. 0.
Veltufé frá rekstri kr. 400.677.000
2022:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B-hluta kr. 155.520.000 jákvætt
Rekstrarniðurstaða Aðalsjóð kr. - 47.358.000 neikvæð.
Rekstrarniðurstaða Eignasjóðs kr. 135.293.000 jákvæð.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta, kr. 118.270.000.
Áætluð lántaka kr. 0.
Veltufé frá rekstri kr. 407.956.000.
Einnig tóku til máls:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
Jón Ingi Sveinsson.
b) Lagt fram til kynningar.