Málsnúmer 201709161Vakta málsnúmer
Á 69. fundi menningarráðs þann 19. september 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað varðandi hugmyndir um kaup á listaverkinu 2,34 eftir listamanninn Guðlaug Arason, sbr. erindi frá forstöðumanni bóka- og héraðsskjalasafns sem móttekið var 25. september 2017 og vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2019:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar menningarráðs og óskar eftir rökstuddri tillögu að afgreiðslu. Byggðaráð óskar jafnframt eftir að menningarráð komi með tillögu að stefnu um kaup og viðhald listaverka.
Menningarráð hefur mikinn áhuga á listaverkinu 2,34 í ljósi skírskotunar til byggðalagsins. Í ljósi þess að ekki liggur fyrir stefna Dalvíkurbyggðar um kaup, viðgerðir og varðvörslu listaverka leggur menningarráð til að ákvörðun um kaup á listaverkinu 2,34 verði frestað þar til sú stefna liggur fyrir. "
Sveitarstjóri, Katrín Sigurjónsdóttir, var fjarverandi vegna annarra starfa.