Fjárhagsáætlun 2019; Frá Íbúasamtökunum á Árskógssandi; umhverfis-, veitu- og hafnamál

Málsnúmer 201809013

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 876. fundur - 06.09.2018

a) Tekið fyrir erindi frá Íbúaráði Árskógssandi, dagsett þann 3. september 2018, þar sem fram koma áherslur Íbúaráðsins í 10 liðum í tengslum við veitur og hafnir.
b) Tekið fyrir erindi frá Íbúaráði Árskógssandi, dagsett þann 3. september 2018, þar sem fram koma áherslur Íbúaráðsins í 8 liðum í tengslum við umhverfismál.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til veitu- og hafnaráðs og óskar eftir rökstuddum tillögum að afgreiðslu.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umhverfisráðs til umfjöllunar og óskar eftir rökstuddum tillögum að afgreiðslu.

Umhverfisráð - 310. fundur - 07.09.2018

b) Tekið fyrir erindi frá Íbúaráði Árskógssandi, dagsett þann 3. september 2018, þar sem fram koma áherslur Íbúaráðsins í 8 liðum í tengslum við umhverfismál.
Á 876. fundi byggðarráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umhverfisráðs til umfjöllunar og óskar eftir rökstuddum tillögum að afgreiðslu.
Umhverfisráð þakkar íbúaráði Árskógssands fyrir ábendingarnar og leggur til eftirfandi.
1. Gangstígur og ljósastaurar við Aðalbraut vísað til fjárhagsáætlunar 2020. Göngustígur við Hafnargötu er við þjóðveg svo leita þarf áfram samráðs við Vegagerðina og er sviðsstjóra falið það verkefni.
2. Lagfæringar á malbiki og uppsetning á vegriði á horni Aðalbrautar og Ægisgötu eru í tillögum að framkvæmdaáætlun umhverfisráðs fyrir 2019.
3.Umhverfisráð kallar eftir tillögu íbúaráðsins í samráði við skólaaksturaðila að betri staðsetningu biðskýlisins. Umhverfisráð leggur til að götulýsing verði bætt á núverandi staðsetningu skýlisins.
4.Umhverfisráð leggur til að gangbrautir og hraðatakmarkanir verði málaðar sumarið 2019.
5.Umhverfisráð felur sviðsstjóra að leita eftir samstarfi við bóndann á Stærri-Árskógi.
6.Umhverfisráði lýst vel á framlagða hugmyndir að uppbyggingu Brúarhvammsreits og næsta nágrennis og felur sviðsstjóra í samstarfi við sveitarstjóra að fylgja verkefninu eftir.
7.Umhverfisráð leggur til að göngustígurinn milli Öldugötu 7 og 9 verði lagfærður.
8.Vísað í bókun við lið 6.
Samþykkt með fimm atkvæðum

Veitu- og hafnaráð - 78. fundur - 19.09.2018

Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 (6.9.2018) - Fjárhagsáætlun 2019; Frá Íbúasamtökunum á Árskógssandi; umhverfis-, veitu- og hafnamál.

"a) Tekið fyrir erindi frá Íbúaráði Árskógssandi, dagsett þann 3. september 2018, þar sem fram koma áherslur Íbúaráðsins í 10 liðum í tengslum við veitur og hafnir."

Í bókun byggðarráðs kemur eftirfarandi fram:
"a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til veitu- og hafnaráðs og óskar eftir rökstuddum tillögum að afgreiðslu."
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða eftirfarandi tillögu sviðsstjóra við framsendu erindi frá byggðarráði:

1.
Íbúaráð telur nausynlegt að gert sé deiliskipulag fyrir höfnina og hafnarsvæðið þar sem slíkt er ekki til staðar í dag. Telur ráðið þetta vera mjög mikilvægt til þess að hægt sé að vinna eftir ákveðni skipulagi, sérstaklega ef horft er til þess að eins og þetta er í dag geta framkvæmdaraðilar (eins og t.d. seiðaeldis verkefnið) komið með tillögur sem geta haft áhrif á stækkun eða breytingar á höfninni og þá er lítið hægt að segja ef ekkert skipulag er til fyrir.

Svar: Unnið er að gerð deiliskipulags fyrir það svæði sem hér er til umræðu og nægir þar að nefna að fyrsti íbúafundur hefur verið haldinn í Árskógi. Hvenær vinnu við það lýkur er erfitt að segja, en ljóst er að áður en vinnu við það verkefni lýkur verða a.m.k. einn almennur kynningarfundur, auk sex vikna tíma til þess að íbúar geti komið athugasemdum á framfæri við það.

2.
Aðstöðuleysi í höfninni á Árskógssandi hamlar því að eigendur smærri skemmtibáta geti haft þá á sjó. Íbúaráð myndi vilja að fundinn yrði viðunandi staður og sett yrði upp flotbryggja fyrir þessa smærri báta (eru á bilinu 5-10 bátar sem geymdir eru á landi eða í öðrum höfnum) svo eigendur gætu notað þá eins og þeir myndu vilja.

Svar: Hér á við sama svar og við 1. punkti, koma þeim athugasemdum til umhverfisráðs og skipulagsfulltrúa sem fara með skipulagsmál. Veitu- og hafnaráð mun óska eftir því við siglingasvið Vegagerðarinnar að skoðað yrði stækkunarmöguleiki hafnarinnar á Árskógssandi í tengslum við gerð deiliskipulagsins, þar sem meðal annars staðsetning á flotbryggju yrði skoðuð.

3.
Til að skapa möguleika á flotbryggju fyrir smábáta þyrfti að færa grjótgarðinn við ferjubryggjuna um einhverja tugi metra og jafnvel þyrfti að færa garðinn suður undir austurenda á núverandi norðurgarði. Óskar ráðið eftir því að þetta verði skoðað af alvöru.

Svar: Sjá svar við lið tvö.

4.
Stiginn sem liggur niður brekkuna frá Hafnarbraut niður að ferjubryggju þarfnast lagfæringar. Hann nær aðeins 2/3 af leiðinni og er restin brúuð með moldarstíg með tré þverþrepum. Íbúaráð óskar eftir því að þetta verði lagfært þannig að stiginn nái alla leið niður. Einnig vantar viðbótar bílastæði við ferjubryggjuna.

Svar: Veitu- og hafnaráð beinir þessu erindi til umhverfisráðs.

5.
Gólfið á norðurbryggjunni er orðið mjög óslétt og holótt en malbikað var í stærstu holurnar nú í ágúst en þetta var aðeins bráðabirgða viðgerð og alls ekki fullnægjandi. Nauðsynlegt er að malbika alla bryggjuna til að þetta verði viðunandi vinnusvæði.

Svar: Þetta mál er til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar 2019, er ein af tillögum til framkvæmda 2019.

6.
Lýsing á löndunarsvæði er ófullnægjandi og telur íbúaráð að það sé nauðsynlegt að koma því í lag.

Svar: Þetta mál er til umræðu við gerð fjarhagsáætlunar 2019, er ein af tillögum til framkvæmda 2019.

7.
Grafið var fyrir heitu vatni, ljósleiðara og frárennsli í vigtarhúsinu fyrir 2 árum síðan en ekki var gengið frá því malbiki sem sagað var í burtu og eru óþrif af sandi sem berast inn á bryggjuna fyrir vikið. Þetta þarf að laga sem fyrst.

Svar: Þetta mál er til umræðu við gerð fjarhagsáætlunar 2019, er ein af tillögum til framkvæmda 2019.

8.
Olíutankur Skeljungs stóð fyrir norðan vigtarhúsið en var færður fram á bryggjuna að beiðni hafnarstjóra þess tíma. Svæðið sem tankurinn stóð á hefur ekki verið malbikað eða gengið frá því með neinum hætti og er því sóðalegt við hliðina á vigtarhúsinu. Klára þarf að ganga frá þessu að mati íbúaráðs.

Svar: Þetta mál er til umræðu við gerð fjarhagsáætlunar 2019, er ein af tillögum til framkvæmda 2019.

9.
Engin salernisaðstaða er fyrir starfsmenn hafnarinnar þó að allt sem þarf sé til staðar í hafnarhúsinu, heitt og kalt vatn og frárennsli. Íbúaráð telur það algjörlega óviðunandi að starfsmönnum hafnarinnar sé ekki veitt sú aðstaða, eftir að vinna í marga klukkutíma á starfsstöð, að hafa tiltæka salernisaðstöðu.

Svar: Veitu- og hafnaráð þakkar ábendinguna.

10.
Frárennslismál eru ekki ásættanleg eins og þau eru í dag, að bæði endi þau í flæðarmálunum. Íbúaráð leggur til að þetta mál verði sett í forgang að gengið verði frá frárennslismálum á svæðinu.

Svar: Þetta mál er til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar 2019, er ein af tillögum til framkvæmda 2019.

Byggðaráð - 879. fundur - 26.09.2018

Á 310. fundi umhverfisráðs þann 7. september 2018 var til umfjöllunar erindi frá Íbúasamtökunum á Árskógssandi með ábendingum og tillögum þeirra í 7 liðum.
Á fundi byggðaráðs var farið yfir bókun og niðurstöður umhverfisráðs.

Á 78. fundi veitu- og hafnaráðs þann 19. september 2018 var til umfjöllunar erindi frá Íbúasamtökunum á Árskógssandi með ábendingum og tillögum þeirra í 10. liðu.
Á fundi byggðaráðs var farið yfir bókun og niðurstöður veitu- og hafnaráðas.

Til umræðu ofangreint.

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.