Umhverfisráð

310. fundur 07. september 2018 kl. 08:15 - 11:45 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Umferðarhraði á þjóðvegum í þéttbýli Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201809040Vakta málsnúmer

Til umræðu umferðarhraði á þjóðvegum í þéttbýli Dalvíkurbyggðar.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar lýsing áhyggjum af umferðarhraða á þjóðvegunum í gegnum þéttbýli í Dalvíkurbyggð og felur sviðsstjóra að koma eftirfarandi ósk á Vegagerðina:

Umhverfirsráð Dalvíkurbyggðar óskar eftir að umferðarhraða á þjóðvegunum í þettbýli Dalvíkurbyggðar verði breytt eftirfarandi.

Árskógssandur: Umferðarhraði merktur 50 km/kls við Sólvelli (við þéttbýlismörk) og 35 km/kls rétt við hraðahindrunina hjá Öldugötu.

Hauganes: Umferðarhraði merktur 35 km/kls við þéttbýlismörk.

Dalvík: Umferðarhraði á Gunnarsbraut, Hafnarbraut og Skíðabraut verði lækkaður niður í 35 km/kls.

Ráðið óskar eftir að fá aðila frá Vegagerðinni á næsta fund ráðsins í október.

2.Fjárhagsáætlun 2019; erindi frá íbúum Túnahverfis

Málsnúmer 201809002Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá íbúum Túnahverfis með undirskriftarlista, dagsett þann 30. ágúst 2018, þar sem vísað er til fyrri erinda sem og fram koma ýmsar tillögur íbúanna er varðar frágang á opnu svæði, frágang á gangstéttum og stígum, gerð göngustíga, ýmis frágangur við lóðir og snjómokstur.

Á 876. fundi byggðarráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs og óskað er eftir rökstuddri tillögu ráðsins að afgreiðslu. Byggðaráð leggur ríka áherslu á að erindi/erindum íbúanna sé svarað þannig að ljóst liggi fyrir hver áform sveitarfélagsins eru á árinu 2019 og næstu árum. Einnig hvort gert hafi verið ráð fyrir að ráðast í einhverjar framkvæmdir á árinu 2018.
Umhverfiráð leggur til að göngustígur milli Hringtúns 21 og 19 að opnu svæði verði kláraður samkvæmt tillögu að framkvæmdaráætlun.
Einnig er lagt til að göngustígur milli Miðtúns 1-3 að opnu svæði verði lagaður.
Malbik fyrir framan Hringtún 1-5 verði lagfært.
Gangstétt verði sett framan við Hringtún 23-25.
Öðrum ábendingum íbúa er vísað til fjárhagsáætlunar 2020-2023

Samþykkt með fimm atkvæðum.

3.Fjárhagsáætlun 2019; umhverfi Hringtúns 21

Málsnúmer 201809003Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Hafþóri Gunnarssyni, rafbréf dagsett þann 2. september 2019, þar sem fyrri erindi Hafþórs eru ítrekuð hvað varðar frágang og umhirðu á aðliggjandi svæðum er liggja að lóðinni við Hringtún 21.
Á 876. fundi byggðarráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs til umfjöllunar og að rökstudd tillaga að afgreiðslu verði lögð fyrir byggðaráði. Byggðaráð leggur ríka áherslu á að bréfritari fá skilmerkileg svör við erindi sínu þannig að ljóst liggi fyrir hver eru áform sveitarfélagsins í þessum málum.
Umhverfiráð leggur til að farið verði í göngustíg norðan við Hringtún 21 samkvæmt tillögu að framkvæmdaráætlun.
Öðrum ábendingum er vísað til bókunar undir máli 201809002
Samþykkt með fimm atkvæðum.

4.Fjárhagsáætlun 2019; umhverfis-, veitu- og hafnamál

Málsnúmer 201809013Vakta málsnúmer

b) Tekið fyrir erindi frá Íbúaráði Árskógssandi, dagsett þann 3. september 2018, þar sem fram koma áherslur Íbúaráðsins í 8 liðum í tengslum við umhverfismál.
Á 876. fundi byggðarráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umhverfisráðs til umfjöllunar og óskar eftir rökstuddum tillögum að afgreiðslu.
Umhverfisráð þakkar íbúaráði Árskógssands fyrir ábendingarnar og leggur til eftirfandi.
1. Gangstígur og ljósastaurar við Aðalbraut vísað til fjárhagsáætlunar 2020. Göngustígur við Hafnargötu er við þjóðveg svo leita þarf áfram samráðs við Vegagerðina og er sviðsstjóra falið það verkefni.
2. Lagfæringar á malbiki og uppsetning á vegriði á horni Aðalbrautar og Ægisgötu eru í tillögum að framkvæmdaáætlun umhverfisráðs fyrir 2019.
3.Umhverfisráð kallar eftir tillögu íbúaráðsins í samráði við skólaaksturaðila að betri staðsetningu biðskýlisins. Umhverfisráð leggur til að götulýsing verði bætt á núverandi staðsetningu skýlisins.
4.Umhverfisráð leggur til að gangbrautir og hraðatakmarkanir verði málaðar sumarið 2019.
5.Umhverfisráð felur sviðsstjóra að leita eftir samstarfi við bóndann á Stærri-Árskógi.
6.Umhverfisráði lýst vel á framlagða hugmyndir að uppbyggingu Brúarhvammsreits og næsta nágrennis og felur sviðsstjóra í samstarfi við sveitarstjóra að fylgja verkefninu eftir.
7.Umhverfisráð leggur til að göngustígurinn milli Öldugötu 7 og 9 verði lagfærður.
8.Vísað í bókun við lið 6.
Samþykkt með fimm atkvæðum

5.Umsókn um breytingu á vegi

Málsnúmer 201809016Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Kóngsstöðum ehf., bréf dagsett þann 1. september 2018, þar sem óskað er eftir að vegurinn sem liggur um hlaðið á Kóngsstöðum í Stekkjarhús verði færður frá bænum vegna vaxandi umferðarþunga.
Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs kemur fram að umræddur vegur er hluti af vegslóða inn á Sveinsstaðarafrétt og fellur því undir þær framkvæmdir sem sótt hefur verið um styrk úr styrkvegasjóði Vegagerðarinnar af landbúnaðarráði.
Á 876. fundi byggðarráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs til umfjöllunar og óskar eftir rökstuddri tillögu að afgreiðslu.
Þar sem umhverfisráð hefur ekki séð um tillögur vegna umsókna í styrkvegasjóð er erindinu vísað áfram til landbúnaðarráðs.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

6.Fjárhagsáætlun 2019 - frá Íbúasamtökum Hauganess

Málsnúmer 201809014Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá íbúasamtökunum á Hauganesi, bréf móttekið þann 3. september 2018, þar sem fram koma áherslur íbúasamtakanna hvað varðar meðal annars umhverfismál, umferðarmál, snjómokstur, gangstéttir og götur.
Á 876. fundi byggðarráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs og að óska eftir rökstuddum tillögum að afgreiðslu. Einnig er þeim hluta er varðar gömlu bryggjuna vísað til veitu- og hafnaráðs.
Umhverfisráð þakkar íbúasamtökunum á Hauganesi fyrir innsendar ábendingar og leggur eftirfarandi til.
1.Vetrarstæði við Ásholt verði stækkað að Lyngholti (samkvæmt tillögu að framkvæmdaráætlun).
2.Áframhald á gangstétt við Aðalgötu er vísað til deiliskipulagsgerðar fyrir Hauganes sem gert er ráð fyrir að fara í á árinu 2019.
3. Hraðahindrun við Aðalgötu verði lengd samkvæmt tillögu og er umhverfisstjóra falið að framkvæma það næsta sumar.
4. Umhverfisráð hefur þegar óskað eftir lækkun á umferðarhraða og uppsetningu á skiltum undir málnr. 201809040.
5. Sviðsstjóra falið að skerpa á tímasetningum vegna snjómoksturs.
Samþykkt með fimm atkvæðum

7.Fjárhagsáætlun 2018-Deiliskipulag Ferðamannaþorpsins Hauganes

Málsnúmer 201709051Vakta málsnúmer

Á 834. fundi byggðaráðs þann 14. september 2017 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Elvari Reykjalín og Pétri Einarssyni, dagsett þann 7. september 2017 er varðar deiliskipulag Ferðamannaþorpsins Hauganes. Frestur til að skila inn erindi vegna fjárhagsáætlunar 2018 var til og með 1. september s.l. og er því ofangreint erindi of seint fram komið.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til gerðar fjárhagsáætlunar 2019-2022."
Á 876. fundi byggðarráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
a)Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs til umfjöllunar og óskar eftir rökstuddri tillögu að afgreiðslu hvað varðar skipulagsmál.
Umhverfisráð leggur til að farið verði í deiliskipulag á Hauganesi samkvæmt starfsáætlun ráðsins fyrir 2019.
Samráð verður haft í skipulagsferlinu eins lög gera ráð fyrir.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

8.Fjárhagáætlun 2019: Ferðamannaþorpið Hauganes, deiliskipulag

Málsnúmer 201808065Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Elvari Reykjalín og Pétri Einarssyni, rafbréf dagsett þann 21. ágúst 2018, sem er samhljóða erindi 201709051 hér að ofan um deiliskipulag vegna hugmynda um Ferðamannaþorpið Hauganes.

Á 876. fundi byggðarráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð vísar til afgreiðslu sinnar á samhljóða erindi hér að ofan.
Umhverfisráð vísar til afgreiðslu sinnar á samhljóða erindi hér að ofan málsnr. 201709051.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

9.Fjárhagsáætlun 2018; bundið slitlag að Upsakirkjugarði

Málsnúmer 201709102Vakta málsnúmer

Á 834. fundi byggðaráðs þann 14. september 2017 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá stjórn Kirkjugarða Dalvíkurprestakalls, er barst sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs þann 7. september 2017, þar sem stjórnin óskar eftir bundnu slitlagi á nýja veginn upp að Upsakirkjugarði á fjárhagsáætlun 2018. Frestur til að senda inn erindi vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2018 var til og með 1. september 2017 og er því ofangreint erindi of seint fram komið.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til gerðar fjárhagsáætlunar 2019-2022."
Á 876. fundi byggðarráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar umhverfisráðs og óskar eftir rökstuddri tillögu að afgreiðslu.
Umhverfisráð leggur til að lagt verði olíumöl að kapellunni við Upsir samkvæmt tillögu að framkvæmdaráætlun 2019.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

10.Fjárhagsáætlun 2019; efni í girðingu og bundið slitlag

Málsnúmer 201808098Vakta málsnúmer

a) Tekið fyrir erindi frá Kirkjugörðum Dalvíkurprestakalls, dagsett þann 29. ágúst 2018, þar sem fram kemur að fyrirhuguð er stækkun á kirkjugarðinum á Tjörn og óskað er eftir að gert sé ráð fyrir á fjárhagsáætlun efni í girðinguna.
b) Tekið fyrir erindi frá Kirkjugörðum Dalvíkurprestakalls, dagsett þann 29. ágúst 2018, þar sem stjórnin óskar eftir bundnu slitlagi á nýja veginn að Upsakirkjugarði.
Á 876. fundi byggðarráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar umhverfisráðs og að ráðið skili rökstuddri tillögu að afgreiðslu. Byggðaráð felur jafnframt sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs að óska eftir kostnaðaráætlun frá Kirkjugörðum Dalvíkurprestakalls sem og öðrum gögnum svo hægt sé að taka afstöðu til erindisins.
b) Byggðaráð vísar til afgreiðslu sinnar á erindi 201709102.
a)Umhverfisráð leggur til að allt að kr. 467.000,- verði greiddar vegna stækkunar á kirkjugarðinum við Tjörn (efniskaup)samkvæmt kostnaðaráætlun umsækjanda. Fjármunir til verksins greiðist af 11020-9145.
b)Umhverfisráð vísar til afgreiðslu sinnar á erindi 201709102 þar sem ráðið leggur til að olíumöl verði lögð á veginn að Upsakapellu.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

11.Fjárhagsáætlun 2019; lóðin við Böggvisstaðaskála

Málsnúmer 201808059Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá íbúum á Böggvisstöðum, rafbréf dagsett þann 20. ágúst 2018, þar sem þess er farið á leit að nágrannalóð þeirra sem Böggvisstaðaskáli sendur á verði gerð snyrtileg og gert verði ráð fyrir kostnaði árið 2019 sem þvi fylgir.
Á 876. fundi byggðarráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar umhverfisráðs og að fá rökstudda tillögu að afgreiðslu.
Umhverfisráð leggur til að farið verði í hreinsunaraðgerðir í kringum Böggvisstaðaskála sem allra fyrst og felur umhverfisstjóra að leggja áherslu á þetta verkefni fyrir veturinn.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

12.Fyrirspurn vegna lóða við Hringtún 9-15, Dalvík

Málsnúmer 201809038Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 6. september óskar Björn Friðþjófsson fyrir hönd Tréverk ehf eftir breytingum á húsgerð við Hringtún 7 með óbreyttu byggingarmagni samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við breytingar á húsgerð við Hringtún 7.
Samþykkt með fimm atkvæðum

13.Starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og tæknisviðs 2019

Málsnúmer 201808028Vakta málsnúmer

Til kynningar og umræðu gögn vegna starfs- og fjárhagsáætlunar 2019.
Umhverfisráð samþykkir framlögð gögn með þeim breytingu sem gerðar voru á fundinum.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 11:45.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs