Málsnúmer 201809002Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá íbúum Túnahverfis með undirskriftarlista, dagsett þann 30. ágúst 2018, þar sem vísað er til fyrri erinda sem og fram koma ýmsar tillögur íbúanna er varðar frágang á opnu svæði, frágang á gangstéttum og stígum, gerð göngustíga, ýmis frágangur við lóðir og snjómokstur.
Á 876. fundi byggðarráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs og óskað er eftir rökstuddri tillögu ráðsins að afgreiðslu. Byggðaráð leggur ríka áherslu á að erindi/erindum íbúanna sé svarað þannig að ljóst liggi fyrir hver áform sveitarfélagsins eru á árinu 2019 og næstu árum. Einnig hvort gert hafi verið ráð fyrir að ráðast í einhverjar framkvæmdir á árinu 2018.
Umhverfirsráð Dalvíkurbyggðar óskar eftir að umferðarhraða á þjóðvegunum í þettbýli Dalvíkurbyggðar verði breytt eftirfarandi.
Árskógssandur: Umferðarhraði merktur 50 km/kls við Sólvelli (við þéttbýlismörk) og 35 km/kls rétt við hraðahindrunina hjá Öldugötu.
Hauganes: Umferðarhraði merktur 35 km/kls við þéttbýlismörk.
Dalvík: Umferðarhraði á Gunnarsbraut, Hafnarbraut og Skíðabraut verði lækkaður niður í 35 km/kls.
Ráðið óskar eftir að fá aðila frá Vegagerðinni á næsta fund ráðsins í október.