Fjárhagsáætlun 2019; Frá íbúum á Böggvisstöðum; lóðin við Böggvisstaðaskála

Málsnúmer 201808059

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 876. fundur - 06.09.2018

Tekið fyrir erindi frá íbúum á Böggvisstöðum, rafbréf dagsett þann 20. ágúst 2018, þar sem þess er farið á leit að nágrannalóð þeirra sem Böggvisstaðaskáli sendur á verði gerð snyrtileg og gert verði ráð fyrir kostnaði árið 2019 sem þvi fylgir.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar umhverfisráðs og að fá rökstudda tillögu að afgreiðslu.

Umhverfisráð - 310. fundur - 07.09.2018

Tekið fyrir erindi frá íbúum á Böggvisstöðum, rafbréf dagsett þann 20. ágúst 2018, þar sem þess er farið á leit að nágrannalóð þeirra sem Böggvisstaðaskáli sendur á verði gerð snyrtileg og gert verði ráð fyrir kostnaði árið 2019 sem þvi fylgir.
Á 876. fundi byggðarráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar umhverfisráðs og að fá rökstudda tillögu að afgreiðslu.
Umhverfisráð leggur til að farið verði í hreinsunaraðgerðir í kringum Böggvisstaðaskála sem allra fyrst og felur umhverfisstjóra að leggja áherslu á þetta verkefni fyrir veturinn.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 878. fundur - 20.09.2018

Á 310. fundi umhverfisráðs þann 7. september 2018 var eftirfarandi bókað meðal annars:
"Umhverfisráð leggur til að farið verði í hreinsunaraðgerðir í kringum Böggvisstaðaskála sem allra fyrst og felur umhverfisstjóra að leggja áherslu á þetta verkefni fyrir veturinn. Samþykkt með fimm atkvæðum."
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2019 og 2020-2022.