Tekið fyrir erindi frá Hafþóri Gunnarssyni, rafbréf dagsett þann 2. september 2019, þar sem fyrri erindi Hafþórs eru ítrekuð hvað varðar frágang og umhirðu á aðliggjandi svæðum er liggja að lóðinni við Hringtún 21.
Á 876. fundi byggðarráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs til umfjöllunar og að rökstudd tillaga að afgreiðslu verði lögð fyrir byggðaráði. Byggðaráð leggur ríka áherslu á að bréfritari fá skilmerkileg svör við erindi sínu þannig að ljóst liggi fyrir hver eru áform sveitarfélagsins í þessum málum.