Tekið fyrir erindi frá íbúum Túnahverfis með undirskriftarlista, dagsett þann 30. ágúst 2018, þar sem vísað er til fyrri erinda sem og fram koma ýmsar tillögur íbúanna er varðar frágang á opnu svæði, frágang á gangstéttum og stígum, gerð göngustíga, ýmis frágangur við lóðir og snjómokstur.
Á 876. fundi byggðarráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs og óskað er eftir rökstuddri tillögu ráðsins að afgreiðslu. Byggðaráð leggur ríka áherslu á að erindi/erindum íbúanna sé svarað þannig að ljóst liggi fyrir hver áform sveitarfélagsins eru á árinu 2019 og næstu árum. Einnig hvort gert hafi verið ráð fyrir að ráðast í einhverjar framkvæmdir á árinu 2018.