Veitu- og hafnaráð

78. fundur 19. september 2018 kl. 08:00 - 10:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
Starfsmenn
  • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá
Rúnar Þór Ingvarsson sat fundinn undir liðum 1-5.

1.Samstarfsyfirlýsing um framkvæmd vigtunar og eftirlit.

Málsnúmer 201809056Vakta málsnúmer

Með rafpósti, sem dagsettur er 11.9.2018, barst eftirfarandi erindi til allra aðildarhafna Hafnasambandi Íslands:

"Hafnasamband Íslands og Fiskistofa hafa undirritað samstarfsyfirlýsingu um framkvæmd og eftirlit með vigtun sjávarafla. Á meðal þess sem samkomulag hefur tekist um er rafræn forskráning á afla.

Samstarfsyfirlýsingin vísar til laga um umgengni um nytjastofna sjávar, sem skylda vigtun alls afla sem veiddur er úr fiskistofnum í íslenskri efnahagslögsögu.

Unnið verður að því, að bátum og skipum verði gert skylt að senda frá sér upplýsingar úr afladagbók um afla og aflategundir áður en komið er til hafnar. Slíkri gagnamiðlun verður komið til leiðar með aðlögun rafrænnar afladagbókar og smáforriti sem nýtist smærri aðilum og verða upplýsingarnar forskráðar rafrænt á vigtarnótur í aflaskráningarkerfinu Gafli.

Af öðrum atriðum, sem samkomulag tókst um má nefna verkferla sem samstarfsaðilar munu vinna að fyrir vigtun og eftirlit með aflaskráningu á hafnarvog. Þá verður úrvinnsla og eftirlit með endurvigtun færð til Fiskistofu, aðallega til að styrkja frumeftirlit hafnarstarfsmanna. Samstarfsaðilar munu jafnframt hvetja til þess að reglum verði breytt í þá veru að heimavigtunarleyfi verði eingöngu gefin út vegna löndunar á uppsjávarafla og þangi og þara.

Fiskistofa er síðan reiðubúin að gera samkomulag við einstakar hafnir um stuðning við eftirlitshlutverk löggiltra vigtarmanna, s.s. vegna aflavigtunar, aflasamsetningar og gæði vigtunar. Samstarfsaðilar leggja enn fremur áherslu á mikilvægi þess að löggiltir vigtarmenn hafi aðgang að fræðslu og endurmenntun sem nýtist þeim í starfi og verður fræðslusamstarf hafnasambandsins og Fiskistofu í því skyni eflt.

Einnig mun Fiskistofa og hafnasambandið skipa tvo fultrúa hvor í samstarfsnefnd, sem hittist reglulega til þess að fara yfir mál sem varða yfirlýsinguna.

Samstarfyfirlýsingin var send á allar aðildarhafnir í byrjun maí og kom ein athugasemd, sem brugðist var við. Yfirlýsingin var síðar samþykkt af stjórn áður en formaður skrifaði undir fyrir hönd Hafnasamband Íslands."

Með rafpóstinum barst einnig afrit af undirritaðri ofangreindri samstarfsyfirlýsingu.
Lagt fram til kynningar.

2.Hafnasambandsþing 2018

Málsnúmer 201806070Vakta málsnúmer

Boðað hefur verið til 41. hafnasambandsþings dagana 24. til 26.október í Reykjavík. Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar hefur rétt til að senda tvo fulltrúa sem fara með atkvæðisrétt.

Í tengslum við hafnasambandsþing verður málþing sem ber yfirskriftina „Málþing um hafnir - forsenda fullveldis þjóðar“.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að senda Katrínu Sigurjónsdóttur, Valdimar Bragason, Rúnar Ingvarsson og Þorstein Björnsson á þingið

3.Fjárhagsáætlun 2019; umhverfis-, veitu- og hafnamál

Málsnúmer 201809013Vakta málsnúmer

Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 (6.9.2018) - Fjárhagsáætlun 2019; Frá Íbúasamtökunum á Árskógssandi; umhverfis-, veitu- og hafnamál.

"a) Tekið fyrir erindi frá Íbúaráði Árskógssandi, dagsett þann 3. september 2018, þar sem fram koma áherslur Íbúaráðsins í 10 liðum í tengslum við veitur og hafnir."

Í bókun byggðarráðs kemur eftirfarandi fram:
"a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til veitu- og hafnaráðs og óskar eftir rökstuddum tillögum að afgreiðslu."
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða eftirfarandi tillögu sviðsstjóra við framsendu erindi frá byggðarráði:

1.
Íbúaráð telur nausynlegt að gert sé deiliskipulag fyrir höfnina og hafnarsvæðið þar sem slíkt er ekki til staðar í dag. Telur ráðið þetta vera mjög mikilvægt til þess að hægt sé að vinna eftir ákveðni skipulagi, sérstaklega ef horft er til þess að eins og þetta er í dag geta framkvæmdaraðilar (eins og t.d. seiðaeldis verkefnið) komið með tillögur sem geta haft áhrif á stækkun eða breytingar á höfninni og þá er lítið hægt að segja ef ekkert skipulag er til fyrir.

Svar: Unnið er að gerð deiliskipulags fyrir það svæði sem hér er til umræðu og nægir þar að nefna að fyrsti íbúafundur hefur verið haldinn í Árskógi. Hvenær vinnu við það lýkur er erfitt að segja, en ljóst er að áður en vinnu við það verkefni lýkur verða a.m.k. einn almennur kynningarfundur, auk sex vikna tíma til þess að íbúar geti komið athugasemdum á framfæri við það.

2.
Aðstöðuleysi í höfninni á Árskógssandi hamlar því að eigendur smærri skemmtibáta geti haft þá á sjó. Íbúaráð myndi vilja að fundinn yrði viðunandi staður og sett yrði upp flotbryggja fyrir þessa smærri báta (eru á bilinu 5-10 bátar sem geymdir eru á landi eða í öðrum höfnum) svo eigendur gætu notað þá eins og þeir myndu vilja.

Svar: Hér á við sama svar og við 1. punkti, koma þeim athugasemdum til umhverfisráðs og skipulagsfulltrúa sem fara með skipulagsmál. Veitu- og hafnaráð mun óska eftir því við siglingasvið Vegagerðarinnar að skoðað yrði stækkunarmöguleiki hafnarinnar á Árskógssandi í tengslum við gerð deiliskipulagsins, þar sem meðal annars staðsetning á flotbryggju yrði skoðuð.

3.
Til að skapa möguleika á flotbryggju fyrir smábáta þyrfti að færa grjótgarðinn við ferjubryggjuna um einhverja tugi metra og jafnvel þyrfti að færa garðinn suður undir austurenda á núverandi norðurgarði. Óskar ráðið eftir því að þetta verði skoðað af alvöru.

Svar: Sjá svar við lið tvö.

4.
Stiginn sem liggur niður brekkuna frá Hafnarbraut niður að ferjubryggju þarfnast lagfæringar. Hann nær aðeins 2/3 af leiðinni og er restin brúuð með moldarstíg með tré þverþrepum. Íbúaráð óskar eftir því að þetta verði lagfært þannig að stiginn nái alla leið niður. Einnig vantar viðbótar bílastæði við ferjubryggjuna.

Svar: Veitu- og hafnaráð beinir þessu erindi til umhverfisráðs.

5.
Gólfið á norðurbryggjunni er orðið mjög óslétt og holótt en malbikað var í stærstu holurnar nú í ágúst en þetta var aðeins bráðabirgða viðgerð og alls ekki fullnægjandi. Nauðsynlegt er að malbika alla bryggjuna til að þetta verði viðunandi vinnusvæði.

Svar: Þetta mál er til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar 2019, er ein af tillögum til framkvæmda 2019.

6.
Lýsing á löndunarsvæði er ófullnægjandi og telur íbúaráð að það sé nauðsynlegt að koma því í lag.

Svar: Þetta mál er til umræðu við gerð fjarhagsáætlunar 2019, er ein af tillögum til framkvæmda 2019.

7.
Grafið var fyrir heitu vatni, ljósleiðara og frárennsli í vigtarhúsinu fyrir 2 árum síðan en ekki var gengið frá því malbiki sem sagað var í burtu og eru óþrif af sandi sem berast inn á bryggjuna fyrir vikið. Þetta þarf að laga sem fyrst.

Svar: Þetta mál er til umræðu við gerð fjarhagsáætlunar 2019, er ein af tillögum til framkvæmda 2019.

8.
Olíutankur Skeljungs stóð fyrir norðan vigtarhúsið en var færður fram á bryggjuna að beiðni hafnarstjóra þess tíma. Svæðið sem tankurinn stóð á hefur ekki verið malbikað eða gengið frá því með neinum hætti og er því sóðalegt við hliðina á vigtarhúsinu. Klára þarf að ganga frá þessu að mati íbúaráðs.

Svar: Þetta mál er til umræðu við gerð fjarhagsáætlunar 2019, er ein af tillögum til framkvæmda 2019.

9.
Engin salernisaðstaða er fyrir starfsmenn hafnarinnar þó að allt sem þarf sé til staðar í hafnarhúsinu, heitt og kalt vatn og frárennsli. Íbúaráð telur það algjörlega óviðunandi að starfsmönnum hafnarinnar sé ekki veitt sú aðstaða, eftir að vinna í marga klukkutíma á starfsstöð, að hafa tiltæka salernisaðstöðu.

Svar: Veitu- og hafnaráð þakkar ábendinguna.

10.
Frárennslismál eru ekki ásættanleg eins og þau eru í dag, að bæði endi þau í flæðarmálunum. Íbúaráð leggur til að þetta mál verði sett í forgang að gengið verði frá frárennslismálum á svæðinu.

Svar: Þetta mál er til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar 2019, er ein af tillögum til framkvæmda 2019.

4.Fjárhagsáætlun 2019 - frá Íbúasamtökum Hauganess

Málsnúmer 201809014Vakta málsnúmer

Á 876. fundi byggðarráðs þanna 6.9.2018 var tekið fyrir neðangreint erindi:
„Tekið fyrir erindi frá íbúasamtökunum á Hauganesi, bréf móttekið þann 3. september 2018, þar sem fram koma áherslur íbúasamtakanna hvað varðar meðal annars umhverfismál, umferðarmál, snjómokstur, gangstéttir og götur.“

Afgreiðsla byggðarráðs var á þá leið að: „Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs og að óska eftir rökstuddum tillögum að afgreiðslu. Einnig er þeim hluta er varðar gömlu bryggjuna vísað til veitu- og hafnaráðs.“

Erindið sem um ræðir er að loka fyrir umferð að gömlu bryggjunni og seinna uppbygging á henni. Í erindinu er einnig bent á að það sé álit íbúa að um menningarverðmæti sé að ræða.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að gera ráð fyrir því að gera ráð fyrir kr. 800.000,- til lagfæringar á henni við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019 og að lokað verði fyrir umferð fram á bryggjunna.

5.Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar 2019.

Málsnúmer 201808027Vakta málsnúmer

Kynntar voru breytingar á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar sem taka mun gildi 1. janúar 2019, gjaldskránni var síðast breytt 1. janúar 2018.

Í þeim tillögum sem liggja fyrir ráðinu er gert ráð fyrir að gjaldskráin taki breytingum vísitölu byggingarkostnaðar frá desember 2017, 136,1 stig til september 2018, 139,9 stig eða um 2,79%. Allir gjaldskrárliðir sem taka til útselts tímagjalds skulu breytast miðað við launavístölu og er viðmiðunarvísitalan desember 2017 sem er 632,8 stig til júlí 2018 663,4 stig eða um 4,84%.

Aflagjald í gjaldskrá breytist ekki nema með sérstakri ákvörðun sveitarstjórnar.

Einnig hefur gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar verið staðfærð þannig að hún uppfylli kröfur sem framkoma í lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda nr. 33 frá 2004 og reglugerð nr. 1200 frá 2014. Einnig er bent á þessa nauðsyn í bréfi til hafnaryfirvalda um móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða, með fimm atkvæðum, framlagða gjaldskrá og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.

6.Gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar 2019.

Málsnúmer 201808025Vakta málsnúmer

Kynntar voru breytingar á gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar sem taka mun gildi 1. janúar 2019. Gjaldskránni var síðast breytt 1. janúar 2018, í þeim tillögum sem liggja fyrir ráðinu er gert ráð fyrir að gjaldskráin taki breytingum vísitölu byggingarkostnaðar frá desember 2017, 136,1 stig til september 2018, 139,9 stig eða um 2,79%.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða, með fimm atkvæðum, að hafa óbreytta gjaldskrá Vatnsveitu að öðru leyti en að 1. gr. stafliður d breytist þannig að álagning skv. a, b. og c. málsl. skal þó aldrei vera hærri en 0,4% eða lægra en 0,1% af fasteignarmati allra húsa og lóða og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.

7.Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2019.

Málsnúmer 201808024Vakta málsnúmer

Kynntar voru breytingar á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur, sem taka mun gildi 1. janúar 2019. Gjaldskránni var síðast breytt 1. janúar 2017. Í þeim tillögum sem liggja fyrir ráðinu er gert ráð fyrir að gjaldskráin taki breytingum vísitölu byggingarkostnaðar frá desember 2017, 136,1 stig til september 2018, 139,9 stig eða um 2,79%.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða, með fimm atkvæðum, framlagða gjaldskrá og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.

8.Gjaldskrá Fráveita Dalvíkurbyggðar 2019

Málsnúmer 201808026Vakta málsnúmer

Kynntar voru breytingar á gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar sem taka mun gildi 1. janúar 2019. Gjaldskránni var síðast breytt 1. janúar 2018, í þeim tillögum sem liggja fyrir ráðinu er gert ráð fyrir að gjaldskráin taki breytingum vísitölu byggingarkostnaðar frá desember 2017, 136,1 stig til september 2018, 139,9 stig eða um 2,79%.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða, með fimm atkvæðum, framlagða gjaldskrá og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.

9.Starfs- og fjárhagsáætlun 2019.

Málsnúmer 201808031Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti fyrir ráðsmönnum ramma að fjárhagsáætlun 2019 og þær tillögur að breytingum sem gerðar hafa verið á þeim. Sviðsstjóri kynnti einnig tillögur að framkvæmdum næsta árs fyrir þær stofnanir sem ráðið hefur með að gera.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða, með fimm atkvæðum, framlagða starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar, Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar, Hitaveitu Dalvíkur og Fráveitu Dalvíkurbyggðar og felur sviðsstjóra að lagfæra hana til samræmis við athugasemdir á fundinum.
Með vísan til bókunar í 3. lið fundargerðarinnar, vill veitu- og hafnaráð benda á nauðsyn þess að auka fjárveitingu til framkvæmda á vegum fráveitu, en þar segir í 10. lið
"Frárennslismál eru ekki ásættanleg eins og þau eru í dag, að bæði endi þau í flæðarmálunum. Íbúaráð leggur til að þetta mál verði sett í forgang að gengið verði frá frárennslismálum á svæðinu.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
Starfsmenn
  • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs