Sveitarstjórn

306. fundur 30. október 2018 kl. 16:15 - 19:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, forseti, boðaði forföll og 1. varaforseti, Guðmundur St. Jónsson, stjórnaði fundi. Varamaður Gunnþórs, Valdemar Þór Viðarsson, mætti í hans stað.

1.Álagning fasteignagjalda 2019; tillaga

Málsnúmer 201806121Vakta málsnúmer

Á 885. fundi byggðaráðs þann 25.10.2018 var eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjóri kynnti og lagði fram tillögu að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda fyrir árið 2019. Lagt er til að álagningarprósenta fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreytt á milli ára og álagning fasteignagjalda verði samkvæmt fyrirliggjandi tillögum að gjaldskrám vatnsveitu og fráveitu. Gjaldskrár vegna sorphirðu er í vinnslu. Lagt er til að fjöldi gjalddaga verði áfram 10. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri tillögu til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem leggur til að umfjöllun og afgreiðslu á þessum lið verði frestað þar sem ekki er búið að afgreiða gjaldskrár vegna fráveitu og vatnsveitu. Einnig er ekki komið tillaga að gjaldskrá vegna sorphirðu.
Guðmundur St. Jónsson.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra um frestun.

2.Frá 882. fundi byggðaráðs þann 4.10.2018; Beiðni íþrótta- og æskulýðsfulltrúa um viðauka 2018 - íþróttamiðstöð

Málsnúmer 201809139Vakta málsnúmer

Á 882. fundi byggðaráðs þann 04.10.2018 var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir beiðni frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 2. október 2018, um viðauka vegna hækkunar á launakostnaði vegna veikinda við deild 06800, Íþróttamiðstöð, að upphæð kr. 326.127, og hækkun á kostnaði vegna innkaupa á heitu vatni kr. 1.853.830, lykill 2531. Nettó breytingin er því kr. 2.197.957. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 33 að upphæð kr. 2.197.957, þ.e. kr. 326.127 vegna launakostnaðar á deild 06500 og kr. 1.853.830 á lið 06500-2531 vegna kaupa á heitu vatni. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs á viðauka nr. 33 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. 2.197.957 og að hann honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

3.Frá 882. fundi byggðaráðs þann 04.10.2018; Beiðni íþrótta- og æskulýðsfulltrúa um viðauka - styrkir til íþróttamála

Málsnúmer 201809141Vakta málsnúmer

Á 882. fundi byggðaráðs þann 04.10.2018 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 2. október 2018, þar sem óskað er eftir viðauka til lækkunar við deild 06800, lykil 9145, kr. -9.964.456, þar sem áætlaðar styrkveitingar skv. samningum eru of háar. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 34 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. - 9.964.456 við deild 06800 og á lykil 9145. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs á viðauka nr. 34 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. -9.964.456 til lækkunar á deild 06800 og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé.

4.Frá 882. fundi byggðaráðs þann 04.10.2018; Beiðni íþrótta- og æskulýðsfulltrúa um viðauka 2018 - Vinnuskóli

Málsnúmer 201809140Vakta málsnúmer

Á 882. fundi byggðaráðs þann 04.10.2018 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 2. október 2018, þar sem óskað er eftir viðauka við deild 06270 til lækkunar á launakostnaði annars vegar að upphæð kr. -3.261.440 og hins vegar til gjalda að upphæð kr. 337.822 vegna lækkunar á áætluðum tekjum sem falla ekki til. Nettó breytingin er því lækkun á kostnaði að upphæð kr.- 3.261.440. Launabreytingin er komin til vegna þess að færri komu til starfa við Vinnuskólann er áætlað var. Seld þjónusta vinnuskólans var engin þar sem svo fáir voru að vinna og þá er ekki svigrúm til að taka að sér verkefni sem gefur tekjur. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við deild 06270, nr. 35 við fjárhagsáætlun 2018, kr. - 3.261.440 til lækkunar á launakostnaði og kr. 337.822 vegna lækkunar á áætluðum tekjum, lykill 0290. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé. "
Enginn tók til máls.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs á viðauka nr. 35 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. -2.923.618 nettó til lækkunar og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé.

5.Frá 882. fundi byggðaráðs þann 04.10.2018; Beiðni leikskólastjóra Krílakots um tilfærslur á milli liða í fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 201810018Vakta málsnúmer

Á 882. fundi byggðaráðs þann 04.10.2018 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá leikskólastjóra Krílakots, rafpóstur dagsettur þann 26. september 2018, þar sem óskað er eftir að nýta hluta af áætlun á lykli 2850 til að kaupa fartölvu fyrir verkefnastjóra sérkennslu að upphæð kr. 120.000. Einnig er óskað eftir að færa af lykli 4940, Ræsting húsnæðis, yfir á lykil 1440, Fatnaður starfsmanna, fyrir fatapeningum að upphæð kr. 640.000 sem ekki var áætlað fyrir. Til umræðu ofangreint. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um kaup á fartölvu að upphæð kr. 120.000 fyrir verkefnisstjóra sérkennslu, lykill 04140-2850. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um greiðslur á fatapeningum til starfsmanna Krílakots að upphæð kr. 640.000, bókað á lykil 04140-1440, en svigrúm á móti er tekið af lykli 4940 (bundinn liður). Ofangreint kallar ekki á breytingar á gildandi fjárhagsáætlun heldur er um að ræða tilfærslur á milli liða. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs á breytingum á heimildum innan fjárhagsáætlunar 04140 árið 2018.

6.Frá 883. fundi byggðaráðs þann 17.10.2018; Beiðni atvinnumála- og kynningarráðs um viðauka; 20 ára afmæli Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201801076Vakta málsnúmer

Á 883. fundi byggðaráðs þann 17.10.2018 var eftirfarandi bókað:
"Á 37. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 3. október 2018 var eftirfarandi bókað: "Á 36. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var eftirfarandi meðal annars bókað: ,,Atvinnumála- og kynningarráð felur upplýsingafulltrúa að koma með tillögu að frekari hátíðarhöldum ásamt kostnaðaráætlun fyrir næsta fund ráðsins. " Upplýsingafulltrúi leggur fyrir ráðið tillögu að hátíðarhöldum ásamt kostnaðaráætlun. Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að leggja til að haldið verði upp á 20 ára afmæli Dalvíkurbyggðar með því að bjóða íbúum sveitarfélagsins í 20 ára afmæliskaffi. Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð allt að 450.000.- á deild 21-500. " Með fundarboði byggðaráðs fylgdið beiðni um viðauka að upphæð kr. 450.000 á deild 21500 vegna afmæliskaffis í tilefni af 20 ára afmæli Dalvíkurbyggðar. Til umræðu ofangreint. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 36 við fjárhagsáætlun 2018, allt að kr. 450.000 við deild 21500. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að samið verði við Basalt á grundvelli tilboðs. "

Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar viðauka nr. 36 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. 450.000 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

7.Frá 883. fundi byggðaráðs þann 17.10.2018; Beiðni um viðauka frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs; endurnýjun og/eða viðhald á stoðvegg á lóðarmörkum við Hafnarbraut 16 og 18

Málsnúmer 201708036Vakta málsnúmer

Á 883. fundi byggðaráðs þann 17.10.2018 var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 þannig að áætlað framlag að upphæð 2,0 m.kr. vegna stoðveggja við Hafnarbraut 16 og 18 færist yfir á fjárhagsáætlun 2019 þar sem húseigendur munu ekki hefja framkvæmdir fyrr en á næsta ári samkvæmt samþykktu samkomulagi sem tekið var fyrir á fundi byggðaráðs nr.879.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 37 við fjárhagsáætlun 2018 þannig að liður 09290-4620 verði kr. 0. Viðaukunum verði mætt með hækkun á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi hvað varðar árið 2019 til gerðar fjárhagsáætlunar 2019."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs á viðauka nr. 37 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. - 2.000.000 og að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.

8.Frá 885. fundi byggðaráðs þann 25.10.2018; Beiðni um viðauka vegna erindis frá Eyþingi- ráðning framkvæmdastjóra í afleysingar

Málsnúmer 201810074Vakta málsnúmer

Á 885. fundi byggðaráðs þann 25.10.2018 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Eyþingi, bréf dagsett þann 16. október 2018, þar sem fram kemur að stjórn Eyþings óskar eftir aukaframlagi frá sveitarfélögum vegna ráðningar framkvæmdastjóra í afleysingar til allt að sex mánaða. Hlutur Dalvíkurbyggðar er áætlaður kr. 575.877 af 9,3 m.kr. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 38 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. 192.000 við deild 21800 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gert verði ráð fyrir ofangreindu í tillögu að fjárhagsáætlun 2019, kr. 384.000 á deild 21800. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar viðauka nr. 38 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. 192.000 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

9.Frá 311. fundi umhverfisráðs þann 19.10.2018; Deiliskipulag í landi Laugahlíðar

Málsnúmer 201810073Vakta málsnúmer

Á 311. fundi umhverfisráðs þann 19.10.2018 var eftirfarandi bókað:
"Til kynningar er skipulagslýsing dags. 19október 2018 vegna deiliskipulags í landi Laugahlíðar Svarfaðardal. Fyrirhugað er að ljúka vinnu við deiliskipulag íbúðar- og þjónustusvæðis, auk þess að fjölga íbúðarlóðum samkvæmt samþykktu aðalskipulagi.
Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs er falið að leita umsagnar um hana hjá umsagnaraðilum og Skipulagsstofnun og að kynna hana almenningi í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að leita umsagnar um skipulagslýsingu vegna deiliskipulags í landi Laugahlíðar í Svarfaðardal hjá umsagnaraðilum og Skipulagsstofnun og að kynna hana almenningi í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Frá 882. fundi byggðaráðs þann 04.10.2018; Ósk sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs um viðauka vegna snjómoksturs

Málsnúmer 201810014Vakta málsnúmer

Á 882. fundi byggðaráðs þann 04.10.2018 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 2. október 2018, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 vegna snjómoksturs. Fram kemur að samkvæmt þeim gögnum sem fyrir liggja eru eftirstöðvar af þeim kr. 19.550.001 sem áætlaðar voru til snjómoksturs á árinu 2018 kr. 1.601.226. Ef tekið er meðaltals kostnaður í október-desember á árunum 2013 til 2017 þá er hann kr. 9.668.585. Undirritaður óskar eftir viðauka kr. 8.500.000 á 10-60-4948 út frá reynslu fyrri ára. Til umræðu ofangreint.
Niðurstaða Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka að upphæð kr. 5.000.000 við deild 10600 og lykil 4948, viðauki nr. 32 við fjárhagsáætlun 2018. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs á viðauka nr. 32 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. 5.000.000 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

11.Fjárhagsáætlun 2018; heildarviðauki III.

Málsnúmer 201810086Vakta málsnúmer

Á 885. fundi byggðaráðs þann 25. október 2018 var eftirfarandi bókað:
"Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti helstu niðurstöður heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2018 og þær breytingar sem gerðar hafa verið frá heildarviðauka II.

Sviðstjóri gerði grein fyrir að bætt hefur verið við viðauka nr. 37 vegna áætlaðs tekjujöfnunarframlags frá Jöfnunarsjóði að upphæð kr. 39.013.000

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi heildarviðauka III við fjárhagsáætun 2018 og vísar honum til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."




Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem lagði til að sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs yrði gefið málfrelsi undir þessum lið til þess að kynna fyrir sveitarstjórn tillögu að heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2018 og var það samþykkt samhljóða.

Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir helstu niðurstöðum sem eru eftirfarandi:

Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta, kr. 109.933.000.
Rekstrarniðurstaða Aðalsjóðs, kr. 13.242.000.
Rekstrarniðurstaða Eignasjóðs, kr. 52.223.000.

Fjárfestingar Samstæðu A- og B-hluta, kr. 286.090.000 og kr. 12.000.000 framlag til Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses.
Áætluð lántaka Samstæðu A- og B- hluta, kr. 284.500.000, þar af eru kr. 214.500.000 vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð.
Áætlað veltufjárhlutfall samstæðu er 1,06.

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Guðmundur St. Jónsson.
Þórhalla Karlsdóttir.

Ekki tóku fleiri til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2018.
Sveitarstjórn þakkar sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs fyrir góða yfirferð.

12.Fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022. Fyrri umræða.

Málsnúmer 201806016Vakta málsnúmer

Á 885. fundi byggðaráðs þann 25.10.2018 var eftirfarandi bókað:
"Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti helstu niðurstöður tillögu að fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020 -2022 samkvæmt fjárhagsáætlunarlíkani.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að farið verði sem fyrst í heildstæða skoðun á rekstri og fjárfestingum sveitarfélagsins með vinnuhópum kjörinna fulltrúa og starfsmanna."

Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem lagði til að sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs yrði gefið málfrelsi undir þessum lið til að kynna frumvarp að fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022 og var það samþykkt samhljóða.

Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti helstu niðurstöður sem eru eftirfarandi að teknu tilliti til um 44 m.kr. viðbótartekna frá Jöfnunarsjóðs en upplýsingar vegna þess bárust eftir fund byggðaráðs þann 25. október s.l.:

2019:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B-hluta kr. 127.499.000 jákvætt
Rekstrarniðurstaða Aðalsjóð kr. - 19.414.000 neikvæð.
Rekstrarniðurstaða Eignasjóðs kr. 91.561.000 jákvæð.
Fjárfesingar Samstæðu A- og B- hluta, kr. 327.650.000 og kr. 16.251.000 vegna framlags til Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hes.
Áætluð lántaka kr. 135.000.000.
Veltufé frá rekstri kr. 360.952.000
Veltufjárhlutfall 1,11.

2020:

Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B-hluta kr. 151.759.000 jákvætt
Rekstrarniðurstaða Aðalsjóð kr. - 25.356.000 neikvæð.
Rekstrarniðurstaða Eignasjóðs kr. 116.664.000 jákvæð.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta, kr.122.690.000. Áætluð lántaka kr. 0.
Veltufé frá rekstri kr. 392.704.000

2021:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B-hluta kr. 159.151.000 jákvætt
Rekstrarniðurstaða Aðalsjóð kr. - 35.839.000 neikvæð.
Rekstrarniðurstaða Eignasjóðs kr. 130.892.000 jákvæð.
Fjárfesingar Samstæðu A- og B- hluta, kr. 119.270.000 Áætluð lántaka kr. 0.
Veltufé frá rekstri kr. 402.499.000.

2022:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B-hluta kr. 163.483.000 jákvætt
Rekstrarniðurstaða Aðalsjóð kr. - 49.488.000 neikvæð.
Rekstrarniðurstaða Eignasjóðs kr. 145.139.000 jákvæð.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta, kr. 119.270.000. Áætluð lántaka kr. 0.
Veltufé frá rekstri kr. 409.693.000.

Til máls tóku:
Guðmundur St. Jónsson
Katrín Sigurjónsdóttir.
Þórhalla Karlsdóttir.


Fleiri tóku ekki til máls.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022 til síðari umræðu í sveitarstjórn og til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn þakkar sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs fyrir góða yfirferð.

13.Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2019.Fyrri umræða.

Málsnúmer 201808024Vakta málsnúmer

Á 78. fundi veitu- og hafnaráðs var eftirfarandi bókað:
"Kynntar voru breytingar á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur, sem taka mun gildi 1. janúar 2019. Gjaldskránni var síðast breytt 1. janúar 2017. Í þeim tillögum sem liggja fyrir ráðinu er gert ráð fyrir að gjaldskráin taki breytingum vísitölu byggingarkostnaðar frá desember 2017, 136,1 stig til september 2018, 139,9 stig eða um 2,79%.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða, með fimm atkvæðum, framlagða gjaldskrá og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar. "

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur til síðari umræðu í sveitarstjórn.

14.Frá stjórn Dalbæjar; fundargerðir stjórnar 20.09.2018 og frá 11.10.2018

Málsnúmer 201806017Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Dalbæjar frá 20.09.2018 og frá 11.10.2018.
Lagt fram til kynningar.

15.Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 12

Málsnúmer 1806007FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögðin fram til kynningar.
  • 15.1 201802004 Undirbúningur framkvæmda
    Undir þessum lið komu á fundinn Ágúst Hafsteinsson, arkitekt hjá Form ráðgjöf, og Eyrún Rafnsdóttir, sviðstjóri félagsmálasviðs, kl. 10:30.

    Á 11. fundi stjórnar þann 30. maí 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Á 10. fundi stjórnar þann 22. maí s.l. var eftirfarandi bókað:
    "Á fundinum var farið yfir framvindu mála hvað varðar undirbúning framkvæmda, hönnunar og útboðs frá fundi stjórnar þann 3. maí s.l. Rætt um hvaða möguleikar eru í boði hvað varðar til dæmis val á byggingarefni, umsjón með framkvæmdinni, útboð og/eða val á verktökum.
    Stjórn samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Berki Þór að fá nánari upplýsingar frá hönnuði um undirbúning framkvæmda hvað varðar val á byggingaefni og næstu skref. Valkostum sé stillt upp í samanburði. Einnig að unnið verði áfram að hönnunarsamningi við Form ráðgjöf ehf."

    Á fundinum var rætt um þær upplýsingar sem Ágúst hefur unnið að á milli funda og samanburð á byggingaleiðum.

    Ágúst vék af fundi kl. 15:32.

    Stjórn samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Ágústi að vinna áfram að málinu með því markmiði að hægt verði sem fyrst að taka ákvörðun um hvaða leiðir á að fara í vali á byggingarefni og byggingarleiðum."

    Á fundinum kynnti Ágúst þær upplýsingar sem hann hefur aflað á milli funda hvað varðar val á byggingarefni og byggingarleiðum.

    Til umræðu ofangreint.
    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 12 Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses felur Ágústi að vinna áfram að upplýsingaöflun hvað varðar val á byggingarefni, byggingarleiðum og verktökum og stilla upp samanburði á valkostum til að leggja fyrir stjórnina.
  • 15.2 201806119 Rekstur félagsins og starfsemi í Lokastíg 3
    Til umræðu annars vegar starfsemi á vegum félagsmálasviðs Dalvíkurbyggðar í fasteigninni við Lokastíg 3 og starfsmannahald og hins vegar umsjón og rekstur félagsins á eigninni.

    Eyrún og Ágúst viku af fundi kl. 12:13.
    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 12 Lagt fram til kynningar.

16.Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 15

Málsnúmer 1809014FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • 16.1 201802004 Undirbúningur framkvæmda
    Undir þessum lið kom á fund stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses Ágúst Hafseinsson frá Form ráðgjöf kl. 14:00.

    Á 14. fundi stjórnar þann 31. ágúst 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Undir þessum lið kom á fundinn Ágúst Hafsteinsson frá Form ráðgjöf, kl. 11:00.

    Á 13. fundi stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses þann 6. júlí 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Undir þessum lið kom á fundinn Ágúst Hafsteinsson, arkitekt hjá Form ráðgjöf ehf., kl. 13:00. Á 12. fundi stjórnar þann 2.júlí s.l. voru til umfjöllunar upplýsingar er varðar val á byggingarefni og byggingarleiðum við Lokastíg 3. Ágústi var falið að vinna áfram að upplýsingaöflun hvað varðar val á byggingarefni, byggingarleiðum og verktökum og stilla upp samanburði á valkostum til að leggja fyrir stjórnina. Til umræðu ofangreint. Ágúst vék af fundi kl. 14:45. Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar ehf. felur Ágústi að vinna áfram að málum og fá nánari útlistanir frá mögulegum verktökum. Berki Þór er falið að afla upplýsinga hjá öðrum sveitarfélögum um efnisval. Guðrún Pálínu er falið að ítreka beiðni um upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. "


    Guðrún Pálína kynnti svar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 09.07.2018, við fyrirspurnum frá stjórnarfundi, um innkaupa- og útboðsmál.

    Börkur Þór kynnti þær upplýsingar sem hann hefur aflað um efnisval.

    Ágúst kynnti samanburð á tilboðum frá Kötlu ehf. dagsett þann 24.08.2018 og Tréverki ehf. dagsett þann 24.08.2018.
    Til umræðu ofangreint.

    Ágúst vék af fundi kl. 12:09.

    Stjórn leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að byggja timbureiningahús og felur Ágústi að halda áfram með hönnun á byggingum og sækja um framkvæmdaleyfi til umhverfisráðs.

    Stjórnin samþykkir einnig samhljóða með 3 atkvæðum að fela Ágústi að afla nánari upplýsinga frá tilboðsgjöfum hvað varðar eftirfarandi:
    Mannafla
    Upplýsingar um framkvæmdatíma og afhendingu
    Yfirlýsingu um allar vottanir fyrir íslenska byggingareglugerð.
    Upplýsingar um framleiðanda timbureininga, drög að samningi á milli aðila og dæmi um sambærileg hús á Íslandi.

    Óskað er eftir að ofangreindar upplýsingar liggi fyrir eigi síðar en 14. september n.k."

    Ágúst gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hann hefur aflað á milli funda verðandi ofangreint.

    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 15 Samkvæmt ofangreindu eru fyrirliggjandi tvö tilboð frá 24. ágúst s.l.:
    Katla ehf. kr. 191.390.000 með vsk.
    Tréverk ehf. kr. 220.400.000 með vsk.

    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ganga til samninga við lægstbjóðanda sem er Katla ehf. á grundvelli tilboðs dagsettu þann 24. ágúst s.l. með fyrirvara um að forsendur tilboðsins standist og að tilboðsgjafi sé í skilum samkvæmt lögum um opinber innkaup. Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Ágústi Hafsteinssyni hjá Form ráðgjöf að ganga til samningagerðar við Kötlu ehf. og samningur verður svo til umfjöllunar og afgreiðslu í stjórn.

17.Frá skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga; Fundargerðir nr. 10-12.

Málsnúmer 201803068Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir skólanefndar TÁT nr. 10-12.

18.Sveitarstjórn - 305, frá 18.09.2018, til kynningar.

Málsnúmer 1809007FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.Félagsmálaráð - 221, frá 18.09.2018

Málsnúmer 1809010FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
6. liður.
  • 19.1 1809076 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 1809076

    Bókað í trúnaðarmálabók
    Félagsmálaráð - 221 Bókað í trúnaðarmálabók.
  • 19.2 201809081 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201809081

    Bókað í trúnaðarmálabók
    Félagsmálaráð - 221 Bókað í trúnaðarmál.
  • 19.3 201808075 Fjárhagsáætlun 2019
    Félagsmálastjóri fór yfir drög að fjárhagsáætlun félagsmálasviðs fyrir árið 2019. Félagsmálaráð - 221 Félagsmálaráð gerði ekki athugasemdir við framkomin gögn og samþykkir drög að fjárhagsáætlun félagsmálasviðs fyrir árið 2019. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Starfsmenn félagsmálasviðs kynntu drög að starfsáætlun sviðsins fyrir árið 2019. Félagsmálaráð - 221 Félagsmálaráð samþykkir samhljóða drög að starfsáætlun félagsmálasviðs fyrir árið 2019. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Starfsmenn félagsþjónustu lögðu fram til kynningar ný lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 sem taka eiga gildi þann 1.október 2018. Farið var yfir breytingar á nýju lögunum frá þeim sem nú er í gildi. Félagsmálaráð - 221 Félagsmálaráð fór yfir ný lög um félagsþjónustu sveitarfélaga og telur margt sem þar kemur fram óljóst hvað varðar breytingar á umfangi starfsins og fjármagnsþörf. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Félagsráðgjafafélag Íslands dags. 7.september 2018 um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga sem tekur gildi þann 1. október 2018. Þar lýsir félagsráðgjafafélag Íslands ánægju sinni yfir þeim lagabreytingum sem verða í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga þann 1. október nk. þar sem segir að sveitarfélög skuli hafa á að skipa félagsráðgjöfum til að starfa að verkefnum sviðsins. Hafin er vinna við að fá félagsráðgjafa til starfa hjá félagsþjónustu í verktöku eða sem aðkeypta þjónustu við sviðið. En til frekari upplýsinga hefur það verið gert í nokkrum málum á undanförnum misserum. Félagsmálaráð - 221 Félagsmálaráð samþykkir samhljóða það sem þegar hefur verið gert í málinu og felur starfsmönnum að meta þörf fyrir ráðningu félagsráðgjafa reglulega. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tóku:

    Þórhalla Karlsdóttir, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu á þessum lið kl. 16:55.
    Katrín Sigurjónsdóttir.
    Guðmundur St. Jónsson.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs um að gerður verði samningur við verktaka um aðkeypta þjónustu félagsráðgjafa en ekki verði ráðinn félagsráðgjafi til starfa hjá sveitarfélaginu að svo stöddu, Þórhalla Karlsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
  • Á 876.fundi byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 6.september sl., var tekið fyrir rafrænt erindi frá hjúkrunarframkvæmdarstjóra Dalbæjar beiðni um framlag til bílakaupa og endurbóta á salernisaðstöðu fyrir fjárhagsáætlunargerð 2019. í fundargerð byggðaráðs, 876. fundi, var síðan samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umfjöllunar félagsmálaráðs og óskar byggðarráð eftir að fá rökstudda tillögu ráðsins til afgreiðslu. Félagsmálaráð - 221 a)Félagsmálaráð leggur til að byggðarráð samþykki styrk til bílakaupa til Dalbæjar með þeim rökum að með nýjum lögum er aukin þörf á slíkum bíl til ferðaþjónustu fatlaðra í sveitarfélaginu. Við leggjum til að gerður verði þjónustusamningur um samnýtingu bifreiðarinnar milli Dalbæjar og félagsmálasviðs. Við leggjum til að styrkurinn verði í hlutfalli við áætlaða nýtingu sviðsins á bifreiðinni.
    b) Félagsmálaráð vísar erindinu samhljóða til eignarsjóðs og telur sig ekki hafa forsendur til að meta umsókn þessa.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Þórhalla Karlsdóttir kom inn á fundinn að nýju kl. 16:58 undir þessum lið.

    Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfanst afgreiðslu sveitarstjórnar eru því lagðir fram til kynningar´.

20.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 879, frá 26.09.2018

Málsnúmer 1809013FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
8. liður.
  • a) Tillaga að starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálasviðs 2019.

    Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 8:15.

    Sviðsstjóri félagsmálasviðs fór yfir og kynnti tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálasviðs fyrir árið 2019 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2020-2022.

    Til umræðu ofangreint.

    Eyrún vék af fundi kl. 09:15.

    b) Tillaga að starfs- og fjárhagsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs 2019 ásamt starfsáætlun upplýsingafulltrúa.

    Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir og kynnti tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs ásamt starfsáætlun upplýsingafulltrúa fyrir árið 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022.

    Til umræðu ofangreint.

    c) Önnur mál.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 879 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 69. fundi menningarráðs þann 19. september 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað varðandi hugmyndir um kaup á listaverkinu 2,34 eftir listamanninn Guðlaug Arason, sbr. erindi frá forstöðumanni bóka- og héraðsskjalasafns sem móttekið var 25. september 2017 og vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2019:
    "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar menningarráðs og óskar eftir rökstuddri tillögu að afgreiðslu. Byggðaráð óskar jafnframt eftir að menningarráð komi með tillögu að stefnu um kaup og viðhald listaverka.
    Menningarráð hefur mikinn áhuga á listaverkinu 2,34 í ljósi skírskotunar til byggðalagsins. Í ljósi þess að ekki liggur fyrir stefna Dalvíkurbyggðar um kaup, viðgerðir og varðvörslu listaverka leggur menningarráð til að ákvörðun um kaup á listaverkinu 2,34 verði frestað þar til sú stefna liggur fyrir. "

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 879 Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 103. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 18. september 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Styrktarsamningar við íþróttafélögin í Dalvíkurbyggð gilda út árið 2019 og óskar íþrótta- og æskulýðsráð að fyrir vinnu við endurnýjun styrktarsamninga við félögin muni öll íþróttafélögin leggja fram sína framtíðarsýn og kostnaðaráætlun á uppbyggingu á sínum íþróttasvæðum til næstu 5-10 ára. Skíðafélagið hefur nú þegar skilað inn slíkri áætlun. Varðandi viðhald á troðara 2019 þá verður það afgreitt undir lið 5 "Starfs-og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs 2019"."

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 879 Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 103. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 19. september 2018 var eftirfarandi bokað:
    "Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að styrkur vegna reiðvegagerðar fyrir árið 2019 verði kr. 2.500.000.- með fyrirvara um að slíkt falli að skipulagsmálum sveitarfélagsins. Reynslan sýnir að utanaðkomandi styrkir til reiðvegagerðar verða hærri ef sveitarfélög leggja til fjármagn á móti slíkum styrkjum. Styrktarsamningar við íþróttafélögin í Dalvíkurbyggð gilda út árið 2019 og óskar íþrótta- og æskulýðsráð að fyrir vinnu við endurnýjun styrktarsamninga við félögin muni öll íþróttafélögin leggja fram sína framtíðarsýn og kostnaðaráætlun á uppbyggingu á sínum íþróttasvæðum til næstu 5-10 ára."
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 879 Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 310. fundi umhverfisráðs þann 7. september 2018 var til umfjöllunar erindi frá Íbúasamtökunum á Árskógssandi með ábendingum og tillögum þeirra í 7 liðum.
    Á fundi byggðaráðs var farið yfir bókun og niðurstöður umhverfisráðs.

    Á 78. fundi veitu- og hafnaráðs þann 19. september 2018 var til umfjöllunar erindi frá Íbúasamtökunum á Árskógssandi með ábendingum og tillögum þeirra í 10. liðu.
    Á fundi byggðaráðs var farið yfir bókun og niðurstöður veitu- og hafnaráðas.

    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 879 Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 310. fundi umhverfisráðs þann 7. september 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
    "Umhverfisráð þakkar íbúasamtökunum á Hauganesi fyrir innsendar ábendingar og leggur eftirfarandi til.
    1.Vetrarstæði við Ásholt verði stækkað að Lyngholti (samkvæmt tillögu að framkvæmdaráætlun).
    2.Áframhald á gangstétt við Aðalgötu er vísað til deiliskipulagsgerðar fyrir Hauganes sem gert er ráð fyrir að fara í á árinu 2019.
    3. Hraðahindrun við Aðalgötu verði lengd samkvæmt tillögu og er umhverfisstjóra falið að framkvæma það næsta sumar.
    4. Umhverfisráð hefur þegar óskað eftir lækkun á umferðarhraða og uppsetningu á skiltum undir málnr. 201809040.
    5. Sviðsstjóra falið að skerpa á tímasetningum vegna snjómoksturs.
    Samþykkt með fimm atkvæðum."

    Á 78. fundi veitu- og hafnaráðs þann 19. september 2018 var m.a. eftirfarandi bókað:
    "Erindið sem um ræðir er að loka fyrir umferð að gömlu bryggjunni og seinna uppbygging á henni. Í erindinu er einnig bent á að það sé álit íbúa að um menningarverðmæti sé að ræða.
    Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að gera ráð fyrir því að gera ráð fyrir kr. 800.000,- til lagfæringar á henni við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019 og að lokað verði fyrir umferð fram á bryggjunna. "

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 879 Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 69. fundi menningarráðs þann 19. september 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
    "Menningarráð leggur til að orðið verði við beiðni um rekstrarstyrk að fjárhæð kr. 150.000. Styrkurinn tekinn af lykli 5810-9145. "
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 879 Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 867. fundi byggðaráðs þann 11. maí 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
    "a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind drög að samkomulagi með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum og felur sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að ganga frá samningi við húseigendur við Hafnarbraut 16 og 18. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 11/2018 við fjárhagsáætlun 2018, allt að kr. 2.000.000, við deild 09290, lykill 4620 og að viðaukanum sé mætt með lækkun á handbæru fé."

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi undirritað samkomulag á milli Dalvíkurbyggðar annars vegar og húseiganda við Hafnarbraut 16 og Hafnarbraut 18 hins vegar, dagsett þann 14. september 2018.

    Í rafpósti sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs frá 24. september s.l. kemur fram að að ósk húseiganda var að frestur til loka framkvæmda yrði fluttur til 1. ágúst 2019 og þurfi því að flytja það fjármagn sem heimild var fyrir yfir á árið 2019.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 879 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samkomulag. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreint samkomulag við húseigendur við Hafnarbraut 16 og 18 um stoðvegg á lóðarmörkum.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsettur þann 21. september 2018 þar sem kynnt er frétt um yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga. Fram kemur að Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur tekið saman yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga, skv. 1. mgr. 7. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011. Yfirlitið er ætlað til leiðbeiningar fyrir sveitarfélög við stefnumótun og áætlanagerð ásamt því að auðvelda umræðu og yfirsýn yfir skyldur og hlutverk sveitarfélaga.
    Sjá nánar:
    https://www.stjornarradid.is/default.aspx?pageid=e5cf150d-33a7-11e6-80c7-005056bc217f&newsid=6dbf9f74-bdaa-11e8-942c-005056bc530c

    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 879 Lagt fram til kynningar og vísað á fagráð sveitarfélagsins til yfirferðar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Ungmennafélagi Íslands, rafpóstur dagsettur þann 21. september 2018, þar sem stjórn UMFÍ óskar eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ og sveitarstjórnum um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 24. Unglingalandsmóts UMFÍ 2021 og 25. Unglingalandsmóts UMFÍ 2022.Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er um verslunarmannahelgina ár hvert. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið í fyrsta skipti á Dalvík árið 1992 og hefur síðan þá vaxið og dafnað. Nú er svo komið að Unglingalandsmót UMFÍ er orðinn ómissandi viðburður hjá mörgum fjölskyldum um verslunarmannahelgi. Frestur til að skila inn umsóknum er til 10. desember 2018.

    Til umræðu ofangreint.



    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 879 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til upplýsingar í íþrótta- og æskulýðsráði en byggðaráð sér ekki flöt á því að Dalvíkurbyggð sæki um að þessu sinni. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 20.11 201809107 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 879 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu möguleg umsókn Dalvíkurbyggðar um framlag úr stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024 vegna:

    "B.3. Stuðningur við byggingu smávirkjana.
    Verkefnismarkmið: Að kanna og styðja möguleika á aukinni raforkuframleiðslu á landsbyggðinni með smávirkjunum og efla þar með orkuöryggi á landsvísu.
    Orkustofnun og sveitarfélög kanni möguleika á staðbundnum lausnum í orkumálum með því að kortleggja mögulega smærri virkjunarkosti á landsbyggðinni (allt að 10 MW). Ráðist verði í uppfærslu á gagnagrunni Orkustofnunar um smærri vatnsaflsvirkjanir og samvinnu við Veðurstofuna um rennslislíkan. Verkefnið feli einnig í sér forhönnun virkjunarkosta og fræðsluátak. Verkefnið verði ekki bundið við vatnsaflsvirkjanir.
    Ábyrgð: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
    Framkvæmdaraðili: Orkustofnun.
    Dæmi um samstarfsaðila: Landshlutasamtök sveitarfélaga.
    Tímabil: 2018?2022.
    Tillaga að fjármögnun: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti."

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 879 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar í veitu- og hafnaráði. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar.

21.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 880, frá 02.10.2018

Málsnúmer 1809015FVakta málsnúmer

  • a) Tillaga að starfs- og fjárhagsáætlun 2019 og 2020-2022 frá umhverfis- og tæknisviði.

    Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 17:00.

    Börkur Þór kynnti og lagði fram tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og tæknisviðs vegna ársins 2019 og 2020-2022, ásamt tillögum að viðhaldsáætlun Eignasjóðs og framkvæmdaáætlun Eignasjóðs.

    Til umræðu ofangreint.

    Börkur Þór vék af fundi kl. 19.40.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 880 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og er hún því lögð fram til kynningar.

22.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 881, frá 03.10.2018

Málsnúmer 1809016FVakta málsnúmer

  • a) Tillaga að starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs fyrir árið 2019 og árin 2020-2022.
    Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 17:00.

    Hlynur kynnti tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun 2019 frá fræðslu- og menningarsviði ásamt tillögum fyrir árin 2020-2022.

    Til umræðu ofangreint.

    Hlynur vék af fundi kl. 19:30.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 881 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og er hún því lögð fram til kynningar.

23.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 882, frá 04.10.2018

Málsnúmer 1810001FVakta málsnúmer

5. liður; sér liður á dagskrá.
6. liður; sér liður á dagskrá.
7. liður; sér liður á dagskrá.
8. liður; sér liður á dagskrá.
9. liður; sér liður á dagskrá.
10. liður.
13. liður.
15. liður.
16. liður.
18. liður.
  • a) Tillaga að starf- og fjárhagsáætlun veitu- og hafnasviðs 2019 og 2020-2022.

    Sveitarstjóri kynnti tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun 2019 og 2020-2022 fyrir veitu- og hafnasvið, þar sem sviðsstjóri er fjarverandi í sumarleyfi.

    Til umræðu ofangreint.

    b) Önnur mál.

    Rætt um hvað er útistandandi, næstu skref og fundi hvað varðar fjárhagsáætlunarvinnuna.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 882 a) Lagt fram til kynningar.
    b) Lagt frma til kynningar.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu forsendur vegna ákvörðunar um álagningu fasteignagjalda 2019, sbr. fundir byggðaráðs nr. 873 og nr. 876. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 882 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu fyrirliggjandi tillögur fagráða að gjaldskrám 2019.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 882 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Kristján E. Hjartarson, formaður stjórnar Hollvinafélags Sundskála Svarfdæla, og Ingimar Guðmundsson, ritari, kl. 9:34.

    Á 876. fundi byggðaráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Tekið fyrir erindi frá Hollvinafélagi Sundskála Svarfdæla, dagsett þann 29. ágúst 2018, þar sem fram kemur að það er vilji félagsins að koma fyrir gömlu pottunum sem félaginu áskotnaðist frá Sundlaug Dalvíkur í sumar niður við Sundskála Svarfdæla. Efniskostnaður er áætlaður kr. 500.000 og óskar félagið eftir styrk frá Dalvíkurbyggð vegna efniskostnaðar en félagið lýsir sig reiðubúið að leggja fram alla vinnu við niðursetningu pottanna og frágang. Ennfremur er bent á viðhaldsþörf hússins, að gera þurfi könnun á ástandi lagnarinnar ofan úr borholu og niður í skála. Stjórn félagsins er reiðubúin að mæta á fund byggðaráðs og ræða framtíð og hin margvíslegu og spennandi tækifæri sem felast í Sundskála Svarfdæla.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til starfsmanna Eignasjóðs og óskar eftir rökstuddri tillögu að afgreiðslu. Byggðaráð óskar eftir að fá stjórn Hollvinafélags Sundskála Svarfdæla á fund með vísan í ofangreint erindi. "

    Til umræðu ofangreint.

    Kristján og Ingimar viku af fundi kl. 10:18.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 882 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir frá stjórn Hollvinafélags Sundskála Svarfdæla nánari útfærslu á hugmyndum félagsins um Sundskála Svarfdæla fyrir 1. nóvember n.k. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 2. október 2018, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 vegna snjómoksturs. Fram kemur að samkvæmt þeim gögnum sem fyrir liggja eru eftirstöðvar af þeim kr. 19.550.001 sem áætlaðar voru til snjómoksturs á árinu 2018 kr. 1.601.226.
    Ef tekið er meðaltals kostnaður í október-desember á árunum 2013 til 2017 þá er hann kr. 9.668.585.
    Undirritaður óskar eftir viðauka kr. 8.500.000 á 10-60-4948 út frá reynslu fyrri ára.


    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 882 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka að upphæð kr. 5.000.000 við deild 10600 og lykil 4948, viðauki nr. 32 við fjárhagsáætlun 2018. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Tekin fyrir beiðni frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 2. október 2018, um viðauka vegna hækkunar á launakostnaði vegna veikinda við deild 06800, Íþróttamiðstöð, að upphæð kr. 326.127, og hækkun á kostnaði vegna innkaupa á heitu vatni kr. 1.853.830, lykill 2531. Nettó breytingin er því kr. 2.197.957.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 882 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 33 að upphæð kr. 2.197.957, þ.e. kr. 326.127 vegna launakostnaðar á deild 06500 og kr. 1.853.830 á lið 06500-2531 vegna kaupa á heitu vatni. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 2. október 2018, þar sem óskað er eftir viðauka til lækkunar við deild 06800, lykil 9145, kr. -9.964.456, þar sem áætlaðar styrkveitingar skv. samningum eru of háar.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 882 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 34 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. - 9.964.456 við deild 06800 og á lykil 9145. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 2. október 2018, þar sem óskað er eftir viðauka við deild 06270 til lækkunar á launakostnaði annars vegar að upphæð kr. -3.261.440 og hins vegar til gjalda að upphæð kr. 337.822 vegna lækkunar á áætluðum tekjum sem falla ekki til. Nettó breytingin er því lækkun á kostnaði að upphæð kr.- 3.261.440. Launabreytingin er komin til vegna þess að færri komu til starfa við Vinnuskólann er áætlað var. Seld þjónusta vinnuskólans var engin þar sem svo fáir voru að vinna og þá er ekki svigrúm til að taka að sér verkefni sem gefur tekjur.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 882 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við deild 06270, nr. 35 við fjárhagsáætlun 2018, kr. - 3.261.440 til lækkunar á launakostnaði og kr. 337.822 vegna lækkunar á áætluðum tekjum, lykill 0290. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Tekið fyrir erindi frá leikskólastjóra Krílakots, rafpóstur dagsettur þann 26. september 2018, þar sem óskað er eftir að nýta hluta af áætlun á lykli 2850 til að kaupa fartölvu fyrir verkefnastjóra sérkennslu að upphæð kr. 120.000. Einnig er óskað eftir að færa af lykli 4940, Ræsting húsnæðis, yfir á lykil 1440, Fatnaður starfsmanna, fyrir fatapeningum að upphæð kr. 640.000 sem ekki var áætlað fyrir.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 882 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um kaup á fartölvu að upphæð kr. 120.000 fyrir verkefnisstjóra sérkennslu, lykill 04140-2850.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um greiðslur á fatapeningum til starfsmanna Krílakots að upphæð kr. 640.000, bókað á lykil 04140-1440, en svigrúm á móti er tekið af lykli 4940 (bundinn liður).

    Ofangreint kallar ekki á breytingar á gildandi fjárhagsáætlun heldur er um að ræða tilfærslur á milli liða.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Á 68. fundi menningarráðs þann 3. júlí 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs upplýsti ráðið um uppsögn Írisar Ólafar Sigurjónsdóttur forstöðumanns á Byggðasafninu Hvoli og tók uppsögnin gildi frá og með 1.júní 2018.Lagt fram til kynningar. "

    Í samráði við sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs lagði sveitarstjóri fram tillögu um að 50% starf forstöðumanns Byggðasafnsins Hvols verði lagt niður og sameinað 100% starfi forstöðumanns bóka- og héraðsskjalasafns þannig að úr verði einn forstöðumaður safna. Fram kom á fundinum að menningarráð var upplýst á fundi menningarráðs þann 19. september s.l. og að fyrir liggja drög að starfslýsingu fyrir forstöðumann safna.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 882 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu um að starf forstöðumanns Byggðasafnsins Hvols verði lagt niður og það sameinað starfi forstöðumanns bóka- og héraðsskjalasafns þannig að úr verði einn forstöðumaður safna.
    Byggðaráð samþykkir jafnframt samhljóða með 3 atkvæðum að breytingin taki gildi frá og með 1.nóvember 2018.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tóku:
    Katrín Sigurjónsdóttir.
    Guðmundur St. Jónsson.


    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að starf forstöðumanns Byggðasafnsins Hvols verði lagt niður og það sameinað starfi forstöðumanns bóka- og héraðsskjalasafns þannig að úr verði einn forstöðumaður safna. Breytingin taki gildi frá og með 1. nóvember 2018.
  • Tekið fyrir erindi frá Laxós ehf., dagsett þann 6. september 2018, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið Dalvíkurbyggð láti Laxós ehf. fá viljayfirlýsingu um að lóð, eða landsvæðið við ströndina norðan við Hauganes, verði úthlutað til Laxós ehf. Einnig er óskað eftir viljayfirlýsingu um að sveitarfélagið verði í stakk búið til að útvega starfseminni heitt vatn á sanngjörnu verði.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 882 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að leita ráðgjafar hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar um laxeldismál almennt í Dalvíkurbyggð og/eða í Eyjafirði. Einnig að stefnt verði á að upplýsa íbúa sveitarfélagsins um áform fyrirtækja í fiskeldismálum í Dalvíkurbyggð og/eða í Eyjafirði.

    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 853. fundi byggðaráðs þann 25. janúar 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
    "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela teymi Dalvíkurbyggðar gegn einelti og kynferðislegu áreitni að yfirfara aðgerðaráætlun sveitarfélagsins með tilvísan í ofangreinda hvatningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga."

    Á 215. fundi félagsmálaráðs þann 8. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hvetur sveitarstjórnir landsins til að ræða leiðir gegn kynferðisofbeldi og áreitni í stjórnmálum og á vinnustöðum sveitarfélaga. Var á stjórnarfundinum einnig bent á nauðsyn þess að öll sveitarfélög setji sér formlega stefnu og viðbragðsáætlun vegna eineltis, ofbeldis og kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni enda sé slík hegðun ólíðandi með öllu. Voru þau sveitarfélög sem ekki hafa gert slíkt, hvött til að nýta sér sem fyrirmynd stefnu og viðbragðsáætlun sambandsins.Frestað til næsta fundar".

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 882 Lagt fram til kynningar, sjá mál 201802073 hér á eftir. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga teymis hvað varðar endurskoðun á aðgerðaráætlun Dalvíkurbyggðar vegna eineltis og kynferðislegrar áreitni; drög að stefnu Dalvíkurbyggðar gegn einelti, áreitni og ofbeldi.

    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 882 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að stefnu Dalvíkurbyggðar gegn einelti, áreitni og ofbeldi og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Byggðaráð færir teyminu, sem í eiga sæti starfs- og námsráðsgjafi, kennsluráðgjafi, launafulltrúi og aðstoðarskólastjóri TÁT, bestu þakkir fyrir góða vinnu.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
    Katrín Sigurjónsdóttir.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að stefnu Dalvíkurbyggðar gegn einelti, áreitni og ofbeldi. Sveitarstjórn tekur undir þakkir byggðaráðs til vinnuhópsins.
  • Á 853. fundi byggðaráðs þann 25. janúar 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
    "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að reglurnar verði lagðar niður í núverandi mynd og að upplýsingafulltrúa sé falið að móta tillögur að stuðningi við frumkvöðla í Dalvíkurbyggð í samræmi við umræður á fundinum."

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að nýjum reglum fyrir nýsköpunar- og þróunarsjóð Dalvíkurbyggðar.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 882 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa reglunum eins og þær liggja fyrir til umsagnar í atvinnumála- og kynningarráði. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 877. fundi byggðaráðs þann 13. september 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað um samningsdrög við Bakkabjörg ehf. vegna leigu á Rimum:
    "Byggðaráð frestar afgreiðslu og felur sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að uppfæra drögin miðað við þær ábendingar sem komu fram á fundinum."

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdu uppfærð drög frá sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 882 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
    Katrín Sigurjónsdóttir.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreind samningsdrög við Bakkabjörg ehf. vegna leigu á Rimum.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands (MN), dagsettur þann 21. september 2018, þar sem fram kemur að samningur við MN við sveitarfélagið rennur út nú um áramótin og fer MN þess á leit að samningurinn verði endurnýjaður til þriggja ára eða til ársloka 2021. Framlag sveitarfélagsins er 500 kr. per íbúa á ári. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands óskar einnig eftir að fá að koma á fund hjá sveitarfélaginu til að kynna verkefni og starfsemi Markaðsstofunnar.

    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 882 Byggðaráð samþykkir samljóða með 3 atkvæðum að leggja til að gerður verði samningur til eins árs eða út árið 2019 með vísan til tillögu stjórnar Eyþings frá 21. september s.l. hvað varðar viðræður um sameiningu Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna:" Það er sameiginleg sýn aðildarsveitarfélaga Eyþings að heillavænlegt sé til framtíðar litið að samstarfsverkefnin sem sinnt er nái yfir allt starfssvæði landshlutasamtakanna og því mikilvægt að heildarsýn náist í sameiginlegri atvinnuþróun og byggðarmálum á Eyþingssvæðinu. Aðalfundur Eyþings haldinn í Mývatnssveit 21.-22. september 2018 samþykkir að skipa fimm einstaklinga í starfshóp til að hefja viðræður við Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar í samræmi við erindi þess til fundarins. Jafnframt er starfshópnum falið að hefja viðræður við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga um form samstarfs og samvinnu þessara þriggja aðila á sviði atvinnu- og byggðamála til framtíðar. Starfshópurinn skal hafa lokið störfum fyrir 1. mars 2019. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
    Katrín Sigurjónsdóttir.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu og tillögu byggðaráðs um að gerður verði samningur til eins árs við Markaðsstofu Norðurlands.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 28. september 2018, þar sem Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilisbarna hjá báðum forsjárforeldrum, 25. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. október n.k.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 882 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 26. september 2018, þar sem Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda, 19. mál.

    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 17. október n.k.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 882 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem leggur til að innsend umsögn Dalvíkurbyggðar verði sett á heimasíðu sveitarfélagsins til upplýsingar fyrir íbúana.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu og umsögn.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dagsettur þann 25. september 2018, þar sem boðað er til aðalfundar samtakanna miðvikudaginn 10. október n.k. kl. 12:15 á Hilton Reykjavík Nordica. Einn fulltrúi þarf í það minnsta að mæta frá hverju aðildarsveitarfélagi. Einnig eru aðildarsveitarfélög beðin um að skrá alla fulltrúa ef fleiri en einn mæta fyrir hönd viðkomandi sveitarfélags. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 882 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 20. september 2018, þar sem boðað er til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga miðvikudaginn 10. október n.k. á Hilton Reykjavík Nordica kl. 16:00. Ráðherra væntir þess að sveitarstjóri sjái sér fært að sitja ársfundinn eða senda annan fulltrúa frá sveitarfélaginu. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 882 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Eyþingi, dagsettur þann 26. september 2018, þar sem kynnt er dagskrá kjördæmaviku.

    Fram kom á fundinum að fulltrúar Dalvíkurbyggðar sóttu fundinn með þingmönnum kjördæmis Norðurlands eystra miðvikudaginn 4. október s.l.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 882 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eyþings nr. 309 frá 21. september s.l. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 882 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu lagðir fram til kynningar.

24.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 883, frá 17.10.2018

Málsnúmer 1810005FVakta málsnúmer

2. liður; sér liður á dagskrá.
4. liður.
6. liður; sér liður á dagskrá.
  • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, kl. 16:00.


    Á 878. fundi byggðaráðs þann 20. september 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Á 877. fundi byggðaráðs þann 13. september 2018 var eftirfarandi bókað:
    Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, kl. 13:09. Til umræðu og undirbúningur fyrir fyrirhugaðan íbúafund um "Gamla skóla" og framtíðarhlutverk hans.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að koma með inn á næsta fund byggðaráðs tillögu að könnun til íbúa um hvert framtíðarhlutverk húsnæðisins ætti að vera.
    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að rafrænni könnun um ofangreint málefni.
    Til umræðu.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að könnun með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum."

    Upplýsingafulltrúi kynnti samantekt sína úr ofangreindri könnun. Könnunin var framkvæmd í gegnum kannanakerfið SurveyMonkey og var opin frá 25. september til og með 5. október 2018. Könnunin var birt á heimasíðu og facebooksíðu sveitarfélagsins og var öllum opin þátttaka. Heildarfjöldi spurninga voru 5 og alls bárust 204 svör.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 883 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að birta helstu niðurstöður á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tóku:
    Katrín Sigurjónsdóttir.
    Valdemar Þór Viðarsson.
    Guðmundur St. Jónsson.
    Jón Ingi Sveinsson.

    Lagt fram til kynningar.

  • Á 37. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 3. október 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Á 36. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var eftirfarandi meðal annars bókað:
    ,,Atvinnumála- og kynningarráð felur upplýsingafulltrúa að koma með tillögu að frekari hátíðarhöldum ásamt kostnaðaráætlun fyrir næsta fund ráðsins. "

    Upplýsingafulltrúi leggur fyrir ráðið tillögu að hátíðarhöldum ásamt kostnaðaráætlun.
    Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að leggja til að haldið verði upp á 20 ára afmæli Dalvíkurbyggðar með því að bjóða íbúum sveitarfélagsins í 20 ára afmæliskaffi. Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð allt að 450.000.- á deild 21-500. "

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdið beiðni um viðauka að upphæð kr. 450.000 á deild 21500 vegna afmæliskaffis í tilefni af 20 ára afmæli Dalvíkurbyggðar.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 883 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 36 við fjárhagsáætlun 2018, allt að kr. 450.000 við deild 21500. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að samið verði við Basalt á grundvelli tilboðs.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 10. október 2018 frá Markaðsstofu Norðurlands þar sem kynnt er skýrsla um starf Flugklasans Air 66N síðustu mánuði.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 883 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 16:44 vegna vanhæfis.

    Tekinn fyrir rafpóstur frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, dagsettur þann 5. október 2018, þar sem kynnt er auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskiveiðiársins 2018/2019. Með auglýsingunni vill ráðuneytið gefa bæjar- og sveitarstjórnum kost á að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2018/2019 á grundvelli 10. gr. laga nr. 116/2006, með síðari breytingum. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2018.

    Til umræðu ofangreint.

    Margrét vék af fundi kl. 16:46.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 883 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2018/2019, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Undir þessum lið tóku til máls:
    Guðmundur St. Jónsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu við umfjöllun og afgreiðslu og vék af fundi kl. 19:29. Þórhalla Franklín Karlsdóttir, 2. varaforseti, tók því við fundarstjórn.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að fela sveitarstjóra að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2018/2019, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
  • Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl.16:47.

    Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 16:48.

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga sviðsstjóra UT-sviðs um að keyptur verði Nissa Leaf N-Connecta ásamt vetrardekkjum á felgum og hleðslustöð. Áætlaður heildarkostnaður er nálægt þeim 5 m.kr. sem gert er ráð fyrir í bílakaup á þessu ári fyrir UT-svið.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 883 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri beiðni til fjárhagsáætlunar 2019 og heimilar kaup á ofangreindri tegund að bifreið með fyrirvara um að tillagan verði samþykkt í fjárhagsáætlun 2019 af sveitarstjórn. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:30 og tók aftur við fundarstjórn.

    Lagt fram til kynningar.
  • Tekin fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 þannig að áætlað framlag að upphæð 2,0 m.kr. vegna stoðveggja við Hafnarbraut 16 og 18 færist yfir á fjárhagsáætlun 2019 þar sem húseigendur munu ekki hefja framkvæmdir fyrr en á næsta ári samkvæmt samþykktu samkomulagi sem tekið var fyrir á fundi byggðaráðs nr.879. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 883 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 37 við fjárhagsáætlun 2018 þannig að liður 09290-4620 verði kr. 0. Viðaukunum verði mætt með hækkun á handbæru fé.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi hvað varðar árið 2019 til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.Er sér liður á dagskrá.
  • Tekin fyrir greinargerð frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 11. október 2018, er varðar framkvæmdir við rennibrautir við Sundlaug Dalvíkur og framúrkeyrslu á kostnaði umfram heimildir.

    Í upprunalegri áætlun var gert ráð fyrir 35,0 m.kr. í rennibraut en bygginganefnd Sundlaugar Dalvíkur mælti með að keypt yrði tvöföld vatnsrennibraut og óskaði því eftir viðauka að upphæð 15 m.kr., sbr. erindi dagsett þann 26. mars 2018. Áætlaður heildarkostnaður við verkið var kr. 49.931.020 og samþykkt heimild á fjárhagsáætlun 50 m.kr.

    Í greinargerð sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs kemur fram að heildarkostnaður við rennibrautirnar varð kr. 66.749.331 eða 33,5% fram yfir heimild og er farið yfir ástæður þess að verkið var mun kostnaðarsamara en gert var ráð fyrir í greinargerðinni.

    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 883 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 876. fundi byggðaráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Tekið fyrir erindi frá Hjörleifi Hjartarsyni, dagsett þann 18. ágúst 2018, þar sem Hjörleifur minnir á að við gerð fjárhagsáætlunar 2019 þurfi að gera ráð fyrir verkefnum tengd Friðlandi Svarfdæla sem áður voru á höndum Náttúruseturs á Húsabakka.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar umhverfisráðs og óskar eftir að fá rökstudda tillögu að afgreiðslu."

    Á fundinum upplýsti sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs að erindið hefur ekki verið tekið fyrir í umhverfisráði þar sem beðið er eftir viðbrögðum frá Umhverfisstofnun varðandi drög að samkomulagi á milli Dalvíkurbyggðar og Umhverfisstofnunar um Friðland Svarfdæla.

    Á 857. fundi byggðaráðs þann 22. febrúar 2018 var meðal annars bókað:"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að eiga fund með Umhverfisstofnun um ofangreind samningsdrög og koma ábendingum sem fram hafa komið á framfæri."

    Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerði grein fyrir fundi sem hann og fyrrverandi sveitarstjóri áttu með Umhverfisstofnun og hvar málið er statt.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 883 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir fundi með Umhverfisstofnun við fyrsta tækifæri í Dalvíkurbyggð svo hægt sé að ljúka málinu hið fyrsta.

    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að gert verði ráð fyrir kr. 1.000.000 á fjárhagsáætlun 2019 vegna Friðlands Svarfdæla; viðhald og uppbygging.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 878. fundi byggðaráðs þann 20. september 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Á 221. fundi félagsmálaráðs þann 18. september s.l. var meðal annars eftirfarandi bókað:
    a)Félagsmálaráð leggur til að byggðarráð samþykki styrk til bílakaupa til Dalbæjar með þeim rökum að með nýjum lögum er aukin þörf á slíkum bíl til ferðaþjónustu fatlaðra í sveitarfélaginu. Við leggjum til að gerður verði þjónustusamningur um samnýtingu bifreiðarinnar milli Dalbæjar og félagsmálasviðs. Við leggjum til að styrkurinn verði í hlutfalli við áætlaða nýtingu sviðsins á bifreiðinni. b) Félagsmálaráð vísar erindinu samhljóða til eignarsjóðs og telur sig ekki hafa forsendur til að meta umsókn þessa. "
    Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2019 og 2020-2022."

    Til umræðu ofangreint.

    Börkur Þór vék af fundi kl. 17:40.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 883 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að gert verði ráð fyrir allt að kr. 6.000.000 framlagi frá Dalvíkurbyggð vegna kaupa á bifreið fyrir Dalbæ og gerður verði samningur á milli Dalvíkurbyggðar og Dalbæjar um afnot sveitarfélagsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • a) Starfsáætlanir

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdu uppfærðar starfsáætlanir frá umhverfis- og tæknisviði og fræðslu- og menningarsviði.

    b) Rekstur og rammar

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt á niðurstöðum vinnubóka í samanburði við fjárhagsramma. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir frávik.

    c) Viðhald

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð tillaga að viðhaldi Eignasjóðs.
    Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir breytingar á milli funda.

    d) Framkvæmdir

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð tillaga frá umhverfis- og tæknisviði að framkvæmdum Eignasjóðs

    e) Beiðnir um búnaðarkaup

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt á beiðnum stjórnenda um búnaðarkaup. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti samantektina og frávik á milli beiðna, áætlunar og endurnýjaráætlunar vegna tölvu- og hugbúnaðamála.

    f) Afgreiðslur á erindum

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt á erindum sem bárust vegna auglýsingar um fjárhagsáætlun, umfjöllun og afgreiðslur á þeim. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðu mála.

    g) Önnur mál.

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt á öðrum útistandandi atriðum sem á eftir að taka ákvörðun um.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 883 a) Lagt fram til kynningar.
    b) Lagt fram til kynningar.
    c) Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að taka út úr viðhaldsáætlun Eignasjóðs 5,0 m.kr. vegna girðingar við Sundlaug Dalvíkur.
    d) Lagt fram til kynningar.
    e) Á fundinum var unnið að breytingum á áætlun um búnaðarkaup á grundvelli frávika.
    f) Lagt fram til kynningar.
    g) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að 2,0 m.kr. verði settar á deild 13800 inn á fjárhagsáætlun 2019 vegna nýsköpunar- og þróunarstyrkja í samræmi við fyrirliggjandi drög að reglum.

    Á fundinum var farið yfir bókanir veitu- og hafnaráðs frá 79. fundi þann 17. október 2018, mál 201808031 og mál 201707032. Byggðaráð felur sveitarstjóra að fara yfir málin með sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs.

    Frekari umfjöllun frestað til næsta fundar.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Frestað til næsta fundar. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 883
  • Frestað til næsta fundar. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 883
  • Frestað til næsta fundar. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 883
  • Frestað til næsta fundar.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 883
  • Frestað til næsta fundar. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 883
  • Frestað til næsta fundar. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 883
  • Frestað til næsta fundar. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 883
  • Frestað til næsta fundar. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 883
  • Frestað til næsta fundar. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 883
  • Frestað til næsta fundar. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 883
  • Frestað til næsta fundar. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 883 Bókun fundar Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarsjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar.

25.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 884, frá 18.10.2018

Málsnúmer 1810007FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
8. liður.
9. liður.
  • Á 883. fundi byggðaráðs þann 17. október 2018 voru til umfjöllunar ýmis atriði er varðar vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2019 og 2020-2022.

    a) Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti uppfærða viðhaldsáætlun Eignasjóðs fyrir árið 2019.
    b) Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti uppfærða samantekt yfir áætluð búnaðarkaup 2019.
    c) Farið yfir ýmis útistandandi atriði.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 884 a) Lagt fram til kynningar.
    b) Lagt fram til kynningar.
    c) Vísað áfram til gerðar fjárhagsáætlunar 2019
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 79. fundi veitu- og hafnaráðs þann 17.10.2018 var eftirfarandi bókað:
    "Nokkrar athugasemdir voru gerðar við starfs- og fjárhagsáætlun veitu- og hafnasviðs, þær eru helstar hvað rekstur varðar:
    Lækkun tekna á milli ára hjá Vatnsveitu og Hitaveitu eru um kr. 3.8 milljónir, þar er um að ræða annars vegar álagningu vatnsgjalds á fasteignir og hins vegar minni tekjur af heimlagnagjaldi hitaveitu. Einnig er gert ráð fyrir leiðréttingu á þjónustugjaldi til Tengis ehf vegna samskipta dælustöðva veitna við stjórnstöð að fjárhæð kr. 1,5 milljón. Rafmagnskostnaður hefur verið að hækka vegna dælingar hjá fráveitu og sama má segja hjá hitaveitu, hluti þess er vegna stækkunar á dreifikerfi hitaveitu. Breyting samtals milli ára er kr. 3,7 milljónir.
    Framangreindar skýringar koma frá á innsendum gögnum þar sem tilgreindar skýringar eru við hvern lykil.
    Athugasemdir voru einnig gerðar við framkvæmdaáætlun, þar skráði sviðsstjóri heildarkostnað vegna Austurgarðs í stað hlutdeildar Hafnasjóðs og er búið að lagfæra það og er heildarkostnaður tilgreindur einnig í framkvæmdaslista sem fylgir starfsáætlun.
    Engar aðrar breytingar eru gerðar á framkvæmdaáætlun, sviðsstjóri hefur yfirfarið alla útreikninga og eru þeir réttir. Bent var á að úttektir á veitukerfi ættu ekki heima undir framkvæmdum þ.e. eignfærslu. Það er skoðun ráðsins að rétt sé að færa þetta sem eignfærslu vegna þess að síðar mun þessi frumhönnun verða notuð til að endurbæta dreifikerfi veitnanna.

    Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum endurskoðaða starfs- og fjárhagsáætlun veitu- og hafnasviðs fyrir árið 2019."

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð starfsáætlun veitu- og hafnasviðs ásamt samantekt yfir áætlaðar framkvæmdir og fjárfestingar 2019.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 884 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi breytingar á framkvæmdaáætlun veitu- og hafnasviðs:
    Úttekt á veitukerfi, alls 3,5 m.kr., fari á rekstraráætlun.
    Rannsóknir vegna undirbúnings borunar á Brimnesborgum, 3,0 m.kr, fari á rekstraráætlun.
    Hitastigulsholur í dölunum, 2,0 m.kr, fari á rekstraráætlun.
    Samanlagt 8,5 m.kr. sem eru færðar af framkvæmdaáætlun og yfir á rekstraráætlun.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 79. fundi veitu- og hafnaráðs þann 17.10.2018 var eftirfarandi bókað:
    "Síðla sumars 2014 ákvað sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að láta vinna úttekt á möguleikum til virkjunar vatnsfalla í sveitarfélaginu. Tilgangurinn var að gera grófa könnun á hvaða möguleikar væru á smávirkjunum af ýmsum stærðum, ekki síst virkjunum sem gætu selt rafmagn inn á dreifikerfið og stuðlað að atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu. Ekki væri verra ef sveitarfélagið væri sjálfu sér nægt um rafmagn. Samið var við Mannvit hf um þetta verkefni í ágústmánuði 2014.
    Í framhaldi lét Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar vinna aðra skýrslu sem bar heitið "Úttekt á smávirkjanakostum í Eyjafirði". Báðar þessar skýrslur eru fylgiskjöl með þessu máli.
    Áhugi hefur verið á því að taka þetta mál lengra því er þetta mál tekið upp hér.
    Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að leggja til við byggðarráð að það bæti kr. 2.500.000,- við ramma Hitaveitu Dalvíkur og upphæðin verður færð á málaflokk 4741, lykil 4320, þar hefur þetta verkefni verið hýst."

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 884 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs að finna svigrúm innan fjárhagsramma 2019 vegna þessa verkefnis og skila nýrri vinnubók/um til sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 882. fundi byggðaráðs þann 4. október s.l. voru til umfjöllunar og skoðunar tillögur fagráða að gjaldskrám 2019. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt yfir allar gjaldskrár sem hlotið hafa umfjöllun. Samantektin sýnir tillögur að breytingum á milli áranna 2018 og 2019.

    Til umræðu ofangreint.


    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 884 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ofangreindar gjaldskrár verði leiðréttar í samræmi við útgefnar forsendur með fjárhagsáætlun 2019 og að þær verði þá teknar aftur til umfjöllunar og afgreiðslu byggðaráðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 229. fundi fræðsluráðs þann 12. september 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Í málefna- og samstarfssamningi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar kjörtímabilið 2018-2022 kemur fram að í ljósi góðrar rekstrarafkomu sveitarfélagsins undanfarið ætlar sveitarfélagið að hækka mótframlag sitt til skólamáltíða grunnskólastigs í 50% frá næstu áramótum. Málið verður síðan endurskoðað við gerð fjárhagsáætlunar hvers árs.

    Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að frá og með 1.janúar 2019 verði kostnaðarþátttaka sveitarfélagsins í skólamat á grunnskólastigi 50% í stað 40% eins og nú er."

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 884 Lagt fram til kynningar með vísan í 4. lið hér að ofan. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 230. fundi fræðsluráðs þann 10. október 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu-og menningarsviðs, lagði fram minnisblað um verð á máltíðum til starfsmanna grunnskóla í nokkrum sveitarfélögum.
    Lagt fram til kynningar og umræðu. Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum að verð á máltíðum til starfsmanna grunnskóla verði óbreytt frá því sem nú er."

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 884 Lagt fram til kynningar með vísan í 4. lið hér að ofan. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 876. fundi byggðaráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:

    "Á 873. fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað:
    Teknar fyrir upplýsingar frá sviðsstjóra umhverfis-og tæknisviðs. Samtölur fasteignamats 2007-2019 og samtölur fasteignaálagningar 2019 miðað við óbreyttar forsendur frá fyrra ári. Til umræðu ofangreint.
    Lagt fram til kynningar.
    Til umræðu forsendur vegna álagningu fasteignagjalda 2019.
    Lagt fram til kynningar."

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga sveitarstjóra um að viðmið tekjuteningar hjá einstaklingi verði kr. 230.000 á mánuði og hámarks afsláttur verði kr. 70.000. Áætluð hækkun á niðurgreiðslu til elli- og örorkulífeyrisþega verði því um 4 m.kr. en er bókað árið 2018 um 2,6 m.kr.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 884 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, rafpóstur dagsettur þann 10. október 2018, þar sem óskað er umsagnar um umsókn um rekstrarleyfi fyrir Hjallasel ehf., kt. 410716-0460. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 884 Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að umrætt leyfi sé veitt.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga vinnuhóps um innleiðingu á nýrri persónuverndarlöggjöf að Persónuverndarstefnu Dalvíkurbyggðar.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 884 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að Persónuverndarstefnu Dalvíkurbyggðar eins og hún liggur fyrir og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:

    Katrín Sigurjónsdóttir sem leggur til að vinnuhópnum verði færðar þakkir fyrir vinnu við Persónuverndarstefnu sveitarfélagsins.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að Persónuverndarstefnu og Öryggisstefnu Dalvíkurbyggðar og tekur undir þakkir sveitarstjóra til vinnuhópsins.

  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 12. október 2018, þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019 - 2023 , 172.mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. október n.k.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 884 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera drög að umsögn og leggja fyrir byggðaráð á næsta fundi. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 12. október 2018, þar sem fram kemur að Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendi til umsagnar tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019 -2033 , 173. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. október n.k.

    Ofangreint var tekið fyrir á fundi veitu- og hafnaráðs 17. október 2018 og eftirfarandi meðal annars bókað:
    "Við yfirlestur á ofangreindri tillögu til þingályktunar er ljóst að ekki er gert ráð fyrir neinum stórum verkefnum í Dalvíkurbyggð á því tímabili sem áætlunin tekur til.
    Veitu- og hafnaráð lýsir yfir vonbrigðum sínum að ekki er gert ráð fyrir að eftir árið 2023 sé brugðist við uppsafnaðri viðhaldsþörf hafnamannvirkja innan Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar og hvetur sveitarstjórn að fylgja eftir hagsmunum sveitarfélagsins."
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 884 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera drög að umsögn og leggja fyrir byggðaráð á næsta fundi. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Eyþingi, dagsett þann 4. október 2018, er varðar skipun í fulltrúaráð Eyþings. Dalvíkurbyggð á rétt á 2 fulltrúum.

    Óskað er eftir upplýsingum um skipun fulltrúa í síðasta lagi 22. október n.k.

    Lagt er til að fulltrúar Dalvíkurbyggðar verði:

    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
    Kristján Hjartarson

    Sveitarstjóri situr einnig fundi fulltrúaráðsins sem stjórnarmaður í Eyþingi.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 884 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Eyþingi, dagsettur þann 9. október 2018, þar sem kynnt er Byggðaráðstefnan 2018 í Stykkishólmi 16. - 17. október 2018.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 884 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eyþings nr. 311 frá 9. október s.l. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 884 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru því lagðir fram til kynningar.

26.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 885, frá 25.10.2018

Málsnúmer 1810009FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
1. liður; sér liður á dagskrá.
2. liður; sér liður á dagskrá.
4. liður; sér liður á dagskrá.
5. liður; sér liður á dagskrá.
6. liður.
10. liður.
11. liður.
13. liður.

Lagt fram til kynningar.Er sér liður á dagskrá.
  • Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti helstu niðurstöður heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2018 og þær breytingar sem gerðar hafa verið frá heildarviðauka II.

    Sviðstjóri gerði grein fyrir að bætt hefur verið við viðauka nr. 37 vegna áætlaðs tekjujöfnunarframlags frá Jöfnunarsjóði að upphæð kr. 39.013.000

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 885 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi heildarviðauka III við fjárhagsáætun 2018 og vísar honum til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.
  • Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti helstu niðurstöður tillögu að fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020 -2022 samkvæmt fjárhagsáætlunarlíkani.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 885 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að farið verði sem fyrst í heildstæða skoðun á rekstri og fjárfestingum sveitarfélagsins með vinnuhópum kjörinna fulltrúa og starfsmanna.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Á 884. fundi byggðaráðs þann 18. október 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Á 882. fundi byggðaráðs þann 4. október s.l. voru til umfjöllunar og skoðunar tillögur fagráða að gjaldskrám 2019. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt yfir allar gjaldskrár sem hlotið hafa umfjöllun. Samantektin sýnir tillögur að breytingum á milli áranna 2018 og 2019.

    Til umræðu ofangreint.


    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ofangreindar gjaldskrár verði leiðréttar í samræmi við útgefnar forsendur með fjárhagsáætlun 2019 og að þær verði þá teknar aftur til umfjöllunar og afgreiðslu byggðaráðs."

    Sveitarstjóri kynnti uppfærða samantekt á gjaldskrám í samræmi með leiðréttingum miðað við útgefnar forsendur með fjárhagsáætlun 2019.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 885 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fyrirliggjandi gjaldskrár verði uppfærðar eftir því sem við á miðað við uppfærða útreikninga í ofangreindri samantekt yfir gjaldskrár.
    Gjaldskrár 2019 komi síðan í heild sinni í endanlegri tillögu fyrir byggðaráð áður en þær fara til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Sveitarstjóri kynnti og lagði fram tillögu að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda fyrir árið 2019.

    Lagt er til að álagningarprósenta fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreytt á milli ára og álagning fasteignagjalda verði samkvæmt fyrirliggjandi tillögum að gjaldskrám vatnsveitu og fráveitu. Gjaldskrár vegna sorphirðu er í vinnslu.

    Lagt er til að fjöldi gjalddaga verði áfram 10.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 885 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri tillögu til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Tekið fyrir erindi frá Eyþingi, bréf dagsett þann 16. október 2018, þar sem fram kemur að stjórn Eyþings óskar eftir aukaframlagi frá sveitarfélögum vegna ráðningar framkvæmdastjóra í afleysingar til allt að sex mánaða. Hlutur Dalvíkurbyggðar er áætlaður kr. 575.877 af 9,3 m.kr.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 885 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 38 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. 192.000 við deild 21800 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gert verði ráð fyrir ofangreindu í tillögu að fjárhagsáætlun 2019, kr. 384.000 á deild 21800.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Á 878. fundi byggðaráðs þann 20. september 2019 var eftirfarandi bókað:
    "Á 857. fundi byggðaráðs þann 22. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað: "Tekin fyrir drög að reglum um leiguíbúðir hjá Dalvíkurbyggð og úthlutanir á þeim, bæði hvað varðar útleigu á almennum forsendum sem og á félagslegum forsendum. Til umræðu ofangreint. Frestað til næsta fundar." Með fundarbði byggðaráðs fylgdu ofangreind drög að reglum. Til umræðu ofangreint. Íris vék af fundi kl. 13:45
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela þjónustu- og innheimtufulltrúa og sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að fullvinna ofangreind drög og leggja fyrir byggðaráð til umfjöllunar og afgreiðslu. "

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdu uppfærð tillaga að reglum Dalvíkurbyggðar um úthlutun íbúða.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 885 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar reglur eins og þær liggja fyrir. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að reglum um úthlutun leiguíbúða og þakkar starfsmönnum fyrir vinnuna að þessum reglum.
  • Til umræðu íbúafundur um laxeldismál sem haldinn var af Dalvíkurbyggð mánudaginn 22. október s.k. í félagsheimilinu Árskógi.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 885 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu fyrirliggjandi umsókna og erinda þar til fyrirhugaður kynningarfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar um laxeldismál hefur farið fram. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tóku:
    Katrín Sigurjónsdóttir.
    Guðmundur St. Jónsson.
    Þórhalla Karlsdóttir.
    Dagbjört Sigurpálsdóttir.

    Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 18. október 2018, þar sem upplýst er að hlutdeild Dalvíkurbyggðar í Sameignarsjóði EBÍ er 1,684% og greiðsla ársins er kr. 842.000 af 50 m.kr.Meginmarkið fjárfestingastefnu EBÍ er að greiða aðildarsveitarfélögunum árlega út ágóðahlut. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 885 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 15. október 2018, þar sem fram kemur að Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um dag nýrra kjósenda, 27. mál. Óskað er eftir að umsögn berist eigið síðar en 5. nóvember n.k.





    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 885 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 884. fundi byggðaráðs þann 18. október s.l. var eftirfarandi bókað:
    "Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 12. október 2018, þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019 - 2023 , 172.mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. október n.k.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera drög að umsögn og leggja fyrir byggðaráð á næsta fundi. "

    Sveitarstjóri kynnti tillögu sína að umsögn.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 885 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda umsögn eins og hún liggur fyrir. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda umsögn og samþykkir jafnframt að umsögnin verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins til upplýsingar fyrir íbúana.

  • Á 884. fundi byggðaráðs þann 18. október 2018 var eftirfarandi bókað:
    Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 12. október 2018, þar sem fram kemur að Umhverfis- og samgöngunefnd "Alþingis sendi til umsagnar tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019 -2033 , 173. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. október n.k. Ofangreint var tekið fyrir á fundi veitu- og hafnaráðs 17. október 2018 og eftirfarandi meðal annars bókað: "Við yfirlestur á ofangreindri tillögu til þingályktunar er ljóst að ekki er gert ráð fyrir neinum stórum verkefnum í Dalvíkurbyggð á því tímabili sem áætlunin tekur til. Veitu- og hafnaráð lýsir yfir vonbrigðum sínum að ekki er gert ráð fyrir að eftir árið 2023 sé brugðist við uppsafnaðri viðhaldsþörf hafnamannvirkja innan Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar og hvetur sveitarstjórn að fylgja eftir hagsmunum sveitarfélagsins."
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera drög að umsögn og leggja fyrir byggðaráð á næsta fundi."

    Sveitarstjóri kynnti tillögu að umsögn varðandi ofangreint.


    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 885 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að umsögn. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að umsögn og samþykkir jafnframt að umsögnin verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins til upplýsingar fyrir íbúana.
  • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 864. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 885 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 884. fundi byggðaráðs þann 18.10.2018 var eftirfarandi bókað:
    "Tekið fyrir erindi frá Eyþingi, dagsett þann 4. október 2018, er varðar skipun í fulltrúaráð Eyþings. Dalvíkurbyggð á rétt á 2 fulltrúum.

    Óskað er eftir upplýsingum um skipun fulltrúa í síðasta lagi 22. október n.k.

    Lagt er til að fulltrúar Dalvíkurbyggðar verði:

    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
    Kristján Hjartarson

    Sveitarstjóri situr einnig fundi fulltrúaráðsins sem stjórnarmaður í Eyþingi.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu."

    Breytingartillaga: Þar sem fyrir liggur að sveitarstjóri er annar af 2 fulltrúum Dalvíkurbyggðar er lagt til að hinn fulltrúi Dalvíkurbyggðar í ráðinu verði Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.

    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 885 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu um að Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson verði annar af 2 fulltrúum Dalvíkurbyggðar í fulltrúaráði Eyþings.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru því lagðir fram til kynningar.

27.Atvinnumála- og kynningarráð - 37, frá 03.10.2018

Málsnúmer 1809017FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
4. liður.
  • Á 879. fundi byggðaráðs var meðal annars bókað:
    ,,Tekinn fyrir rafpóstur frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsettur þann 21. september 2018 þar sem kynnt er frétt um yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga. Fram kemur að Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur tekið saman yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga, skv. 1. mgr. 7. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011. Yfirlitið er ætlað til leiðbeiningar fyrir sveitarfélög við stefnumótun og áætlanagerð ásamt því að auðvelda umræðu og yfirsýn yfir skyldur og hlutverk sveitarfélaga.
    Sjá nánar:
    https://www.stjornarradid.is/default.aspx?pageid=e5cf150d-33a7-11e6-80c7-005056bc217f&newsid=6dbf9f74-bdaa-11e8-942c-005056bc530c

    Lagt fram til kynningar og vísað á fagráð sveitarfélagsins til yfirferðar."

    Atvinnumála- og kynningarráð - 37 Til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 37. fundi atvinnumála og kynningarráðs var meðal annars bókað:

    ,,Upplýsingafulltrúa falið að vinna áfram að verkefninu miðað við umræður á fundinum."

    Upplýsingafulltrúi upplýsir ráðið um stöðu mála.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 37 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 34. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars bókað: ,,Upplýsingafulltrúi leggur fyrir ráðið tillögu að kaflaskiptingu og uppbyggingu stefnunnar.

    Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 3 atkvæðum að ráðið verði stýrihópur atvinnustefnunnar og samþykkir einnig með 3 atkvæðum að haldinn verði opinn vinnufundur um aðgerðaáætlun stefnunnar haustið 2018."

    Upplýsingafulltrúi fer yfir atvinnustefnuna og upplýsir ráðið um þá vinnu sem nú þegar hefur farið fram við gerð hennar.

    Hólmfríður Margrét Sigurðardóttir kemur inn á fundinn kl. 8:35.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 37 Atvinnumála- og kynningarráð felur upplýsingafulltrúa að fullvinna drög að aðgerðaáætlun atvinnustefnunnar fyrir næsta fund ráðsins. Einnig samþykkir ráðið að halda opinn vinnufund um aðgerðahluta stefnunnar í byrjun nóvember 2018. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 36. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var eftirfarandi meðal annars bókað:
    ,,Atvinnumála- og kynningarráð felur upplýsingafulltrúa að koma með tillögu að frekari hátíðarhöldum ásamt kostnaðaráætlun fyrir næsta fund ráðsins. "

    Upplýsingafulltrúi leggur fyrir ráðið tillögu að hátíðarhöldum ásamt kostnaðaráætlun.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 37 Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að leggja til að haldið verði upp á 20 ára afmæli Dalvíkurbyggðar með því að bjóða íbúum sveitarfélagsins í 20 ára afmæliskaffi. Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð allt að 450.000.- á deild 21-500. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreina tillögu atvinnumála- og kynningarráðs um kaffiboð i tilefni af 20 ára afmæli Dalvíkurbyggðar.
  • Upplýsingafulltrúi fer yfir stöðu mála hvað varðar þetta verkefni en unnið er samkvæmt 3ja ára áætlun um úrbætur á merkingum í Dalvíkurbyggð. Atvinnumála- og kynningarráð - 37 Til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Upplýsingafulltrúi fer yfir og kynnir stöðu framkvæmdanna. Atvinnumála- og kynningarráð - 37 Til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Upplýsingafulltrúi leggur fram skýrslu um vef Dalvíkurbyggðar www.dalvikurbyggd.is en mælingar fara fram á vefnum í gegnum google analitics. Ásamt upplýsingum um vefinn eru að finna í skýrslunni upplýsingar um stigafjölda vefsins í úttekt hins opinbera á opinberum vefjum, en sú úttekt fer fram annað hvert ár.



    Atvinnumála- og kynningarráð - 37 Til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru lagðir fram til kynningar.

28.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 878, frá 20.09.2018

Málsnúmer 1809012FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
1. liður.
12. liður b).
16. liður.
  • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Íris Daníelsdóttir, þjónustu- og innheimtufulltrúi, kl. 13:00.

    Tekið fyrir minnisblað sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og þjónustu- og innheimtufulltrúa um endurskoðun á leiguverði Félagslegra íbúða. Í minnisblaðinu er farið yfir samanburð á leiguverði íbúða í eigu Dalvíkurbyggðar og leiguverði samkvæmt skýrslu KPMG fyrir Varasjóð húsnæðismála, sem var kynnt í byggðaráði 5. apríl s.l., og samkvæmt verðsjá leiguverðs í Dalvíkurbyggð af vef Þjóðskrá Íslands. Minnisblaðið ásamt meðfylgjandi gögnum er lagt fram til umræðu til ákvörðunar á hækkun leiguverðis frá og með 1.1.2019.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 878 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hækka leiguverðið um 10% á árinu 2019 í tveimur áföngum; frá 1.1.2019 um 5% og síðan aftur 5% 1.7.2019. Miðað við áætlaða hækkun neysluverðsvísitölu á árinu 2019 um 2,9% er áætluð raun hækkun leigu því um 7,10% í lok árs 2019. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu um hækkun á húsaleigu íbúðahúsnæðis Dalvíkurbyggðar um 10% í tveimur áföngum, frá 1.1.2019 um 5% og síðan aftur 5% 1.7.2019.
  • Á 857. fundi byggðaráðs þann 22. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:

    "Tekin fyrir drög að reglum um leiguíbúðir hjá Dalvíkurbyggð og úthlutanir á þeim, bæði hvað varðar útleigu á almennum forsendum sem og á félagslegum forsendum. Til umræðu ofangreint.
    Frestað til næsta fundar."

    Með fundarbði byggðaráðs fylgdu ofangreind drög að reglum.

    Til umræðu ofangreint.

    Íris vék af fundi kl. 13:45
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 878 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela þjónustu- og innheimtufulltrúa og sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að fullvinna ofangreind drög og leggja fyrir byggðaráð til umfjöllunar og afgreiðslu.
  • Á 877. fundi byggðaráðs þann 13. september 2018 var eftirfarandi bókað:

    "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, kl. 13:09. Til umræðu og undirbúningur fyrir fyrirhugaðan íbúafund um "Gamla skóla" og framtíðarhlutverk hans.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að koma með inn á næsta fund byggðaráðs tillögu að könnun til íbúa um hvert framtíðarhlutverk húsnæðisins ætti að vera. "

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að rafrænni könnun um ofangreint málefni.

    Til umræðu.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 878 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að könnun með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 221. fundi félagsmálaráðs þann 18. september s.l. var meðal annars eftirfarandi bókað:
    "a)Félagsmálaráð leggur til að byggðarráð samþykki styrk til bílakaupa til Dalbæjar með þeim rökum að með nýjum lögum er aukin þörf á slíkum bíl til ferðaþjónustu fatlaðra í sveitarfélaginu. Við leggjum til að gerður verði þjónustusamningur um samnýtingu bifreiðarinnar milli Dalbæjar og félagsmálasviðs. Við leggjum til að styrkurinn verði í hlutfalli við áætlaða nýtingu sviðsins á bifreiðinni. b) Félagsmálaráð vísar erindinu samhljóða til eignarsjóðs og telur sig ekki hafa forsendur til að meta umsókn þessa. "
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 878 Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2019 og 2020-2022. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 310. fundi umhverfsiráðs þann 7. september 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað:
    "Umhverfiráð leggur til að göngustígur milli Hringtúns 21 og 19 að opnu svæði verði kláraður samkvæmt tillögu að framkvæmdaráætlun. Einnig er lagt til að göngustígur milli Miðtúns 1-3 að opnu svæði verði lagaður. Malbik fyrir framan Hringtún 1-5 verði lagfært. Gangstétt verði sett framan við Hringtún 23-25. Öðrum ábendingum íbúa er vísað til fjárhagsáætlunar 2020-2023 Samþykkt með fimm atkvæðum."
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 878 Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2019 og 2020-2022. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 310. fundi umhverfisráðs þann 7. september 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
    "Umhverfiráð leggur til að farið verði í göngustíg norðan við Hringtún 21 samkvæmt tillögu að framkvæmdaráætlun. Öðrum ábendingum er vísað til bókunar undir máli 201809002 Samþykkt með fimm atkvæðum. "
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 878 Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2019 og 2020-2022. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 310. fundi umhverfisráðs þann 7. september 2018 var eftirfarandi bókað meðal annars:
    "Umhverfisráð leggur til að farið verði í deiliskipulag á Hauganesi samkvæmt starfsáætlun ráðsins fyrir 2019. Samráð verður haft í skipulagsferlinu eins lög gera ráð fyrir. Samþykkt með fimm atkvæðum."

    Á 36. fundi atvinnumála- og kynningaráðs þann 12. september 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
    "Atvinnumála og kynningarráð telur að Dalvíkurbyggð geti ekki með beinum hætti komið að verkefni eins og hér um ræðir en felur upplýsingafulltrúa að leiðbeina umsækjendum um þá styrkmöguleika sem í boði eru fyrir hugmyndir eins og þessar. "
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 878 Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2019 og 2020-2022. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 310. fundi umhverfisráðs þann 7. september 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
    "Umhverfisráð vísar til afgreiðslu sinnar á samhljóða erindi hér að ofan málsnr. 201709051. Samþykkt með fimm atkvæðum."
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 878 Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2019 og 2020-2022. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 310. fundi umhverfisráðs þann 7. september 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
    "Umhverfisráð leggur til að lagt verði olíumöl að kapellunni við Upsir samkvæmt tillögu að framkvæmdaráætlun 2019. Samþykkt með fimm atkvæðum."
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 878 Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2019 og 2020-2022. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 310. fundi umhverfisráðs þann 7. september 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
    "a)Umhverfisráð leggur til að allt að kr. 467.000,- verði greiddar vegna stækkunar á kirkjugarðinum við Tjörn (efniskaup)samkvæmt kostnaðaráætlun umsækjanda. Fjármunir til verksins greiðist af 11020-9145.
    b)Umhverfisráð vísar til afgreiðslu sinnar á erindi 201709102 þar sem ráðið leggur til að olíumöl verði lögð á veginn að Upsakapellu. Samþykkt með fimm atkvæðum."
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 878 Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2019 og 2020-2022. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 310. fundi umhverfisráðs þann 7. september 2018 var eftirfarandi bókað meðal annars:
    "Umhverfisráð leggur til að farið verði í hreinsunaraðgerðir í kringum Böggvisstaðaskála sem allra fyrst og felur umhverfisstjóra að leggja áherslu á þetta verkefni fyrir veturinn. Samþykkt með fimm atkvæðum."
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 878 Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2019 og 2020-2022. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • a) Farið yfir yfirlit launaáætlunar og stöðugildi.

    Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti yfirlit launaáætlunar og stöðugilda, samanburð á milli áranna 2018 og 2019.

    b) Launamál kjörinna fulltrúa

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að svörum við ýmsum vangaveltum um launakjör kjörinna fulltrúa.

    Til umræðu ofangreint.

    c) Önnur mál.

    Rætt um aukafundi og skipulag við yfirferð byggðaráðs á starfs- og fjárhagsáætlun.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 878 a) Lagt fram til kynningar.
    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlagðar viðmiðunarreglur með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum.
    c) Rætt og sveitarstjóra og formanni falið að koma með tillögu að aukafundum í samráði við sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar 12. liður a)lagt fram til kynningar.
    12. liður b); Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi viðmiðunarreglur er varðar launakjör kjörinna fulltrúa.
    12. liður c) lagt fram til kynningar.
  • Á 221. fundi félagsmálaráðs þann 18. september 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Tekið fyrir erindi frá Félagsráðgjafafélag Íslands dags. 7.september 2018 um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga sem tekur gildi þann 1. október 2018. Þar lýsir félagsráðgjafafélag Íslands ánægju sinni yfir þeim lagabreytingum sem verða í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga þann 1. október nk. þar sem segir að sveitarfélög skuli hafa á að skipa félagsráðgjöfum til að starfa að verkefnum sviðsins. Hafin er vinna við að fá félagsráðgjafa til starfa hjá félagsþjónustu í verktöku eða sem aðkeypta þjónustu við sviðið. En til frekari upplýsinga hefur það verið gert í nokkrum málum á undanförnum misserum.
    Félagsmálaráð samþykkir samhljóða það sem þegar hefur verið gert í málinu og felur starfsmönnum að meta þörf fyrir ráðningu félagsráðgjafa reglulega."

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 878 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Frestað. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 878 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Frestað til næsta fundar. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 878 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 877. fundi byggðaráðs þann 13. september 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Tekin fyrir drög að samningi við Orkusöluna ehf. um raforkusölu. Til umræðu ofangreint.
    Sveitarstjóra falið að ræða við Orkusöluna um uppsagnarákvæði samningsins og samningstíma."

    Sveitarstjóri gerði grein fyrir framvindu málsins á milli funda.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 878 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samning. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan og fyrirliggjandi samning við Orkusöluna ehf. um raforkusölu.
  • 28.17 201808046 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 878
  • 28.18 201809039 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 878
  • Sveitarstjóri vék af fundi undir þessu máli kl. 16:01 til annarra starfa.

    Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 18. september 2018, þar sem fram kemur að Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2018 verður fimmtudaginn 11. október og föstudaginn 12. október n.k. á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 878 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að byggðaráð ásamt sveitarstjóra og sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs sæki ráðstefnun. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eyþings nr. 308. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 878 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru því lagðir fram til kynningar.

29.Félagsmálaráð - 222, frá 09.10.2018

Málsnúmer 1810003FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
5. liður.
7. liður.
  • 29.1 201809146 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál 2201809146

    Bókað í trúnaðarmálabók
    Félagsmálaráð - 222 Bókað í trúnaðarmálabók.
  • 29.2 201809129 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál nr. 201809129

    Bókað í trúnaðarmálabók
    Félagsmálaráð - 222 Bókað í trúnaðarmálabók.
  • Tekið var fyrir erindi frá Velferðaráðuneytinu dags. 20.09.2018 um breytingu á löggjöf sem snýr að félagslegum leiguíbúðum sem og leiðbeiningar fyrir sveitarfélög um úthlutun á félagslegu leiguhúsnæði. Félagsmálaráð - 222 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Teknar voru fyrir yfirlit dags. 21.09.2018 frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti um lögmælt verkefni sveitarfélaga skv. 1.mgr.7.gr.sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Yfirlitinu er ætlað til leiðbeiningar fyrir sveitarfélög við stefnumótun og áætlanagerð ásamt því að auðvelda umræðu og yfirsýn yfir skyldur og hlutverk sveitarfélaga. Lögmælt verkefni sveitarfélaga er flokkuð eftir málaflokkum og hvort um lögskyld eða lögheimil verkefni er að ræða. Verkefni er lögskyld ef sveitarfélögum er skylt að rækja þau. Í lögheimilum verkefnum felst að sveitarfélag hefur svigrúm til þess að ákveða hvort verkefninu er sinnt. Lögskyld verkefni félagsþjónustu eru aðstoð við erlenda ríkisborgara, barnaverndarmál, félagsþjónusta sveitarfélaga, félagsleg ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, lögræðissviptingar og nauðungarvistanir, málefni aldraðra, málefni fatlaðs fólks, stuðningsþjónusta, túlkaþjónusta og málstefna, upplýsingagjöf vegna barna, vímuvarnir og aðstoða við einstaklinga í fíknivanda, sérstakur húsnæðisstuðningur. Félagsmálaráð - 222 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 29.5 201810038 Styrkur til félagsins
    Erindi barst frá Birtu dags. 04.10.2018 kaup á barmnælum til styrktar samtökunum og er óskað eftir að sveitarfélagið kaupi 1-2 nælur af félaginu. Samtökin Birta voru stofnuð 7.desember 2012 í Grafarvogskirkju. Tilgangur samtakanna og markmið er að standa fyrir fræðslu og ýmsum viðburðum á landsvísu fyrir syrgjandi foreldra og fjölskyldur þeirra. Einnig standa samtökin fyrir hvíldardögum fyrir foreldra/forráðamenn og fjölskyldur þeirra með endurnærandi hvíld að leiðarljósi. Samtökin eru vettvangur foreldra/forráðamanna barna (0-18 ára) og ungmenna (18-25 ára) sem látist hafa skyndilega til að hittast. Undir skyndilegt dauðsfall flokkast öll dauðsföll sem ekki gera boð á undan sér, hvort heldur sem orsökin eru líffræðileg, viðkomandi hafi fallið fyrir eigin hendi eða annarra, horfið eða látist af slysförum. Félagsmálaráð - 222 Félagsmálaráð telur að því sé ekki fært að veita umræddan styrk þar sem ekki er gert ráð fyrir slíkum kostnaði í fjárhagsáætlun. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs.
  • Tekið var fyrir erindi frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis dags. 28.september 2018 þar sem óskað er umsagnar til frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum, 25.mál Félagsmálaráð - 222 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið var fyrir erindi frá Kvennaathvarfinu dags. 2.október 2018 þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2019. Kvennaathvarfið hefur frá stofnun þess verið skjól fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna ofbeldis. Einnig athvarf fyrir konur sem grunur leikur á að séu fórnarlömb mansals. Á síðasta ári dvöldu 149 konur og 103 börn í athvarfinu í allt að 11 mánuði. Einnig er konum boðið upp á viðtöl í athvarfinu og árlega nýta þá þjónustu 200-300 konur. Sveitarfélög hafa hingað til verið öflugir stuðningsaðilar kvenna og barna sem sækja ráðgjöf eða skjól til kvennaathvarfsins og í því skyni óskar Kvennaathvarfið eftir rekstarstyrk fyrir árið 2019 að fjárhæð kr. 100.000,- Félagsmálaráð - 222 Félagsmálaráð telur að því sé ekki fært að veita umræddan styrk þar sem ekki er gert ráð fyrir slíkum kostnaði í fjárhagsáætlun. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar.

30.Fræðsluráð - 230, frá 10.10.2018

Málsnúmer 1810002FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
11. liður.
12. liður.
  • Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri, kynnti tilmæli Persónuverndar vegna notkunar samfélagsmiðla í skólastarfi. Tilmælin fylgdu fundarboði. Fræðsluráð - 230 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri, fór yfir verkefni er varða leik- og grunnskóla sem sveitarfélögum er skylt að sinna samkvæmt lögum. Fræðsluráð - 230 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, lagði fram fjárhagslegt stöðumat á málaflokk 04 - janúar til og með september 2018. Fræðsluráð - 230 Lagt fram til kynningar og umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Úttekt sem gerð var í júlí 2018 á heimasíðum Árskógarskóla, Dalvíkurskóla, Krílakots og fræðslu- og menningarsviðs kynnt. Fræðsluráð - 230 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður fræðsluráðs og Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu-og menningarsviðs, kynntu nýja skýrslu Menntamálastofnunar sem ber heitið Gæðastarf í grunnskólum-viðmið og framkvæmd ytra mats grunnskóla. Fræðsluráð - 230 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu og menningarsviðs, kynnti gögn sem hægt er að nýta sem viðmið í vinnu við samræmd viðbrögð grunnskóla við ófullnægjandi skólasókn. Fræðsluráð - 230 Fræðsluráð leggur til að mótaðar verði sameiginlegar reglur í báðum grunnskólunum og óskar eftir því að sviðsstjóri fræðslu og menningarsviðs leggi drög að þeim fyrir næsta fund ráðsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, kynnti þátttöku Dalvíkurskóla í stöðlun á þeim hluta Lesferils sem snýr að réttritun í 3.-10.bekk, mati á lestraráhugahvöt og sumaráhrifum á lesfimi í 1.-10.bekk. Verkefnið stendur yfir næstu tvö ár. Alls taka 39 skólar þátt í þessari forvinnu.

    Fræðsluráð - 230 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Hlynur Sigsveinsson, sviðsstjóri fræðslu-og menningarsviðs, kynnti úthlutun úr Námsgagnasjóði fyrir skólaárið 2018-2019. Árskógarskóli fékk 32.659 og Dalvíkurskóli 278.640 en úthlutun sjóðsins tekur mið af fjölda skráðra nemenda í hverjum grunnskóla. Ráðstöfun fjárins einskorðast við kaup á námsgögnum frá lögaðilum öðrum en Menntamálastofnun. Fræðsluráð - 230 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, kynnti verkefnið Robotication sem Erasmus hefur samþykkt að styrkja.
    Verkefnastjóri er Guðný Sigríður Ólafsdóttir og samstarfslönd eru Pólland, Ítalía, Finnland og Eistland.
    Fræðsluráð - 230 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tóku:
    Katrín Sigurjónsdóttir.
    Dagbjört Sigurpálsdóttir.

    Lagt fram til kynningar.
  • Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu-og menningarsviðs, sagði frá því að umsókn um þátttöku í þróunarverkefni Menntamálastofnunar-snemmtæk íhlutun með áherslu á málþroska og læsi, sem fræðsluráð samþykkti á fundi sínum 22.ágúst 2018, var hafnað. Fræðsluráð - 230 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu-og menningarsviðs, lagði fram minnisblað um verð á máltíðum til starfsmanna grunnskóla í nokkrum sveitarfélögum. Fræðsluráð - 230 Lagt fram til kynningar og umræðu. Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum að verð á máltíðum til starfsmanna grunnskóla verði óbreytt frá því sem nú er. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
    Guðmundur St. Jónsson.
    Katrín Sigurjónsdóttir.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs.
  • Á 229. fundi fræðsluráðs var erindisbréf fræðsluráðs yfirfarið og tillögur að breytingum ræddar. Með fundarboði fylgdu drög að nýju erindisbréfi. Fræðsluráð - 230 Nýtt erindisbréf fyrir fræðsluráð Dalvíkurbyggðar samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
    Katrín Sigurjónsdóttir.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi fyrir fræðsluráð.
  • Fræðsluráð fór í kynnisferð í leikskólann Krílakot og skoðaði húsakynni, aðstöðu og starfsemi þar. Fræðsluráð - 230 Fræðsluráð þakkar Krílakoti fyrir góðar móttökur. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Dóróþea Reimarsdóttir kennsluráðgjafi sat í dag sinn síðasta fund í fræðsluráði en hún lætur formlega af störfum 31.október þó síðasti starfsdagur sé í dag 10.10.2018. Fræðsluráð - 230 Fræðsluráð þakkar Dóróþeu fyrir vel unnin störf og framlag hennar til menntamála en hún hefur starfað við skólamál í Dalvíkurbyggð frá árinu 1981. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tók:
    Katrín Sigurjónsdóttir.

    Sveitarstjórn tekur undir þakkir fræðsluráðs til Dóroþeu Reimarsdóttur fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins.

    Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórn eru því lagðir fram til kynningar.

31.Íþrótta- og æskulýðsráð - 103, frá 18.09.2018

Málsnúmer 1809011FVakta málsnúmer

  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 103 Lögð fram til kynningar skýrsla starfshóps um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Á vorfundi íþrótta- og æskulýðsráðs var samþykkt að íþrótta- og æskulýðsfulltrúi myndi vinna með íþróttafélögum í Dalvíkurbyggð að innleiðingu verkferla um viðbrögð við kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun. Ráðið leggur til að stefnt verði að því að klára þessa vinnu á þessu ári. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 103 Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að styrkur vegna reiðvegagerðar fyrir árið 2019 verði kr. 2.500.000.- með fyrirvara um að slíkt falli að skipulagsmálum sveitarfélagsins. Reynslan sýnir að utanaðkomandi styrkir til reiðvegagerðar verða hærri ef sveitarfélög leggja til fjármagn á móti slíkum styrkjum.
    Styrktarsamningar við íþróttafélögin í Dalvíkurbyggð gilda út árið 2019 og óskar íþrótta- og æskulýðsráð að fyrir vinnu við endurnýjun styrktarsamninga við félögin muni öll íþróttafélögin leggja fram sína framtíðarsýn og kostnaðaráætlun á uppbyggingu á sínum íþróttasvæðum til næstu 5-10 ára.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 31.3 201802112 Húsnæði og troðari
    Íþrótta- og æskulýðsráð - 103 Styrktarsamningar við íþróttafélögin í Dalvíkurbyggð gilda út árið 2019 og óskar íþrótta- og æskulýðsráð að fyrir vinnu við endurnýjun styrktarsamninga við félögin muni öll íþróttafélögin leggja fram sína framtíðarsýn og kostnaðaráætlun á uppbyggingu á sínum íþróttasvæðum til næstu 5-10 ára. Skíðafélagið hefur nú þegar skilað inn slíkri áætlun.
    Varðandi viðhald á troðara 2019 þá verður það afgreitt undir lið 5 "Starfs-og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs 2019".
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 103 Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að verkefnið haldi áfram og samningur við Embætti landlæknis verði endurnýjaður. Einnig leggur ráðið til að skipaður verði nýr starfshópur með þremur aðilum auk íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Ráðið leggur til að Jóhann Már Kristinsson verði fulltrúi íþrótta- og æskulýðsráðs í vinnuhópnum. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að ræða við núverandi starfshóp og kanna hvort áhugi sé fyrir hendi að halda áfram og ræða einnig við aðra áhugasama og leggja fram tillögur fyrir næsta fund ráðsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tóku:
    Katrín Sigurjónsdóttir.
    Guðmundur St. Jónsson.

    Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 103 Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 06 að upphæð 285.837.461.

    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, er því fundargerðin lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.

32.Menningarráð - 69, frá 19.09.2018

Málsnúmer 1809008FVakta málsnúmer

  • 32.1 201809086 Trúnaðarmál
    Undir þessum lið kom Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri inná fundinn kl 8:00. Menningarráð - 69
  • Fundarboði fylgdu drög að starfsáætlunum byggðasafnsins Hvols og bóka- og héraðsskjalasafns 2019. Menningarráð - 69 Lagt fram til kynningar og umræðu. Drögin verða uppfærð í samræmi við umræður á fundinum og skilað 19. september til sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 839. fundi byggðaráðs þann 12. október 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Undir þessum lið vék Bjarni Th. Bjarnason af fundi vegna vanhæfis kl. 14:06. Tekið fyrir erindi frá forstöðumanni bóka- og héraðasskjalasafns, ódagsett en móttekið þann 25. september 2017 í rafpósti, þar sem óskað er eftir fjárveitingu til kaupa á verkinu 2,34 eftir listamanninn Guðlaug Arason (GARASON). Óskað hefur verið eftir tilboði frá listamanninum og fylgir það með orðrétt. Í söfnunar- og útlánastefnu Listaverkasafns Dalvíkurbyggðar kemur m.a. fram: "Stefnt er að því, ef fjárhagur leyfir, að kaupa myndverk eftir listamenn sem búsettir eru í sveitafélaginu, þegar þeir halda sína aðra sýningu, hafi sveitafélagið ekki eignast verk eftir öðrum leiðum. Taka þarf sérstaka ákvörðun um önnur form listaverka“. Með vísan í þessa klausu er hér óskað eftir sérstakri ákvörðun um kaup á listaverki sem sennilega myndi flokkast sem annað form listaverka. Verðið á verkinu er 1,3 m.kr. og óskað er eftir kr. 900.000 aukafjárveitingu að upphæð kr. 900.000 við fjárhagsramma 2018 til kaupa á listaverkinu.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til gerðar fjárhagsáætlunar 2019 og felur forstöðumanni bóka- og héraðsskjalasafns að kanna möguleika á styrkjum til að auka líkur á að sveitarfélagið geti eignast þetta verk, sbr. tilboð og tillögur frá listamanninum."

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar menningarráðs og óskar eftir rökstuddri tillögu að afgreiðslu. Byggðaráð óskar jafnframt eftir að menningarráð komi með tillögu að stefnu um kaup og viðhald listaverka.
    Menningarráð - 69 Menningarráð hefur mikinn áhuga á listaverkinu 2,34 í ljósi skírskotunar til byggðalagsins. Í ljósi þess að ekki liggur fyrir stefna Dalvíkurbyggðar um kaup, viðgerðir og varðvörslu listaverka leggur menningarráð til að ákvörðun um kaup á listaverkinu 2,34 verði frestað þar til sú stefna liggur fyrir.

    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 876. fundi Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 6. september sl., var tekið fyrir umsókn frá sóknarnefnd Dalvíkurkirkju um áframhaldandi styrk vegna Dalvíkurkirkju.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til menningarráðs til umfjöllunar og óskar eftir rökstuddri tillögu að afgreiðslu. Einnig felur byggðaráð sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að óska eftir ársreikningi og/eða fjárhagsáætlun sóknarnefndar Dalvíkursóknar með vísan til reglna sveitarfélagsins um almennar styrkumsóknir.
    Menningarráð - 69 Menningarráð leggur til að orðið verði við beiðni um rekstrarstyrk að fjárhæð kr. 150.000. Styrkurinn tekinn af lykli 5810-9145. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarráðs lagði fram gjaldskrár fyrir málaflokk 05 árið 2019.

    Menningarráð - 69 Menningarráð samþykkir gjaldskrár fyrir málaflokk 05 með þremur atkvæðum í samræmi við umræður á fundinum og ábendingar frá forstöðumanni Bóka- og héraðsskjalasafns. Tekið verður mið af gjaldskránum í vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir fjárhagsárið 2019. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kynnti fjármálastöðu málaflokks 05 eins og hún var 31.ágúst 2018. Menningarráð - 69 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Starfsemi í Ungó veturinn 2018-2019 til umræðu. Fundarboði fylgdu samningar við Leikfélag Dalvíkur og Gísla,Eirík, Helga ehf.
    Menningarráð - 69 Fyrir liggur að mikill áhugi er hjá Leikfélagi Dalvíkur og Gísla,Eiríki,Helga ehf. á áframhaldandi starfsemi í Ungó veturinn 2018-2019. Menningarráð óskar eftir að lögð verði fram starfsáætlun varðandi áframhaldandi starf í Ungó frá Leikfélagi Dalvíkur og Gísla,Eirík,Helga ehf. sem verða teknar fyrir á næsta fundi Menningarráðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, er því fundargerðin í heild sinni lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.

33.Umhverfisráð - 311, frá 19.10.2018

Málsnúmer 1810006FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
2. liður.
3. liður.
5. liður.
10. liður.
11. liður.
12. liður, sér liður á dagskrá.
13. liður
14. liður
  • Trúnaðarmál 201808074.
    Undir þessum lið kom inn á fundinn Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri félagsmálasviðs kl. 08:15.
    Umhverfisráð - 311 Bókað í trúnaðarmálabók
    Eyrún vék af fundi kl.08:27.
  • Á 309. fundi umhverfisráðs þann 3. september var eftirfandi bókað:
    "Umhverfisráð getur ekki fallist á umbeðna lagnaleið og óskar eftir því að strengirnir verði lagðir meðfram þjóðveginum að Skíðabraut 21til þess að minnka rask í Friðlandi Svarfdæla.
    Sviðsstjóra er falið að óska eftir nýrri tillögu."
    Til kynningar ný tillaga frá RARIK dags. 6. septeber 2018
    Umhverfisráð - 311 Umhverfisráð felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdarleyfi miðað við breytta legu strengjanna, en ráðið leggur áherslu á að umsagnir frá Umhverfisstofnun, Hafrannsóknarstofnun, Fiskistofu, veiðifélagi Svarfaðardalsár og Vegagerðarinnar liggi fyrir áður en framkvæmdir hefjast.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs varðandi framkvæmdaleyfi til RARIK miðað við breytta legu strengjanna með þeim fyrirvara um umsagnir sem fram koma í afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Með innsendu erindi dags. 2. október 2018 óskar Hjörleifur Stefánsson eftir byggingarleyfi fyrir skemmu að Gullbringulæk samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 311 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknin og felur svisstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi með fyrirvara um að fornleifum verði ekki raskað.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um byggingaleyfi.
  • Tekið fyrir erindi frá Hjörleifi Hjartarsyni, dagsett þann 18. ágúst 2018, þar sem Hjörleifur minnir á að við gerð fjárhagsáætlunar 2019 þurfi að gera ráð fyrir verkefnum tengdum Friðlandi Svarfdæla sem áður voru á höndum Náttúruseturs á Húsabakka. Umhverfisráð - 311 Umhverfisráð þakka Hjörleifi erindið.
    Á 883. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað.
    " a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir fundi með Umhverfisstofnun við fyrsta tækifæri í Dalvíkurbyggð svo hægt sé að ljúka málinu hið fyrsta.

    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að gert verði ráð fyrir kr. 1.000.000 á fjárhagsáætlun 2019 vegna Friðlands Svarfdæla; viðhald og uppbygging. "

    Umhverfisráð óskar eftir lista frá umhverfisstjóra yfir forgangsröðun verkefna fyrir árið 2019 miðað við þá fjármuni sem ætlaðir eru í Friðlandið.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu svar Vegagerðarinnar vegna vetrarþjónustu í Svarfaðar- og Skíðadal.
    Undir þessum lið kom á fundinn Heimir Gunnarsson frá Vegagerðinni kl. 09:00.
    Umhverfisráð - 311 Umhverfisráð leggur til að forsendur verði óbreyttar frá fyrri ákvörðun Vegagerðarinnar.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tóku:
    Katrín Sigurjónsdóttir.
    Guðmundur St. Jónsson.
    Þórhalla Karlsdóttir.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráð hvað varðar vetrarþjónustu Vegagerðarinnar í Svarfardal og Skíðadal og að áfram verði fundað með Vegagerðinni að betri lausnum.
  • Til umræðu umferðarhraði á þjóðvegum í þéttbýli Dalvíkurbyggðar
    Umhverfisráð - 311 Heimir vék af fundi kl. 09:29
    Umhverfisráð þakkar Heimi fyrir greinagóða yfirferð á fyrirhuguðum verkefnum Vegagerðarinnar á næsta ári. Ráðið felur sviðsstjóra eftirfarandi.

    1. Kanna möguleika á flutningi á spennistöð RARIK við Hafnarbraut 28 vegna fyrirhugaðra framkvæmda við gatnamót Skíðabraut/Hafnarbraut/Grundargata.
    2. Senda erindi á Vegagerðina vegna óskar um nýja gangbraut og bílastæði við Skíðabraut 7a
    3. Senda umsókn til Vegamálastjóra um göngustíg frá Olís að Árgerði þar sem göngustígurinn er komin inn á gildandi skipulag.
    4.Ráðið óskar eftir staðfestingu frá Vegagerðinni um að farið verði í yfirlögn á Skíðabraut og Hafnarbraut samhliða framkvæmdinni við gatnamót Skíðabrautar/Hafnarbrautar/Grundargötu.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendum rafpósti dags. 1. október 2018 óska þau Margrét Víkingsdóttir og Vignir Þór Hallgrímsson eftir því að sett verði upp gangbraut yfir Skíðabraut á Dalvík, sunnan við gatnamótin á Mímisvegi og Skíðabraut ásamt niðurtekt fyrir bílastæði sunnan við Skíðabraut 7a. Umhverfisráð - 311 Vísað í fyrri bókun undir máli nr. 201809040. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu framtíðaskipulag á opnu svæði milli Svarfaðarbrautar og Goðabrautar
    (gæsluvöllur).
    Umhverfisráð - 311 Ráðið leggur áherslu á að við endurskoðun Aðalskipulags Dalvíkurbyggðar verði ákveðið hvað gert verði við svæðið. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til kynningar og umræðu staða framkvæmda við áningarstað við Hrísatjörn. Umhverfisráð - 311 Ráðið lýsir áhyggjum sýnum á aðkomu að svæðinu og leggur til að gatnamótin verði útfærð betur með umferðaöryggi í huga.
    Sviðsstjóra falið að ræða við Vegagerðina um málið.

    Lagt fram til kynningar
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 33.10 201809142 Umsókn um byggingarleyfi
    Með innsendu erindi dags. 17. september 2018 óskar Jórunn Arnbjörg Magnúsdóttir eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Goðabraut 11, Dalvík samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 311 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umóknina með fyrirvara um jákvæðar undirtektir úr grendarkynningu.
    Umhverfisráð felur sviðsstjóra að grendarkynna framkvæmdina eftirfarandi nágrönnum:
    Goðabraut 9 og 13
    Bjarkarbraut 6

    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs varðandi ofangreint byggingarleyfi.
  • 33.11 201810072 Umsókn um lóð
    Með innsendu erindi dags. 15. október 2018 sækja þau Anita Aanesen og Guðmundur Pálsson um lóðina við Hringtún 24, Dalvík samkvæmt meðfylgjandi umsókn. Umhverfisráð - 311 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknin og felur sviðsstjóra að ganga frá lóðarleigusamningi.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um úthlutun á lóðinni við Hringtún 24.
  • Til kynningar er skipulagslýsing dags. 19. október 2018 vegna deiliskipulags í landi Laugahlíðar Svarfaðardal.
    Fyrirhugað er að ljúka vinnu við deiliskipulag íbúðar- og þjónustusvæðis, auk þess að fjölga íbúðarlóðum samkvæmt samþykktu aðalskipulagi.
    Umhverfisráð - 311 Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs er falið að leita umsagnar um hana hjá umsagnaraðilum og Skipulagsstofnun og að kynna hana almenningi í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Með innsendu erindi dags. 17. október 2018 óskar Fanney Hauksdóttir AVH fyrir hönd Tréverks ehf eftir byggingarleyfi á lóðinni Hringtún 9 samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

    Umhverfisráð - 311 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknin og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi.

    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs hvað varðar byggingaleyfi við Hringtún 9.
  • Með innsendu erindi dags. 17. október 2018 óskar Fanney Hauksdóttir AVH fyrir hönd Tréverks ehf eftir byggingarleyfi á lóðinni Hringtún 11 samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

    Umhverfisráð - 311 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknin og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi.

    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs hvað varðar byggingaleyfi við Hringtún 11.
  • Með innsendu erindi dags. 12. október 2018 óskar Hildur Edwald fyrir hönd Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis eftir umsögn vegna þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019-2023, 172 mál.
    Lagt fram til kynningar
    Umhverfisráð - 311 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar vill koma eftirfarandi umsögn á framfæri.
    Ráðið harmar að framkvæmdir við vegi 805,02-03 og 807,02-03 sem eru framdalir Svarfaðar og Skíðdals, séu ekki inni á tillögu að fimm ára samgönguáætlun.
    Ráðið felur sviðsstjóra að óska eftir fundi með Vegagerðinni vegna málsins.
    Niðurstaða þessa fundar Sleppa Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 12. október 2018 óskar Hildur Edwald fyrir hönd Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis eftir umsögn vegna þingsályktunar um samgönguáætlun 2019-2033, 173 mál.
    Lagt fram til kynningar
    Umhverfisráð - 311 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu innsent erindi frá Önnu Kristínu Guðmundsdóttur dags. 26. september 2018 þar sem óskað er nánari rökstuðnings vegna áður innsends erindis frá íbúum Túnahverfis. Umhverfisráð - 311 Umhverfisráði er falið að forgangsraða afar takmörkuðum fjármunum til margra mismunandi verkefna um allt sveitafélagið. Í vinnu við gerð framkvæmdaráætlunar töldum við mörg eldri verkefni brýnni.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til kynningar yfirlit dags. 21.09.2018 frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti um lögmælt verkefni sveitarfélaga skv. 1.mgr.7.gr.sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Yfirlitinu er ætlað til leiðbeiningar fyrir sveitarfélög við stefnumótun og áætlanagerð ásamt því að auðvelda umræðu og yfirsýn yfir skyldur og hlutverk sveitarfélaga. Lögmælt verkefni sveitarfélaga er flokkuð eftir málaflokkum og hvort um lögskyld eða lögheimil verkefni er að ræða. Verkefni er lögskyld ef sveitarfélögum er skylt að rækja þau. Í lögheimilum verkefnum felst að sveitarfélag hefur svigrúm til þess að ákveða hvort verkefninu er sinnt. Umhverfisráð - 311 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Undir þessum lið mætti Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri kl. 11:18
    Farið yfir stöðu mála eftir útsendingu á bréfi vegna hreinsunarátaks.
    Umhverfisráð - 311 Valur Þór vék af fundi kl. 11:45.
    Umhverfisráð þakka Val fyrir yfirferðina og leggur til að sent verði ítrekunarbréf á þá aðila sem ekki hafa orðið að neinu leyti við ábendingum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tóku:
    Katrín Sigurjónsdóttir.
    Guðmundur St. Jónsson.
    Þórhalla Karlsdóttir.
    Jón Ingi Sveinsson.

    Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu lagðir fram til kynningar.

34.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 78, frá 19.09.2018

Málsnúmer 1809009FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
2. liður.
  • Með rafpósti, sem dagsettur er 11.9.2018, barst eftirfarandi erindi til allra aðildarhafna Hafnasambandi Íslands:

    "Hafnasamband Íslands og Fiskistofa hafa undirritað samstarfsyfirlýsingu um framkvæmd og eftirlit með vigtun sjávarafla. Á meðal þess sem samkomulag hefur tekist um er rafræn forskráning á afla.

    Samstarfsyfirlýsingin vísar til laga um umgengni um nytjastofna sjávar, sem skylda vigtun alls afla sem veiddur er úr fiskistofnum í íslenskri efnahagslögsögu.

    Unnið verður að því, að bátum og skipum verði gert skylt að senda frá sér upplýsingar úr afladagbók um afla og aflategundir áður en komið er til hafnar. Slíkri gagnamiðlun verður komið til leiðar með aðlögun rafrænnar afladagbókar og smáforriti sem nýtist smærri aðilum og verða upplýsingarnar forskráðar rafrænt á vigtarnótur í aflaskráningarkerfinu Gafli.

    Af öðrum atriðum, sem samkomulag tókst um má nefna verkferla sem samstarfsaðilar munu vinna að fyrir vigtun og eftirlit með aflaskráningu á hafnarvog. Þá verður úrvinnsla og eftirlit með endurvigtun færð til Fiskistofu, aðallega til að styrkja frumeftirlit hafnarstarfsmanna. Samstarfsaðilar munu jafnframt hvetja til þess að reglum verði breytt í þá veru að heimavigtunarleyfi verði eingöngu gefin út vegna löndunar á uppsjávarafla og þangi og þara.

    Fiskistofa er síðan reiðubúin að gera samkomulag við einstakar hafnir um stuðning við eftirlitshlutverk löggiltra vigtarmanna, s.s. vegna aflavigtunar, aflasamsetningar og gæði vigtunar. Samstarfsaðilar leggja enn fremur áherslu á mikilvægi þess að löggiltir vigtarmenn hafi aðgang að fræðslu og endurmenntun sem nýtist þeim í starfi og verður fræðslusamstarf hafnasambandsins og Fiskistofu í því skyni eflt.

    Einnig mun Fiskistofa og hafnasambandið skipa tvo fultrúa hvor í samstarfsnefnd, sem hittist reglulega til þess að fara yfir mál sem varða yfirlýsinguna.

    Samstarfyfirlýsingin var send á allar aðildarhafnir í byrjun maí og kom ein athugasemd, sem brugðist var við. Yfirlýsingin var síðar samþykkt af stjórn áður en formaður skrifaði undir fyrir hönd Hafnasamband Íslands."

    Með rafpóstinum barst einnig afrit af undirritaðri ofangreindri samstarfsyfirlýsingu.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 78 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 34.2 201806070 Hafnasambandsþing 2018
    Boðað hefur verið til 41. hafnasambandsþings dagana 24. til 26.október í Reykjavík. Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar hefur rétt til að senda tvo fulltrúa sem fara með atkvæðisrétt.

    Í tengslum við hafnasambandsþing verður málþing sem ber yfirskriftina „Málþing um hafnir - forsenda fullveldis þjóðar“.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 78 Veitu- og hafnaráð samþykkir að senda Katrínu Sigurjónsdóttur, Valdimar Bragason, Rúnar Ingvarsson og Þorstein Björnsson á þingið Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.
  • Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 (6.9.2018) - Fjárhagsáætlun 2019; Frá Íbúasamtökunum á Árskógssandi; umhverfis-, veitu- og hafnamál.

    "a) Tekið fyrir erindi frá Íbúaráði Árskógssandi, dagsett þann 3. september 2018, þar sem fram koma áherslur Íbúaráðsins í 10 liðum í tengslum við veitur og hafnir."

    Í bókun byggðarráðs kemur eftirfarandi fram:
    "a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til veitu- og hafnaráðs og óskar eftir rökstuddum tillögum að afgreiðslu."
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 78 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða eftirfarandi tillögu sviðsstjóra við framsendu erindi frá byggðarráði:

    1.
    Íbúaráð telur nausynlegt að gert sé deiliskipulag fyrir höfnina og hafnarsvæðið þar sem slíkt er ekki til staðar í dag. Telur ráðið þetta vera mjög mikilvægt til þess að hægt sé að vinna eftir ákveðni skipulagi, sérstaklega ef horft er til þess að eins og þetta er í dag geta framkvæmdaraðilar (eins og t.d. seiðaeldis verkefnið) komið með tillögur sem geta haft áhrif á stækkun eða breytingar á höfninni og þá er lítið hægt að segja ef ekkert skipulag er til fyrir.

    Svar: Unnið er að gerð deiliskipulags fyrir það svæði sem hér er til umræðu og nægir þar að nefna að fyrsti íbúafundur hefur verið haldinn í Árskógi. Hvenær vinnu við það lýkur er erfitt að segja, en ljóst er að áður en vinnu við það verkefni lýkur verða a.m.k. einn almennur kynningarfundur, auk sex vikna tíma til þess að íbúar geti komið athugasemdum á framfæri við það.

    2.
    Aðstöðuleysi í höfninni á Árskógssandi hamlar því að eigendur smærri skemmtibáta geti haft þá á sjó. Íbúaráð myndi vilja að fundinn yrði viðunandi staður og sett yrði upp flotbryggja fyrir þessa smærri báta (eru á bilinu 5-10 bátar sem geymdir eru á landi eða í öðrum höfnum) svo eigendur gætu notað þá eins og þeir myndu vilja.

    Svar: Hér á við sama svar og við 1. punkti, koma þeim athugasemdum til umhverfisráðs og skipulagsfulltrúa sem fara með skipulagsmál. Veitu- og hafnaráð mun óska eftir því við siglingasvið Vegagerðarinnar að skoðað yrði stækkunarmöguleiki hafnarinnar á Árskógssandi í tengslum við gerð deiliskipulagsins, þar sem meðal annars staðsetning á flotbryggju yrði skoðuð.

    3.
    Til að skapa möguleika á flotbryggju fyrir smábáta þyrfti að færa grjótgarðinn við ferjubryggjuna um einhverja tugi metra og jafnvel þyrfti að færa garðinn suður undir austurenda á núverandi norðurgarði. Óskar ráðið eftir því að þetta verði skoðað af alvöru.

    Svar: Sjá svar við lið tvö.

    4.
    Stiginn sem liggur niður brekkuna frá Hafnarbraut niður að ferjubryggju þarfnast lagfæringar. Hann nær aðeins 2/3 af leiðinni og er restin brúuð með moldarstíg með tré þverþrepum. Íbúaráð óskar eftir því að þetta verði lagfært þannig að stiginn nái alla leið niður. Einnig vantar viðbótar bílastæði við ferjubryggjuna.

    Svar: Veitu- og hafnaráð beinir þessu erindi til umhverfisráðs.

    5.
    Gólfið á norðurbryggjunni er orðið mjög óslétt og holótt en malbikað var í stærstu holurnar nú í ágúst en þetta var aðeins bráðabirgða viðgerð og alls ekki fullnægjandi. Nauðsynlegt er að malbika alla bryggjuna til að þetta verði viðunandi vinnusvæði.

    Svar: Þetta mál er til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar 2019, er ein af tillögum til framkvæmda 2019.

    6.
    Lýsing á löndunarsvæði er ófullnægjandi og telur íbúaráð að það sé nauðsynlegt að koma því í lag.

    Svar: Þetta mál er til umræðu við gerð fjarhagsáætlunar 2019, er ein af tillögum til framkvæmda 2019.

    7.
    Grafið var fyrir heitu vatni, ljósleiðara og frárennsli í vigtarhúsinu fyrir 2 árum síðan en ekki var gengið frá því malbiki sem sagað var í burtu og eru óþrif af sandi sem berast inn á bryggjuna fyrir vikið. Þetta þarf að laga sem fyrst.

    Svar: Þetta mál er til umræðu við gerð fjarhagsáætlunar 2019, er ein af tillögum til framkvæmda 2019.

    8.
    Olíutankur Skeljungs stóð fyrir norðan vigtarhúsið en var færður fram á bryggjuna að beiðni hafnarstjóra þess tíma. Svæðið sem tankurinn stóð á hefur ekki verið malbikað eða gengið frá því með neinum hætti og er því sóðalegt við hliðina á vigtarhúsinu. Klára þarf að ganga frá þessu að mati íbúaráðs.

    Svar: Þetta mál er til umræðu við gerð fjarhagsáætlunar 2019, er ein af tillögum til framkvæmda 2019.

    9.
    Engin salernisaðstaða er fyrir starfsmenn hafnarinnar þó að allt sem þarf sé til staðar í hafnarhúsinu, heitt og kalt vatn og frárennsli. Íbúaráð telur það algjörlega óviðunandi að starfsmönnum hafnarinnar sé ekki veitt sú aðstaða, eftir að vinna í marga klukkutíma á starfsstöð, að hafa tiltæka salernisaðstöðu.

    Svar: Veitu- og hafnaráð þakkar ábendinguna.

    10.
    Frárennslismál eru ekki ásættanleg eins og þau eru í dag, að bæði endi þau í flæðarmálunum. Íbúaráð leggur til að þetta mál verði sett í forgang að gengið verði frá frárennslismálum á svæðinu.

    Svar: Þetta mál er til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar 2019, er ein af tillögum til framkvæmda 2019.

    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 876. fundi byggðarráðs þanna 6.9.2018 var tekið fyrir neðangreint erindi:
    "Tekið fyrir erindi frá íbúasamtökunum á Hauganesi, bréf móttekið þann 3. september 2018, þar sem fram koma áherslur íbúasamtakanna hvað varðar meðal annars umhverfismál, umferðarmál, snjómokstur, gangstéttir og götur."

    Afgreiðsla byggðarráðs var á þá leið að: "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs og að óska eftir rökstuddum tillögum að afgreiðslu. Einnig er þeim hluta er varðar gömlu bryggjuna vísað til veitu- og hafnaráðs."

    Erindið sem um ræðir er að loka fyrir umferð að gömlu bryggjunni og seinna uppbygging á henni. Í erindinu er einnig bent á að það sé álit íbúa að um menningarverðmæti sé að ræða.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 78 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að gera ráð fyrir því að gera ráð fyrir kr. 800.000,- til lagfæringar á henni við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019 og að lokað verði fyrir umferð fram á bryggjunna. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Kynntar voru breytingar á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar sem taka mun gildi 1. janúar 2019, gjaldskránni var síðast breytt 1. janúar 2018.

    Í þeim tillögum sem liggja fyrir ráðinu er gert ráð fyrir að gjaldskráin taki breytingum vísitölu byggingarkostnaðar frá desember 2017, 136,1 stig til september 2018, 139,9 stig eða um 2,79%. Allir gjaldskrárliðir sem taka til útselts tímagjalds skulu breytast miðað við launavístölu og er viðmiðunarvísitalan desember 2017 sem er 632,8 stig til júlí 2018 663,4 stig eða um 4,84%.

    Aflagjald í gjaldskrá breytist ekki nema með sérstakri ákvörðun sveitarstjórnar.

    Einnig hefur gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar verið staðfærð þannig að hún uppfylli kröfur sem framkoma í lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda nr. 33 frá 2004 og reglugerð nr. 1200 frá 2014. Einnig er bent á þessa nauðsyn í bréfi til hafnaryfirvalda um móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 78 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða, með fimm atkvæðum, framlagða gjaldskrá og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Kynntar voru breytingar á gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar sem taka mun gildi 1. janúar 2019. Gjaldskránni var síðast breytt 1. janúar 2018, í þeim tillögum sem liggja fyrir ráðinu er gert ráð fyrir að gjaldskráin taki breytingum vísitölu byggingarkostnaðar frá desember 2017, 136,1 stig til september 2018, 139,9 stig eða um 2,79%. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 78 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða, með fimm atkvæðum, að hafa óbreytta gjaldskrá Vatnsveitu að öðru leyti en að 1. gr. stafliður d breytist þannig að álagning skv. a, b. og c. málsl. skal þó aldrei vera hærri en 0,4% eða lægra en 0,1% af fasteignarmati allra húsa og lóða og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Kynntar voru breytingar á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur, sem taka mun gildi 1. janúar 2019. Gjaldskránni var síðast breytt 1. janúar 2017. Í þeim tillögum sem liggja fyrir ráðinu er gert ráð fyrir að gjaldskráin taki breytingum vísitölu byggingarkostnaðar frá desember 2017, 136,1 stig til september 2018, 139,9 stig eða um 2,79%. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 78 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða, með fimm atkvæðum, framlagða gjaldskrá og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Kynntar voru breytingar á gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar sem taka mun gildi 1. janúar 2019. Gjaldskránni var síðast breytt 1. janúar 2018, í þeim tillögum sem liggja fyrir ráðinu er gert ráð fyrir að gjaldskráin taki breytingum vísitölu byggingarkostnaðar frá desember 2017, 136,1 stig til september 2018, 139,9 stig eða um 2,79%. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 78 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða, með fimm atkvæðum, framlagða gjaldskrá og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Sviðsstjóri kynnti fyrir ráðsmönnum ramma að fjárhagsáætlun 2019 og þær tillögur að breytingum sem gerðar hafa verið á þeim. Sviðsstjóri kynnti einnig tillögur að framkvæmdum næsta árs fyrir þær stofnanir sem ráðið hefur með að gera. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 78 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða, með fimm atkvæðum, framlagða starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar, Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar, Hitaveitu Dalvíkur og Fráveitu Dalvíkurbyggðar og felur sviðsstjóra að lagfæra hana til samræmis við athugasemdir á fundinum.
    Með vísan til bókunar í 3. lið fundargerðarinnar, vill veitu- og hafnaráð benda á nauðsyn þess að auka fjárveitingu til framkvæmda á vegum fráveitu, en þar segir í 10. lið
    "Frárennslismál eru ekki ásættanleg eins og þau eru í dag, að bæði endi þau í flæðarmálunum. Íbúaráð leggur til að þetta mál verði sett í forgang að gengið verði frá frárennslismálum á svæðinu.

    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar og eru því þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

35.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 79, frá 17.10.2018

Málsnúmer 1810004FVakta málsnúmer

  • Nokkrar athugasemdir voru gerðar við starfs- og fjárhagsáætlun veitu- og hafnasviðs, þær eru helstar hvað rekstur varðar:
    Lækkun tekna á milli ára hjá Vatnsveitu og Hitaveitu eru um kr. 3.8 milljónir, þar er um að ræða annars vegar álagningu vatnsgjalds á fasteignir og hins vegar minni tekjur af heimlagnagjaldi hitaveitu. Einnig er gert ráð fyrir leiðréttingu á þjónustugjaldi til Tengis ehf vegna samskipta dælustöðva veitna við stjórnstöð að fjárhæð kr. 1,5 milljón. Rafmagnskostnaður hefur verið að hækka vegna dælingar hjá fráveitu og sama má segja hjá hitaveitu, hluti þess er vegna stækkunar á dreifikerfi hitaveitu. Breyting samtals milli ára er kr. 3,7 milljónir.
    Framangreindar skýringar koma frá á innsendum gögnum þar sem tilgreindar skýringar eru við hvern lykil.
    Athugasemdir voru einnig gerðar við framkvæmdaáætlun, þar skráði sviðsstjóri heildarkostnað vegna Austurgarðs í stað hlutdeildar Hafnasjóðs og er búið að lagfæra það og er heildarkostnaður tilgreindur einnig í framkvæmdaslista sem fylgir starfsáætlun.
    Engar aðrar breytingar eru gerðar á framkvæmdaáætlun, sviðsstjóri hefur yfirfarið alla útreikninga og eru þeir réttir. Bent var á að úttektir á veitukerfi ættu ekki heima undir framkvæmdum þ.e. eignfærslu. Það er skoðun ráðsins að rétt sé að færa þetta sem eignfærslu vegna þess að síðar mun þessi frumhönnun verða notuð til að endurbæta dreifikerfi veitnanna.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 79 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum endurskoðaða starfs- og fjárhagsáætlun veitu- og hafnasviðs fyrir árið 2019. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Síðla sumars 2014 ákvað sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að láta vinna úttekt á möguleikum til virkjunar vatnsfalla í sveitarfélaginu. Tilgangurinn var að gera grófa könnun á hvaða möguleikar væru á smávirkjunum af ýmsum stærðum, ekki síst virkjunum sem gætu selt rafmagn inn á dreifikerfið og stuðlað að atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu. Ekki væri verra ef sveitarfélagið væri sjálfu sér nægt um rafmagn. Samið var við Mannvit hf um þetta verkefni í ágústmánuði 2014.
    Í framhaldi lét Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar vinna aðra skýrslu sem bar heitið "Úttekt á smávirkjanakostum í Eyjafirði". Báðar þessar skýrslur eru fylgiskjöl með þessu máli.
    Áhugi hefur verið á því að taka þetta mál lengra því er þetta mál tekið upp hér.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 79 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að leggja til við byggðarráð að það bæti kr. 2.500.000,- við ramma Hitaveitu Dalvíkur og upphæðin verður færð á málaflokk 4741, lykil 4320, þar hefur þetta verkefni verið hýst. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með rafpósti, sem dagsettur er 12. október 2018 barst erindi frá nefndasviði Alþingis þar sem eftirfarandi kom fram:

    "Ágæti viðtakandi.

    Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019 - 2023 , 172. mál.

    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

    Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.

    Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/149/s/0173.html

    Vakin er athygli á því að nefndastarf fastanefnda Alþingis er rafrænt. Óskað er eftir að umsagnir og erindi verði send á rafrænu formi.

    Bent skal á að umsagnir og gögn um málið birtast á vef Alþingis undir fyrirsögninni Innsend erindi á síðu viðkomandi þingmáls."

    Fram kemur í ofangreindri tillögu til þingsályktunar
    um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019 til 2023 á bls. 16 að Hafskipabryggja á Dalvík fái 79,7 millj. á næsta fjárhagsári og Hauganes, flotbryggja 7,3 millj. á árinu 2021. Einnig er gert ráð fyrir endurnýjun á stálþili Norðurgarðs á árinu 2022 og 2023, heildarframlag 95,0 millj.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 79 Veitu- og hafnaráð lýsir yfir ánægju sinni með framkomna tillögu sem snýr að hafnamannvirkjum í Dalvíkurbyggð, en vekur athygli á að uppi er ágreiningur um kostnaðarhlutdeild ríkissjóðs við hafnarframkvæmdir sem þegar er lokið, samanber erindi Dalvíkurbyggðar til samgönguráðs dagsett 12. september 2018. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með rafpósti, sem dagsettur er 12. október 2018 barst erindi frá nefndasviði Alþingis þar sem eftirfarandi kom fram:

    "Ágæti viðtakandi.

    Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019 -2033 , 173. mál.

    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

    Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.

    Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/149/s/0174.html

    Vakin er athygli á því að nefndastarf fastanefnda Alþingis er rafrænt. Óskað er eftir að umsagnir og erindi verði send á rafrænu formi.

    Bent skal á að umsagnir og gögn um málið birtast á vef Alþingis undir fyrirsögninni Innsend erindi á síðu viðkomandi þingmáls."

    Við yfirlestur á ofangreindri tillögu til þingályktunar er ljóst að ekki er gert ráð fyrir neinum stórum verkefnum í Dalvíkurbyggð á því tímabili sem áætlunin tekur til.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 79 Veitu- og hafnaráð lýsir yfir vonbrigðum sínum að ekki er gert ráð fyrir að eftir árið 2023 sé brugðist við uppsafnaðri viðhaldsþörf hafnamannvirkja innan Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar og hvetur sveitarstjórn að fylgja eftir hagsmunum sveitarfélagsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Fyrir fundinu lá fundargerð 405. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var mánudaginn 27. ágúst 2018 kl. 11:00, en fundurinn var haldinn var í Hlaðbúð, Borgartúni 30 í Reykjavík. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 79 Lögð fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, er því fundargerðin lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs