Með bréfi, sem dagsett er 31. október 2018, óskar sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs eftir umsögn vegna skipulagslýsingar á íbúða- og þjónustusvæði í landi Laugarhlíðar í Svarfaðardal, Dalvíkurbyggð.
Í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 óskar undirritaður hér með fyrir hönd Dalvíkurbyggðar eftir umsögn þinnar stofnunar á skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsvinnu á íbúða- og þjónustusvæði í landi Laugarhlíðar Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð.
Innan skipulagssvæðissins eru átta íbúðarhús, eitt frístundahús og ein yfirbyggð sundlaug.
Skipulagssvæðið er vestan við Svarfaðardalsveg á móts við Húsabakkaskóla í landi jarðarinnar Laugahlíðar, sem er í eigu Dalvíkurbyggðar. Heildarstærð skipulagssvæðisins er 16,3 ha.
Óskað er eftir að umsögnin hafi borist undirrituðum eigi síðar en 14. nóvember n.k.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.