Á 889. fundi byggðaráðs þann 06.12.2018 var eftirfarandi bókað:
"Á 885. fundi byggðaráðs þann 25.10.2018 var eftirfarandi bókað: "Sveitarstjóri kynnti og lagði fram tillögu að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda fyrir árið 2019. Lagt er til að álagningarprósenta fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreytt á milli ára og álagning fasteignagjalda verði samkvæmt fyrirliggjandi tillögum að gjaldskrám vatnsveitu og fráveitu. Gjaldskrár vegna sorphirðu er í vinnslu. Lagt er til að fjöldi gjalddaga verði áfram 10. Til umræðu ofangreint. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri tillögu til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar." Á 306. fundi sveitarstjórnar þann 30.10.2018 var samþykkt að fresta afgreiðslu á ofangreindri tillögu. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð tillaga þar sem búið er að bæta inn gjaldskrá vegna sorphirðu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi eftirfarandi tillaga um álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda fyrir árið 2019:
Fasteignaskattur A 0,50% af fasteignamati húss og lóðar (var 0,50% árið 2018).
Vatnsgjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).
Fráveitugjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá.)
Sorphirðugjald kr. 43.852 ,- á íbúð (var kr. 42.443 á íbúð).
Fasteignagjöld stofnana: B-skattflokkur
Fasteignaskattur B 1,32% af fasteignamati húss og lóðar (óbreytt á milli ára).
Vatnsgjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).
Fráveitugjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).
Fasteignagjöld atvinnuhúsnæðis: C-skattflokkur
Fasteignaskattur C 1,65% af fasteignamati húss og lóðar (óbreytt á milli ára).
Vatnsgjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).
Fráveitugjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).
Lóðarleiga
Lóðarleiga íbúðahúsalóða 1,28% af fasteignamati lóðar (óbreytt á milli ára).
Lóðarleiga atvinnulóða 2,90 % af fasteignamati lóðar (óbreytt á milli ára).
Lóðarleiga ræktarlands 3,00% af fasteignamati lóðar (óbreytt á milli ára).
Vatnsgjald
Hafi vatnsveita verið tengd við mannvirki á fasteign ber að greiða af henni árlegt vatnsgjald til Vatnsveitu Dalvíkur og skal það vera eftirfarandi:
a) Vatnsgjald íbúðarhúsnæðis verði fast gjald 4.798,66- kr. pr. íbúð og 176,12- kr. pr. fermetra húss. (óbreytt á milli ára.)
b)
Vatnsgjald af öðru húsnæði en íbúðum verði fast gjald 14.690,73- kr. pr. eign og 194,22 kr. pr. fermetra húss. (óbreytt á milli ára)
c)
Árleg vatnsgjöld fyrir sveitabýli, eitt íbúðarhús og útihús á sömu kennitölu skulu vera eitt fastagjald og fullt fermetragjald af íbúðarhúsinu og 1/2 fermetragjald af öðrum húsum. (óbreytt)
d)
Álagning skv. a, b. og c. málsl. skal þó aldrei vera hærri en 0,4% eða lægra en 0,1% af fasteignarmati allra húsa og lóða. (var 0,2% árið 2018).
Fráveitugjald
Fráveitugjald skal greitt af öllum mannvirkjum sem tengd eru fráveitukerfum sveitarfélagsins.
a)
Fráveitugjald íbúðarhúsnæðis verði fast gjald 16.281,29- kr. pr. íbúð og 339,76 kr. pr. fermetra húss. (var gjald 15.839,05- kr. pr. íbúð og 330,53- kr. pr. fermetra húss)
b)
Fráveitugjald af öðru húsnæði en íbúðum verði fast gjald 37.513,99 kr. pr. eign og 339,76 kr. pr. fermetra húss. (var fast gjald 36.495,03- kr. pr. eign og 330,53 - kr. pr. fermetra húss.)
c)
Árlegt rotþróargjald verði, fast gjald kr. 16.270,66 kr. pr. losunarstað og þar sem tæming á sér stað þriðja hvert ár er kr. 12.621,72 (var kr. 15.828,71 og kr. 12.278,89).
d)
Álagning skv. a og b. málsl. skal þó aldrei vera hærri en 0,47% eða lægra en 0,25% af fasteignarmati allra húsa og lóða (var 0,47% og 0,25%).
Gjalddagar og greiðsla fasteignagjalda
Gjalddagar fasteignagjalda eru tíu talsins og eru gjöldin innheimt frá 5. febrúar til 5. nóvember. Eindagi fasteignagjalda er 30 dögum eftir gjalddaga.
Enginn tók til máls.