Veitu- og hafnaráð

79. fundur 17. október 2018 kl. 08:00 - 09:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá

1.Starfs- og fjárhagsáætlun 2019.

Málsnúmer 201808031Vakta málsnúmer

Nokkrar athugasemdir voru gerðar við starfs- og fjárhagsáætlun veitu- og hafnasviðs, þær eru helstar hvað rekstur varðar:
Lækkun tekna á milli ára hjá Vatnsveitu og Hitaveitu eru um kr. 3.8 milljónir, þar er um að ræða annars vegar álagningu vatnsgjalds á fasteignir og hins vegar minni tekjur af heimlagnagjaldi hitaveitu. Einnig er gert ráð fyrir leiðréttingu á þjónustugjaldi til Tengis ehf vegna samskipta dælustöðva veitna við stjórnstöð að fjárhæð kr. 1,5 milljón. Rafmagnskostnaður hefur verið að hækka vegna dælingar hjá fráveitu og sama má segja hjá hitaveitu, hluti þess er vegna stækkunar á dreifikerfi hitaveitu. Breyting samtals milli ára er kr. 3,7 milljónir.
Framangreindar skýringar koma frá á innsendum gögnum þar sem tilgreindar skýringar eru við hvern lykil.
Athugasemdir voru einnig gerðar við framkvæmdaáætlun, þar skráði sviðsstjóri heildarkostnað vegna Austurgarðs í stað hlutdeildar Hafnasjóðs og er búið að lagfæra það og er heildarkostnaður tilgreindur einnig í framkvæmdaslista sem fylgir starfsáætlun.
Engar aðrar breytingar eru gerðar á framkvæmdaáætlun, sviðsstjóri hefur yfirfarið alla útreikninga og eru þeir réttir. Bent var á að úttektir á veitukerfi ættu ekki heima undir framkvæmdum þ.e. eignfærslu. Það er skoðun ráðsins að rétt sé að færa þetta sem eignfærslu vegna þess að síðar mun þessi frumhönnun verða notuð til að endurbæta dreifikerfi veitnanna.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum endurskoðaða starfs- og fjárhagsáætlun veitu- og hafnasviðs fyrir árið 2019.

2.Smávirkjanir í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201407032Vakta málsnúmer

Síðla sumars 2014 ákvað sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að láta vinna úttekt á möguleikum til virkjunar vatnsfalla í sveitarfélaginu. Tilgangurinn var að gera grófa könnun á hvaða möguleikar væru á smávirkjunum af ýmsum stærðum, ekki síst virkjunum sem gætu selt rafmagn inn á dreifikerfið og stuðlað að atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu. Ekki væri verra ef sveitarfélagið væri sjálfu sér nægt um rafmagn. Samið var við Mannvit hf um þetta verkefni í ágústmánuði 2014.
Í framhaldi lét Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar vinna aðra skýrslu sem bar heitið "Úttekt á smávirkjanakostum í Eyjafirði". Báðar þessar skýrslur eru fylgiskjöl með þessu máli.
Áhugi hefur verið á því að taka þetta mál lengra því er þetta mál tekið upp hér.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að leggja til við byggðarráð að það bæti kr. 2.500.000,- við ramma Hitaveitu Dalvíkur og upphæðin verður færð á málaflokk 4741, lykil 4320, þar hefur þetta verkefni verið hýst.

3.Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019 - 2023 , 172. mál.

Málsnúmer 201810064Vakta málsnúmer

Með rafpósti, sem dagsettur er 12. október 2018 barst erindi frá nefndasviði Alþingis þar sem eftirfarandi kom fram:

"Ágæti viðtakandi.

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019 - 2023 , 172. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/149/s/0173.html

Vakin er athygli á því að nefndastarf fastanefnda Alþingis er rafrænt. Óskað er eftir að umsagnir og erindi verði send á rafrænu formi.

Bent skal á að umsagnir og gögn um málið birtast á vef Alþingis undir fyrirsögninni Innsend erindi á síðu viðkomandi þingmáls."

Fram kemur í ofangreindri tillögu til þingsályktunar
um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019 til 2023 á bls. 16 að Hafskipabryggja á Dalvík fái 79,7 millj. á næsta fjárhagsári og Hauganes, flotbryggja 7,3 millj. á árinu 2021. Einnig er gert ráð fyrir endurnýjun á stálþili Norðurgarðs á árinu 2022 og 2023, heildarframlag 95,0 millj.
Veitu- og hafnaráð lýsir yfir ánægju sinni með framkomna tillögu sem snýr að hafnamannvirkjum í Dalvíkurbyggð, en vekur athygli á að uppi er ágreiningur um kostnaðarhlutdeild ríkissjóðs við hafnarframkvæmdir sem þegar er lokið, samanber erindi Dalvíkurbyggðar til samgönguráðs dagsett 12. september 2018.

4.Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019 -2033 , 173. mál.

Málsnúmer 201810065Vakta málsnúmer

Með rafpósti, sem dagsettur er 12. október 2018 barst erindi frá nefndasviði Alþingis þar sem eftirfarandi kom fram:

"Ágæti viðtakandi.

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019 -2033 , 173. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/149/s/0174.html

Vakin er athygli á því að nefndastarf fastanefnda Alþingis er rafrænt. Óskað er eftir að umsagnir og erindi verði send á rafrænu formi.

Bent skal á að umsagnir og gögn um málið birtast á vef Alþingis undir fyrirsögninni Innsend erindi á síðu viðkomandi þingmáls."

Við yfirlestur á ofangreindri tillögu til þingályktunar er ljóst að ekki er gert ráð fyrir neinum stórum verkefnum í Dalvíkurbyggð á því tímabili sem áætlunin tekur til.
Veitu- og hafnaráð lýsir yfir vonbrigðum sínum að ekki er gert ráð fyrir að eftir árið 2023 sé brugðist við uppsafnaðri viðhaldsþörf hafnamannvirkja innan Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar og hvetur sveitarstjórn að fylgja eftir hagsmunum sveitarfélagsins.

5.Fundargerðir Hafnasambands Íslands - 2018

Málsnúmer 201801091Vakta málsnúmer

Fyrir fundinu lá fundargerð 405. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var mánudaginn 27. ágúst 2018 kl. 11:00, en fundurinn var haldinn var í Hlaðbúð, Borgartúni 30 í Reykjavík.
Lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs