Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019 -2033 , 173. mál.

Málsnúmer 201810065

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 79. fundur - 17.10.2018

Með rafpósti, sem dagsettur er 12. október 2018 barst erindi frá nefndasviði Alþingis þar sem eftirfarandi kom fram:

"Ágæti viðtakandi.

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019 -2033 , 173. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/149/s/0174.html

Vakin er athygli á því að nefndastarf fastanefnda Alþingis er rafrænt. Óskað er eftir að umsagnir og erindi verði send á rafrænu formi.

Bent skal á að umsagnir og gögn um málið birtast á vef Alþingis undir fyrirsögninni Innsend erindi á síðu viðkomandi þingmáls."

Við yfirlestur á ofangreindri tillögu til þingályktunar er ljóst að ekki er gert ráð fyrir neinum stórum verkefnum í Dalvíkurbyggð á því tímabili sem áætlunin tekur til.
Veitu- og hafnaráð lýsir yfir vonbrigðum sínum að ekki er gert ráð fyrir að eftir árið 2023 sé brugðist við uppsafnaðri viðhaldsþörf hafnamannvirkja innan Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar og hvetur sveitarstjórn að fylgja eftir hagsmunum sveitarfélagsins.

Byggðaráð - 883. fundur - 17.10.2018

Frestað til næsta fundar.

Byggðaráð - 884. fundur - 18.10.2018

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 12. október 2018, þar sem fram kemur að Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendi til umsagnar tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019 -2033 , 173. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. október n.k.

Ofangreint var tekið fyrir á fundi veitu- og hafnaráðs 17. október 2018 og eftirfarandi meðal annars bókað:
"Við yfirlestur á ofangreindri tillögu til þingályktunar er ljóst að ekki er gert ráð fyrir neinum stórum verkefnum í Dalvíkurbyggð á því tímabili sem áætlunin tekur til.
Veitu- og hafnaráð lýsir yfir vonbrigðum sínum að ekki er gert ráð fyrir að eftir árið 2023 sé brugðist við uppsafnaðri viðhaldsþörf hafnamannvirkja innan Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar og hvetur sveitarstjórn að fylgja eftir hagsmunum sveitarfélagsins."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera drög að umsögn og leggja fyrir byggðaráð á næsta fundi.

Umhverfisráð - 311. fundur - 19.10.2018

Með innsendu erindi dags. 12. október 2018 óskar Hildur Edwald fyrir hönd Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis eftir umsögn vegna þingsályktunar um samgönguáætlun 2019-2033, 173 mál.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 885. fundur - 25.10.2018

Á 884. fundi byggðaráðs þann 18. október 2018 var eftirfarandi bókað:
Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 12. október 2018, þar sem fram kemur að Umhverfis- og samgöngunefnd "Alþingis sendi til umsagnar tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019 -2033 , 173. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. október n.k. Ofangreint var tekið fyrir á fundi veitu- og hafnaráðs 17. október 2018 og eftirfarandi meðal annars bókað: "Við yfirlestur á ofangreindri tillögu til þingályktunar er ljóst að ekki er gert ráð fyrir neinum stórum verkefnum í Dalvíkurbyggð á því tímabili sem áætlunin tekur til. Veitu- og hafnaráð lýsir yfir vonbrigðum sínum að ekki er gert ráð fyrir að eftir árið 2023 sé brugðist við uppsafnaðri viðhaldsþörf hafnamannvirkja innan Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar og hvetur sveitarstjórn að fylgja eftir hagsmunum sveitarfélagsins."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera drög að umsögn og leggja fyrir byggðaráð á næsta fundi."

Sveitarstjóri kynnti tillögu að umsögn varðandi ofangreint.


Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að umsögn.