Með rafpósti, sem dagsettur er 12. október 2018 barst erindi frá nefndasviði Alþingis þar sem eftirfarandi kom fram:
"Ágæti viðtakandi.
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019 -2033 , 173. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis:
https://www.althingi.is/altext/149/s/0174.htmlVakin er athygli á því að nefndastarf fastanefnda Alþingis er rafrænt. Óskað er eftir að umsagnir og erindi verði send á rafrænu formi.
Bent skal á að umsagnir og gögn um málið birtast á vef Alþingis undir fyrirsögninni Innsend erindi á síðu viðkomandi þingmáls."
Við yfirlestur á ofangreindri tillögu til þingályktunar er ljóst að ekki er gert ráð fyrir neinum stórum verkefnum í Dalvíkurbyggð á því tímabili sem áætlunin tekur til.