Á 885. fundi byggðaráðs þann 25. október 2018 var eftirfarandi bókað:
"Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti helstu niðurstöður heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2018 og þær breytingar sem gerðar hafa verið frá heildarviðauka II.
Sviðstjóri gerði grein fyrir að bætt hefur verið við viðauka nr. 37 vegna áætlaðs tekjujöfnunarframlags frá Jöfnunarsjóði að upphæð kr. 39.013.000
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi heildarviðauka III við fjárhagsáætun 2018 og vísar honum til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."
Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem lagði til að sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs yrði gefið málfrelsi undir þessum lið til þess að kynna fyrir sveitarstjórn tillögu að heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2018 og var það samþykkt samhljóða.
Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir helstu niðurstöðum sem eru eftirfarandi:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta, kr. 109.933.000.
Rekstrarniðurstaða Aðalsjóðs, kr. 13.242.000.
Rekstrarniðurstaða Eignasjóðs, kr. 52.223.000.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B-hluta, kr. 286.090.000 og kr. 12.000.000 framlag til Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses.
Áætluð lántaka Samstæðu A- og B- hluta, kr. 284.500.000, þar af eru kr. 214.500.000 vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð.
Áætlað veltufjárhlutfall samstæðu er 1,06.
Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Guðmundur St. Jónsson.
Þórhalla Karlsdóttir.
Ekki tóku fleiri til máls.