Íþrótta- og æskulýðsráð - 103, frá 18.09.2018
Málsnúmer 1809011F
Vakta málsnúmer
-
Íþrótta- og æskulýðsráð - 103
Lögð fram til kynningar skýrsla starfshóps um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Á vorfundi íþrótta- og æskulýðsráðs var samþykkt að íþrótta- og æskulýðsfulltrúi myndi vinna með íþróttafélögum í Dalvíkurbyggð að innleiðingu verkferla um viðbrögð við kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun. Ráðið leggur til að stefnt verði að því að klára þessa vinnu á þessu ári.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Íþrótta- og æskulýðsráð - 103
Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að styrkur vegna reiðvegagerðar fyrir árið 2019 verði kr. 2.500.000.- með fyrirvara um að slíkt falli að skipulagsmálum sveitarfélagsins. Reynslan sýnir að utanaðkomandi styrkir til reiðvegagerðar verða hærri ef sveitarfélög leggja til fjármagn á móti slíkum styrkjum.
Styrktarsamningar við íþróttafélögin í Dalvíkurbyggð gilda út árið 2019 og óskar íþrótta- og æskulýðsráð að fyrir vinnu við endurnýjun styrktarsamninga við félögin muni öll íþróttafélögin leggja fram sína framtíðarsýn og kostnaðaráætlun á uppbyggingu á sínum íþróttasvæðum til næstu 5-10 ára.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Íþrótta- og æskulýðsráð - 103
Styrktarsamningar við íþróttafélögin í Dalvíkurbyggð gilda út árið 2019 og óskar íþrótta- og æskulýðsráð að fyrir vinnu við endurnýjun styrktarsamninga við félögin muni öll íþróttafélögin leggja fram sína framtíðarsýn og kostnaðaráætlun á uppbyggingu á sínum íþróttasvæðum til næstu 5-10 ára. Skíðafélagið hefur nú þegar skilað inn slíkri áætlun.
Varðandi viðhald á troðara 2019 þá verður það afgreitt undir lið 5 "Starfs-og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs 2019".
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Íþrótta- og æskulýðsráð - 103
Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að verkefnið haldi áfram og samningur við Embætti landlæknis verði endurnýjaður. Einnig leggur ráðið til að skipaður verði nýr starfshópur með þremur aðilum auk íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Ráðið leggur til að Jóhann Már Kristinsson verði fulltrúi íþrótta- og æskulýðsráðs í vinnuhópnum. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að ræða við núverandi starfshóp og kanna hvort áhugi sé fyrir hendi að halda áfram og ræða einnig við aðra áhugasama og leggja fram tillögur fyrir næsta fund ráðsins.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Guðmundur St. Jónsson.
Lagt fram til kynningar.
-
Íþrótta- og æskulýðsráð - 103
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 06 að upphæð 285.837.461.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, er því fundargerðin lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.