Fundargerðin lögð fram til kynningar.
.1
201802004
Undirbúningur framkvæmda
Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 15
Samkvæmt ofangreindu eru fyrirliggjandi tvö tilboð frá 24. ágúst s.l.:
Katla ehf. kr. 191.390.000 með vsk.
Tréverk ehf. kr. 220.400.000 með vsk.
Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ganga til samninga við lægstbjóðanda sem er Katla ehf. á grundvelli tilboðs dagsettu þann 24. ágúst s.l. með fyrirvara um að forsendur tilboðsins standist og að tilboðsgjafi sé í skilum samkvæmt lögum um opinber innkaup. Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Ágústi Hafsteinssyni hjá Form ráðgjöf að ganga til samningagerðar við Kötlu ehf. og samningur verður svo til umfjöllunar og afgreiðslu í stjórn.