Frá leikskólastjóra Krílakots; Beiðni um tilfærslur á milli liða í fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 201810018

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 882. fundur - 04.10.2018

Tekið fyrir erindi frá leikskólastjóra Krílakots, rafpóstur dagsettur þann 26. september 2018, þar sem óskað er eftir að nýta hluta af áætlun á lykli 2850 til að kaupa fartölvu fyrir verkefnastjóra sérkennslu að upphæð kr. 120.000. Einnig er óskað eftir að færa af lykli 4940, Ræsting húsnæðis, yfir á lykil 1440, Fatnaður starfsmanna, fyrir fatapeningum að upphæð kr. 640.000 sem ekki var áætlað fyrir.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um kaup á fartölvu að upphæð kr. 120.000 fyrir verkefnisstjóra sérkennslu, lykill 04140-2850.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um greiðslur á fatapeningum til starfsmanna Krílakots að upphæð kr. 640.000, bókað á lykil 04140-1440, en svigrúm á móti er tekið af lykli 4940 (bundinn liður).

Ofangreint kallar ekki á breytingar á gildandi fjárhagsáætlun heldur er um að ræða tilfærslur á milli liða.

Sveitarstjórn - 306. fundur - 30.10.2018

Á 882. fundi byggðaráðs þann 04.10.2018 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá leikskólastjóra Krílakots, rafpóstur dagsettur þann 26. september 2018, þar sem óskað er eftir að nýta hluta af áætlun á lykli 2850 til að kaupa fartölvu fyrir verkefnastjóra sérkennslu að upphæð kr. 120.000. Einnig er óskað eftir að færa af lykli 4940, Ræsting húsnæðis, yfir á lykil 1440, Fatnaður starfsmanna, fyrir fatapeningum að upphæð kr. 640.000 sem ekki var áætlað fyrir. Til umræðu ofangreint. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um kaup á fartölvu að upphæð kr. 120.000 fyrir verkefnisstjóra sérkennslu, lykill 04140-2850. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um greiðslur á fatapeningum til starfsmanna Krílakots að upphæð kr. 640.000, bókað á lykil 04140-1440, en svigrúm á móti er tekið af lykli 4940 (bundinn liður). Ofangreint kallar ekki á breytingar á gildandi fjárhagsáætlun heldur er um að ræða tilfærslur á milli liða. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs á breytingum á heimildum innan fjárhagsáætlunar 04140 árið 2018.