Menningarráð - 69, frá 19.09.2018

Málsnúmer 1809008F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 306. fundur - 30.10.2018

  • .1 201809086 Trúnaðarmál
    Undir þessum lið kom Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri inná fundinn kl 8:00. Menningarráð - 69
  • Fundarboði fylgdu drög að starfsáætlunum byggðasafnsins Hvols og bóka- og héraðsskjalasafns 2019. Menningarráð - 69 Lagt fram til kynningar og umræðu. Drögin verða uppfærð í samræmi við umræður á fundinum og skilað 19. september til sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 839. fundi byggðaráðs þann 12. október 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Undir þessum lið vék Bjarni Th. Bjarnason af fundi vegna vanhæfis kl. 14:06. Tekið fyrir erindi frá forstöðumanni bóka- og héraðasskjalasafns, ódagsett en móttekið þann 25. september 2017 í rafpósti, þar sem óskað er eftir fjárveitingu til kaupa á verkinu 2,34 eftir listamanninn Guðlaug Arason (GARASON). Óskað hefur verið eftir tilboði frá listamanninum og fylgir það með orðrétt. Í söfnunar- og útlánastefnu Listaverkasafns Dalvíkurbyggðar kemur m.a. fram: "Stefnt er að því, ef fjárhagur leyfir, að kaupa myndverk eftir listamenn sem búsettir eru í sveitafélaginu, þegar þeir halda sína aðra sýningu, hafi sveitafélagið ekki eignast verk eftir öðrum leiðum. Taka þarf sérstaka ákvörðun um önnur form listaverka“. Með vísan í þessa klausu er hér óskað eftir sérstakri ákvörðun um kaup á listaverki sem sennilega myndi flokkast sem annað form listaverka. Verðið á verkinu er 1,3 m.kr. og óskað er eftir kr. 900.000 aukafjárveitingu að upphæð kr. 900.000 við fjárhagsramma 2018 til kaupa á listaverkinu.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til gerðar fjárhagsáætlunar 2019 og felur forstöðumanni bóka- og héraðsskjalasafns að kanna möguleika á styrkjum til að auka líkur á að sveitarfélagið geti eignast þetta verk, sbr. tilboð og tillögur frá listamanninum."

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar menningarráðs og óskar eftir rökstuddri tillögu að afgreiðslu. Byggðaráð óskar jafnframt eftir að menningarráð komi með tillögu að stefnu um kaup og viðhald listaverka.
    Menningarráð - 69 Menningarráð hefur mikinn áhuga á listaverkinu 2,34 í ljósi skírskotunar til byggðalagsins. Í ljósi þess að ekki liggur fyrir stefna Dalvíkurbyggðar um kaup, viðgerðir og varðvörslu listaverka leggur menningarráð til að ákvörðun um kaup á listaverkinu 2,34 verði frestað þar til sú stefna liggur fyrir.

    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 876. fundi Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 6. september sl., var tekið fyrir umsókn frá sóknarnefnd Dalvíkurkirkju um áframhaldandi styrk vegna Dalvíkurkirkju.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til menningarráðs til umfjöllunar og óskar eftir rökstuddri tillögu að afgreiðslu. Einnig felur byggðaráð sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að óska eftir ársreikningi og/eða fjárhagsáætlun sóknarnefndar Dalvíkursóknar með vísan til reglna sveitarfélagsins um almennar styrkumsóknir.
    Menningarráð - 69 Menningarráð leggur til að orðið verði við beiðni um rekstrarstyrk að fjárhæð kr. 150.000. Styrkurinn tekinn af lykli 5810-9145. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarráðs lagði fram gjaldskrár fyrir málaflokk 05 árið 2019.

    Menningarráð - 69 Menningarráð samþykkir gjaldskrár fyrir málaflokk 05 með þremur atkvæðum í samræmi við umræður á fundinum og ábendingar frá forstöðumanni Bóka- og héraðsskjalasafns. Tekið verður mið af gjaldskránum í vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir fjárhagsárið 2019. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kynnti fjármálastöðu málaflokks 05 eins og hún var 31.ágúst 2018. Menningarráð - 69 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Starfsemi í Ungó veturinn 2018-2019 til umræðu. Fundarboði fylgdu samningar við Leikfélag Dalvíkur og Gísla,Eirík, Helga ehf.
    Menningarráð - 69 Fyrir liggur að mikill áhugi er hjá Leikfélagi Dalvíkur og Gísla,Eiríki,Helga ehf. á áframhaldandi starfsemi í Ungó veturinn 2018-2019. Menningarráð óskar eftir að lögð verði fram starfsáætlun varðandi áframhaldandi starf í Ungó frá Leikfélagi Dalvíkur og Gísla,Eirík,Helga ehf. sem verða teknar fyrir á næsta fundi Menningarráðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, er því fundargerðin í heild sinni lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.