Félagsmálaráð

221. fundur 18. september 2018 kl. 08:15 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Eyrún Rafnsdóttir og Þórhalla Karlsdóttir Félagsmálastjóri og Þroskaþjálfi
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 1809076Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 1809076

Bókað í trúnaðarmálabók
Bókað í trúnaðarmálabók.

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201809081Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201809081

Bókað í trúnaðarmálabók
Bókað í trúnaðarmál.

3.Fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 201808075Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri fór yfir drög að fjárhagsáætlun félagsmálasviðs fyrir árið 2019.
Félagsmálaráð gerði ekki athugasemdir við framkomin gögn og samþykkir drög að fjárhagsáætlun félagsmálasviðs fyrir árið 2019.

4.Starfsáætlun félagsmálasviðs 2019

Málsnúmer 201809069Vakta málsnúmer

Starfsmenn félagsmálasviðs kynntu drög að starfsáætlun sviðsins fyrir árið 2019.
Félagsmálaráð samþykkir samhljóða drög að starfsáætlun félagsmálasviðs fyrir árið 2019.

5.Breyting á lögum um félagsþjónustu sveitarfélagana sem taka gildi 1.okt 2018

Málsnúmer 201809070Vakta málsnúmer

Starfsmenn félagsþjónustu lögðu fram til kynningar ný lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 sem taka eiga gildi þann 1.október 2018. Farið var yfir breytingar á nýju lögunum frá þeim sem nú er í gildi.
Félagsmálaráð fór yfir ný lög um félagsþjónustu sveitarfélaga og telur margt sem þar kemur fram óljóst hvað varðar breytingar á umfangi starfsins og fjármagnsþörf.

6.Erindi frá félagsráðgjafafélagi Íslands

Málsnúmer 201809044Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Félagsráðgjafafélag Íslands dags. 7.september 2018 um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga sem tekur gildi þann 1. október 2018. Þar lýsir félagsráðgjafafélag Íslands ánægju sinni yfir þeim lagabreytingum sem verða í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga þann 1. október nk. þar sem segir að sveitarfélög skuli hafa á að skipa félagsráðgjöfum til að starfa að verkefnum sviðsins. Hafin er vinna við að fá félagsráðgjafa til starfa hjá félagsþjónustu í verktöku eða sem aðkeypta þjónustu við sviðið. En til frekari upplýsinga hefur það verið gert í nokkrum málum á undanförnum misserum.
Félagsmálaráð samþykkir samhljóða það sem þegar hefur verið gert í málinu og felur starfsmönnum að meta þörf fyrir ráðningu félagsráðgjafa reglulega.

7.Fjárhagsáætlun 2019; Beiðni um framlag til bílakaupa og endurbóta á salernisaðstöðu

Málsnúmer 201809015Vakta málsnúmer

Á 876.fundi byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 6.september sl., var tekið fyrir rafrænt erindi frá hjúkrunarframkvæmdarstjóra Dalbæjar beiðni um framlag til bílakaupa og endurbóta á salernisaðstöðu fyrir fjárhagsáætlunargerð 2019. í fundargerð byggðaráðs, 876. fundi, var síðan samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umfjöllunar félagsmálaráðs og óskar byggðarráð eftir að fá rökstudda tillögu ráðsins til afgreiðslu.
a)Félagsmálaráð leggur til að byggðarráð samþykki styrk til bílakaupa til Dalbæjar með þeim rökum að með nýjum lögum er aukin þörf á slíkum bíl til ferðaþjónustu fatlaðra í sveitarfélaginu. Við leggjum til að gerður verði þjónustusamningur um samnýtingu bifreiðarinnar milli Dalbæjar og félagsmálasviðs. Við leggjum til að styrkurinn verði í hlutfalli við áætlaða nýtingu sviðsins á bifreiðinni.
b) Félagsmálaráð vísar erindinu samhljóða til eignarsjóðs og telur sig ekki hafa forsendur til að meta umsókn þessa.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Eyrún Rafnsdóttir og Þórhalla Karlsdóttir Félagsmálastjóri og Þroskaþjálfi