a) Tekið fyrir erindi frá hjúkrunarframkvæmdastjóra Dalbæjar fyrir hönd stjórnar, dagsett þann 3. september 2018, þar sem óskað er eftir styrk frá Dalvíkurbyggð til endurnýjunar á bifreið Dalbæjar, með vísan í það að bifreiðin nýtist ekki eingöngu íbúum Dalbæjar heldur fleiri íbúum byggðarlagsins.
b) Tekið fyrir erindi frá hjúkrunarframkvæmdastjóra Dalbæjar fyrir hönd stjórnar, dagsett þann 3. septmeber 2018, þar sem óskað er eftir styrk frá Dalvíkurbyggð til endurbóta á salernisaðstöðu á Dalbæ. Um er að ræða 3 snyrtingar. Kostnaðaráætlun og tilboð liggur ekki fyrir en verður sent til Dalvíkurbyggðar um leið og þau gögn liggja fyrir.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til Eignasjóðs til umfjöllunar og skoðunar og byggðaráð óskar eftir að fá rökstudda tillögu Eignasjóðs að afgreiðslu. Byggðaráð samþykkir einnig samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umfjöllunar félagsmálaráðs og óskar jafnframt eftir að fá rökstudda tillögu ráðsins að afgreiðslu.