Málsnúmer 201809019Vakta málsnúmer
Á 876. fundi byggðaráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
"Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti drög að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2018 með þeim viðaukum sem samþykktir hafa verið eftir gerð heildarviðauka I.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs taka saman heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2018 með tillögum að ofangreindum breytingum með því markmiði að heildarviðauki II fari fyrir næsta fund sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."
Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið á heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2018:
a) Launaviðaukar frá fundi byggðaráðs 6. september 2018 færðir inn, mál nr. 201809018, alls kr. 14.529.409. Að auki breytingar á áður samþykktum launaviðaukum.
b) Á móti launaviðaukum í a) lið áætlað launaskrið tekið út, að upphæð kr.17.852.860.
c) Áætlaðar tekjur Hafnasjóðs hækkaðar um 20 m.kr., sbr. mál 201809010 frá fundi byggðaráðs þann 6. september s.l.
d) Áætlað útsvar hækkað, sbr. mál 201809012 hér að ofan.
e) Breyting á áætlaðri verðbólgu úr 2,9% í 2,7%.
f) Breyting á áætlaðri uppfærslu lífeyrisskuldbindinga, sbr. mál 201809011 frá fundi byggðaráðs þann 6. september s.l.
g) Hækkun á hlutdeild Dalvíkurbyggðar í rekstri Tónlistarskólans á Tröllaskaga vegna breytinga á skiptihlutfalli á milli skólanna, kr. 3.783.959.
Til umræðu ofangreint.