Á 874. fundi byggðaráðs þann 23. ágúst 2018 var eftirfarandi bókað:
"Á 873. fundi byggðaráðs þann 9. ágúst 2018 var eftirfarandi bókað: "Lögð fram drög að Reglum Dalvíkurbyggðar um stofnframlög unnið af fjármála-og stjórnsýslustjóra. Tilkomnar vegna stofnframlags Dalvíkurbyggðar til Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses. Fram kemur í rafrænum samskiptum við endurskoðanda sveitarfélagsins dags 27.júlí.2018 að í slíkum reglum væri eðlilegt að það sé sett inn ákvæði um endurgreiðslu framlags sveitarfélagsins og í raun sé það forsenda fyrir því að hægt sé að eignfæra stofnframlögin sem eignarhluta en ekki gjaldfæra. Lagt fram til kynningar." Til umræðu ofangreint.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar reglur Dalvíkurbyggðar um stofnframlög eins og þær liggja fyrir. b) Í samræmi við 6. gr. reglna Dalvíkurbyggðar um stofnframlög þá samþykkir byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að leggja fyrir fund byggðaráðs drög að samningi um endurgreiðslu á stofnframlagi Dalvíkurbyggðar til Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses í samræmi við 5. gr. 14. gr. laga nr. 52/2016. Í rafpósti sveitarstjóra til Íbúðalánasjóðs þann 19. september 2017 er staðfest stofnframlag sveitarfélagsins er alls 32.592.192,- Þar af er gatnagerðar- og byggingarleyfisgjald 8.359.906,- Það sem eftir stendur, 24.232.286,- verður í formi eigin framlags (reiðufé, hönnun og undirbúningur). "
Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað sér um hvort að sveitarfélög hafi verið að gera sérstaka samninga um stofnframlögin.
Til umfræðu ofangreint.