Frá sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs; Rimar - tilboð í rekstur 2018-2028

Málsnúmer 201808084

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 876. fundur - 06.09.2018

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 8:15.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tilboð frá Bakkabjörg ehf. í rekstur á Rimum, dagsett þann 20. september 2018 fyrir tímabilið 2018 - 2028. Eitt tilboð barst en auglýst var eftir tilboðum í reksturinn; sjá nánar á vef Dalvíkurbyggðar https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir/category/1/dalvikurbyggd-auglysir-eftir-rekstraradila-a-felagsheimilinu-rimum-og-adliggjandi-tjaldsvaedi


Tilboð Bakkabjargar ehf. hljóðar upp á kr. 60.000 á mánuði yfir sumarmánuðina júní, júlí, ágúst og september, auk þess myndi félagið greiða hita og rafmagn.

Aðra mánuði ársins myndi Bakkabjörg ehf. greiða allan rekstrarkostnað af húsnæðinu og annast húsvörslu á húsnæðinu. Undanskilið er þó snjómokstur yfir vetrarmánuðina fyrir viðburði og uppákomur sem tengjast félags-, menninga- og íþróttastarfi íbúa í Dalvíkurbyggð.

Til umræðu ofangreint.

Hlynur vék af fundi kl. 08:36.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að gera drög að leigusamningi við Bakkabjörg ehf. á grundvelli ofangreinds tilboðs og leggja fyrir byggðaráð.

Byggðaráð - 877. fundur - 13.09.2018

Á 876. fundi byggðaráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:

"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 8:15. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tilboð frá Bakkabjörg ehf. í rekstur á Rimum, dagsett þann 20. september 2018 fyrir tímabilið 2018 - 2028. Eitt tilboð barst en auglýst var eftir tilboðum í reksturinn; sjá nánar á vef Dalvíkurbyggðar https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir/category/1/dalvikurbyggd-auglysir-eftir-rekstraradila-a-felagsheimilinu-rimum-og-adliggjandi-tjaldsvaedi Tilboð Bakkabjargar ehf. hljóðar upp á kr. 60.000 á mánuði yfir sumarmánuðina júní, júlí, ágúst og september, auk þess myndi félagið greiða hita og rafmagn. Aðra mánuði ársins myndi Bakkabjörg ehf. greiða allan rekstrarkostnað af húsnæðinu og annast húsvörslu á húsnæðinu. Undanskilið er þó snjómokstur yfir vetrarmánuðina fyrir viðburði og uppákomur sem tengjast félags-, menninga- og íþróttastarfi íbúa í Dalvíkurbyggð. Til umræðu ofangreint. Hlynur vék af fundi kl. 08:36.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að gera drög að leigusamningi við Bakkabjörg ehf. á grundvelli ofangreinds tilboðs og leggja fyrir byggðaráð. "

Með fundarboði fylgdu drög að samningi við Bakkabjörg ehf.


Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð frestar afgreiðslu og felur sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að uppfæra drögin miðað við þær ábendingar sem komu fram á fundinum.

Byggðaráð - 882. fundur - 04.10.2018

Á 877. fundi byggðaráðs þann 13. september 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað um samningsdrög við Bakkabjörg ehf. vegna leigu á Rimum:
"Byggðaráð frestar afgreiðslu og felur sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að uppfæra drögin miðað við þær ábendingar sem komu fram á fundinum."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu uppfærð drög frá sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.